Fréttablaðið - 27.11.2020, Síða 66

Fréttablaðið - 27.11.2020, Síða 66
EN HVERT LJÓÐ Á SÉR SINN EIGIN AFMARK- AÐA HEIM OG MÉR FINNST TENGSL ÞEIRRA VIÐ ÖNNUR LJÓÐ Í SÖMU BÓK ÓÞÖRF. Snúningshjól með bremsum Ryðfrír stálvaskur með snertilausri virkni Sápuskammtari Handþurrkuskammtari Hurð með lás Fótstig fyrir vatn 20 lítra tankur fyrir hreint vatn 20 lítra tankur fyrir aallsvatn Staðalbúnaður: Hafið samband fyrir frekari upplýsingar vaska@vaska.is | sími 843-9333 | þú finnur VASKA líka á Facebook Nánari lýsing: Hæð: 150 cm Breidd: 79 cm Dýpt: 49 cm Hæð vasks: 90 cm Þyngd: 36 kg (einungis stöðin) Litur: Svartur | RAL 9005 Black Friday 40% afsláur þea vikuna Er fyrirtækið þi með a€t á hreinu? VASKA er með lausnina fyrir fyrirtæki sem vilja hafa heilbrigða umgengni og snyrtime‰sku í fyrirrúmi. Spegilsjónir er áttunda l j ó ð a b ó k G u ð r ú n a r Hannesdóttur. „Ljóðin eru ný að tveimur undan-skildum, öll ort á síðustu tveimur árum. Ljóða- gerðin er orðin mér mikill yndis- auki, ég fann strax eftir mína fyrstu ljóðabók Fléttur (2007) að ekki varð aftur snúið af þeim reit. Með tím- anum gefst manni líka meiri tími til að njóta og sinna þessu,“ segir Guðrún. „Þessi bók er hvorki þema- tísk né sérlega heildstæð frekar en aðrar bækur mínar. Þetta eru stutt ljóð og einföld. Yfirskriftin gæti allt eins verið: Það er engin að hlusta – í þeim anda eru þau gerð. Kannski má kalla það muldur hins ómeð- vitaða. Leiðin að atvikum eða minn- ingum opnast allt í einu og verður greið, eitthvað sem maður hefur lesið eða séð öðlast eigið líf, skarast og endurskapast í sífellu – í nokkurs konar eigin veruleika. Ég yrki mikið um náttúruna, um dýr og menn og leyfi mér að fara aftur og fram í tíma og rúmi, vöku og draumi.“ Einlæg ljóð Spurð hvort greina megi einhvern ákveðinn tón í ljóðunum segir Guð- rún: „Það má áreiðanlega kalla þau gamaldags á vissan hátt, enda ljóð- mælandi kominn vel til ára sinna og þau eru kyrrlát fremur en hitt. Að svo miklu leyti sem ég hugsa um það vona ég að þau komist beint og brotalaust til lesenda. Það veit enginn hvað gleður, eða hvaða ljóð er lykill að hjarta annarra, því síður hvernig þau hitta fólk fyrir á lesandi stund. En ég held að einlæg ljóð geti aldrei reynst neinir þjófalyklar hvernig sem þau eru að öðru leyti.“ Hún segist ekki nostra mikið við ljóðin. „Hugmyndin að ljóði læðist að vísu að mér hægt og hægt, en á vissum tímapunkti taka ljóðin á sig þannig mynd að ég get einbeitt mér að því að lýsa upp orðin og raða þeim í það form sem mér er tamt, aðallega leitast ég við að einfalda þau. Sum ljóðin haldast í hendur yfir opnu. En hvert ljóð á sér sinn eigin afmarkaða heim og mér finnst tengsl þeirra við önnur ljóð í sömu bók óþörf. Stundum birtast samt tengslin óvænt og það kemur gleði- lega á óvart.“ Vönduð umfjöllun Spurð hvort hún komi auga á þróun í eigin ljóðagerð segir hún: „Enginn getur sent út nema á sinni eigin tíðni sagði einhver. Og yfir henni ræður maður ekki né getur greint sjálfur svo vit sé í. Ég var svo lánsöm að fá mjög vandaða og nákvæma umfjöllun um fyrstu bókina mína. Það var alveg ómetanlegt og ég held svei mér þá að hún geti átt við þær allar sem á eftir komu að breyttu breytanda. Ég byrjaði að yrkja svona upp úr þurru þegar ég var tilbúin til þess og hef verið á sjálfstýringunni síðan – sem sé á óslitinni skemmtiferð!“ Ljóðagerðin er mér mikill yndisauki Spegilsjónir er ný ljóðabók eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Hún yrkir af einlægni um náttúruna en einnig menn og dýr. Ég byrjaði að yrkja svona upp úr þurru, segir Guðrún.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Á hádegistónleikum í Hafnar-borg, þriðjudaginn 1. des-ember klukkan 12.00, kemur fram bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Aðventan er nú gengin í garð og eins og hefð hefur myndast fyrir verður efnisskrá desembertónleik- anna sveipuð hátíðlegum blæ. Flutt verða verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Mozart, Puccini og f leiri. Tónleik- arnir standa yfir í um hálfa klukku- stund. Vegna samkomutakmarkana fara tónleikarnir fram fyrir tómum sal en verður streymt beint á netinu. Hægt er að tengjast streyminu á heimasíðu safnsins eða á Facebook. Vefslóð strey misins er : live- stream.com/accounts/5108236/ events/9413988 Bjarni Thor á tónleikum Bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Laugardaginn 28. nóvember klukkan 14.00 býður Mennta-skóli í tónlist til tónleika sem streymt verður beint út á aslóðinni: youtu.be/HxljgI_SvCA Efnisskráin er f jölbreytt og áhugaverð, en á tónleikunum verða meðal annars leikin píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Felix Men- delssohn og Johannes Brahms og píanókvintett eftir Dmitri Schos- takovich. Kammertónleikar í streymi 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.