Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 8
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Sunnudag 12-16 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - Sími 554 0400 - www.grillbudin.is grillbudin.is af öllum vörum www.grillbudin.is Föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag Gasgrill, kolagrill, jólaljós, útiljós, svalahitarar, aukahlutir, reykofnar, yfirbreiðslur, kjöthitamælar, ljós á grill, reykbox, varahlutir o.fl. o.fl. 30 afsláttur SVARTUR FÖSTUDAGUR af öllum vörum % Einnig á veromoda.is af öllum vörum um helgina 20% Mótmæltu kynbundnu ofbeldi Stór hópur mótmælenda kom saman fyrir utan þinghús Bangladess í höfuðborginni Dakka til að mótmæla nauðgunum og pyntingum á konum. Í vikunni var haldinn alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu of beldi. Talið er að þriðja hver kona í heiminum verði fyrir líkamlegu eða kyn- ferðislegu of beldi á lífsleiðinni, oftast í nánum samböndum. Um sjötíu prósent kvenna í landinu hafi orðið fyrir heimilisof beldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SAMFÉLAG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan f lokka, leggur nú lokahönd á frumvarp sem hann mun leggja fram á næstu dögum um bann við hjúskap barna. Þetta kom fram í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöld. Frá árinu 1998 hafa 18 börn undir lögaldri gengið í hjóna- band á Íslandi. Sótt var um alls 18 undanþágur frá 1998 til 2016 fyrir hjúskap ólögráða einstaklinga og allar voru samþykktar af dóms- málaráðuneytinu. Flest barnanna voru 17 ára en tvær stúlknanna voru 16 ára. Síðast var undanþága veitt árið 2016. Skilgreining Evrópuráðsins á barnahjónabandi er þegar hið minnsta annar aðilinn er undir átján ára aldri. Samkvæmt Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi 2013 brjóta barnahjónabönd meðal annars gegn réttindum barna til heilsu og verndar gegn of beldi. Í lögum Norðurlandaþjóðanna eru barnahjónabönd bönnuð, nema í Noregi og á Íslandi. – lb Vill bann við hjúskap barna hér á landi Andrés Ingi bendir á að 18 börn hafi gift sig á Íslandi frá árinu 1998. ORKUMÁL Annað jarðhitaverkefnið sem Reykjavík Geothermal kemur að í Eþíópíu er nú í startholunum. Róstusamt hefur verið í landinu vegna uppreisnar í Tigray-héraði. „Við höfum ekki áhyggjur af því að átökin hafi bein áhrif þar sem þau hafa ekki breiðst út um landið. Þetta er töluvert langt frá okkur,“ segir Guðmundur Þóroddsson, stjórnar- formaður Reykjavík Geothermal. „En þegar það er órói fer athyglin mikið í það.“ Tigray-hérað er í norðvesturhluta Eþíópíu, við landamæri Erítreu, en jarðhitaverkefnin hafa verið mun sunnar, ekki langt frá höfuðborg- inni Addis Ababa. Það verkefni sem nú er að fara í gang nefnist Corbetti, í Oromia-hér- aði, og er forvali á verktökum lokið. „Við erum nú í útboðsferli til að bora í Corbetti og erum að bíða eftir að fá tilboðin afhent. Við eigum von á því að fyrstu áfangarnir í verkefn- inu verði komnir í notkun eftir um það bil tvö ár,“ segir Guðmundur. Sjö verktakar komust í gegnum forvalið, þar á meðal Íslenskar jarð- boranir, og búist er við því að þeir skili tilboðum fyrir árslok. Sá verk- taki sem verður fyrir valinu mun þá bora allt að þrjátíu holur til að finna jarðvarma. Reykjavík Geothermal hefur starfað á svæðinu í átta ár og í vor greindi Fréttablaðið frá því að fyrirtækið væri aðili að raforku- kaupasamningum við eþíópíska ríkið sem hlaupa á hundruðum milljarða króna. Eru virkjanirnar nefndar Tulu Moye og Corbetti. Í Austur-Afríku eru flekaskil og mik- ill óbeislaður jarðvarmi sem ríkin á svæðinu, svo sem Kenía, Tansanía og Eþíópía, horfa til að nýta. Verkefnið í Tulu Moye, norð- vestan við borgina Asella, er þegar komið af stað. Keníska orkufyrir- tækið KenGen varð fyrir valinu við þær boranir. „Það hefur gengið ágætlega, þegar er búið að bora eina holu og byrjað á þeirri næstu,“ segir Guðmundur. KenGen hefur einnig sótt um að bora í Corbetti. Aðspurður um hvort f leiri verk- efni séu í farvatninu segir hann svo vera en að athyglin sé fyrst og fremst á þessi tvö verkefni núna. „Þriðja verkefnið sem er á döfinni er skemmra á veg komið. Það verður ennþá sunnar í landinu, nokkur hundruð kílómetrum sunnan við Addis Ababa.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Átökin ekki haft áhrif á jarðhitaverkefnin Stjórnarformaður Reykjavík Geothermal segir uppreisnina í Tigray-héraði ekki hafa haft bein áhrif á þau jarðhitaverkefni sem fyrirtækið kemur að í Eþíópíu. Verkefnin séu talsvert sunnar í landinu og átökin séu staðbundin. Í Austur-Afríku eru flekaskil og mikill jarðvarmi sem ríkin horfa til að nýta. Íslenskar jarðboranir taka þátt í útboði á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þetta er töluvert langt frá okkur. Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður Reykjavík Geoth ermal 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.