Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 80
 A L L I R S K Ó R Á 25%AFSLÆTTI LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 777 2700 | xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ www.xprent.is KYNNINGARSVÆÐI Úrval af gæða 3 laga grímum 100% bómull og stillanleg spöng við nef Verð aðeins 1000 kr Tveir af ástsælustu söngv­urum landsins, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, hafa staðið fyrir glæsilegum jólatónleikum síðustu sex árin við mikla lukku. Sjöunda skiptið varð þó að bíða þetta árið vegna heimsfaraldursins. Þau hafa verið vinir lengi og oft unnið saman í gegnum tíðina en í dag gefa þau út plötuna Það eru jól. „Það lá því nokkuð beint við að við tækjum saman höndum og blésum til tónleika fyrir jólin þar sem við áttum hvort sína jólaplötuna á sínum tíma, okkur fannst þær ágætis uppistaða í tónleikaprógramm sem við höfum síðan prjónað við nýja músík,“ segir Sigríður. Rétti tíminn fyrir plötu Þau segjast vera passlega mikil jóla­ börn, svona eins og hollt er í það minnsta. „Það eru ekkert endilega jól umfram annað. Allt er þetta gott í bland og þess má geta að við eigum okkur sumarlíf einnig þótt það sam­ starf sé kannski undir öðrum fána og nafni,“ segir Sigurður, og á þá við hljómsveitina GÓSS sem tvíeykið skipar ásamt tónlistarmanninum Guðmundi Óskari Guðmundssyni. Síðustu fimm árin hafa þau gefið út jólalag á aðventunni og það sjötta bættist nú við. Þá var ljóst að þau voru komin með lög langleiðina upp í plötu og bættu við þremur til viðbótar. Útkoman er Það eru jól. Útgáfan var því ekki tengd faraldr­ inum. „Það stóð alltaf til að gefa lögin út á plötu. Það er að segja síðan við fórum að gefa út þessi árlegu aðventulög. Þau voru nú orðin sex, við bættum við þremur nýjum og þá var bara komin plata. Það má líka segja að þetta hafi verið svolítið rétti tíminn fyrir hana. Svona í ljósi aðstæðna gætum við þó troðið okkur á fóninn hjá fólki ef engir yrði tónleikarnir. Við erum gríðarlega ánægð með hana og vonum að hún nái eyrum sem flestra,“ segir Sigurður. Sigríður segir að tónleikarnir hafi verið á planinu en þau hafi þurft að sníða sér nýjan stakk eftir vexti eins og aðrir. Það hafa þau gert meðal annars með því að bjóða upp á streymistónleika. „Enn er ekki útséð með hvernig hann verður og hvað við gerum. Vissulega er leitt að geta ekki haldið almennilega tónleika en það verður gert um leið og aðstæður og umhverfið leyfa. Fram að því finn­ um við bara nýjar leiðir og lausnir og reynum að hafa gaman af og von­ andi gleðja aðra. Lítið annað sem við getum gert,“ bætir hún við. Vildu nýta rýmið Steinþór Helgi Arnsteinsson á Röntgen sér um utanumhald tón­ leikanna, en nokkrir landsþekktir listamenn bjóða upp á þjónustuna og er hægt að sníða hana eftir hent­ ugleika. „Það er þetta með að sníða sér stakk eftir vexti. Við vorum samt byrjuð að fá alls konar fyrir­ spurnir um hvort svona streymis­ tónleikar væru yfir höfuð í boði. Og þar sem við vorum með lok­ aðan bar, ákváðum við að fara í að reyna að nýta rýmið til að gera hreinlega stúdíó. Þetta er hug­ mynd sem er að fá frábærar við­ tökur og við hlökkum mikið til að gera alla þessa tónleika sem nú þegar eru bókaðir,“ segir Steinþór. Hann segir hópinn fjölbreyttan. „Allt frá JólaGÓSSinu, sem er skipað þeim Sigurði, Sigríði og Guð­ mundi Óskari, yfir í Ylju og Valdimar Guðmundsson. Í raun er enginn einn pakki í boði, það er bara hægt að gera straumlínulagaðan pakka sem hentar hverjum og einum. Síðan fara tónleikarnir fram ýmist í gegnum tengil, YouTube, Teams eða Zoom. Mjög einfalt og þægilegt. Þetta er hugmynd sem er að fá frábærar viðtökur og við hlökkum mikið til að gera alla þessa tónleika sem nú þegar eru bókaðir,“ segir Steinþór að lokum. Það eru jól er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum og plötubúðum. steingerdur@frettabladid.is Sníða sér stakk eftir vexti Þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson hafa staðið fyrir margrómuðum jólatónleikum síðustu sex árin. Í ár sníða þau sér stakk eftir vexti og bjóða upp á streymistónleika. Platan Það eru jól frá tvíeykinu kemur út í dag. Lítið stúdíó hefur verið sett upp á Röntgen þar sem streymistónleikarnir fara fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VISSULEGA ER LEITT AÐ GETA EKKI HALDIÐ ALMENNILEGA TÓNLEIKA EN ÞAÐ VERÐUR GERT UM LEIÐ OG AÐSTÆÐUR OG UMHVERFIÐ LEYFA. FRAM AÐ ÞVÍ FINNUM VIÐ BARA NÝJAR LEIÐIR OG LAUSNIR. Sigríður 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U RL Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.