Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 8
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Opið virka daga 11-18
Laugardag 11-16
Sunnudag 12-16 Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - Sími 554 0400 - www.grillbudin.is
grillbudin.is
af öllum vörum
www.grillbudin.is Föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag
Gasgrill, kolagrill,
jólaljós, útiljós, svalahitarar,
aukahlutir, reykofnar,
yfirbreiðslur, kjöthitamælar,
ljós á grill, reykbox,
varahlutir o.fl. o.fl.
30
afsláttur
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
af öllum vörum
%
Einnig á veromoda.is
af öllum vörum um helgina
20%
Mótmæltu kynbundnu ofbeldi
Stór hópur mótmælenda kom saman fyrir utan þinghús Bangladess í höfuðborginni Dakka til að mótmæla nauðgunum og pyntingum á konum.
Í vikunni var haldinn alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu of beldi. Talið er að þriðja hver kona í heiminum verði fyrir líkamlegu eða kyn-
ferðislegu of beldi á lífsleiðinni, oftast í nánum samböndum. Um sjötíu prósent kvenna í landinu hafi orðið fyrir heimilisof beldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SAMFÉLAG Andrés Ingi Jónsson,
þingmaður utan f lokka, leggur nú
lokahönd á frumvarp sem hann
mun leggja fram á næstu dögum
um bann við hjúskap barna. Þetta
kom fram í fréttaþættinum 21 á
Hringbraut í gærkvöld.
Frá árinu 1998 hafa 18 börn
undir lögaldri gengið í hjóna-
band á Íslandi. Sótt var um alls 18
undanþágur frá 1998 til 2016 fyrir
hjúskap ólögráða einstaklinga og
allar voru samþykktar af dóms-
málaráðuneytinu. Flest barnanna
voru 17 ára en tvær stúlknanna
voru 16 ára. Síðast var undanþága
veitt árið 2016.
Skilgreining Evrópuráðsins á
barnahjónabandi er þegar hið
minnsta annar aðilinn er undir
átján ára aldri. Samkvæmt Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem
lögfestur var hér á landi 2013 brjóta
barnahjónabönd meðal annars
gegn réttindum barna til heilsu og
verndar gegn of beldi.
Í lögum Norðurlandaþjóðanna
eru barnahjónabönd bönnuð,
nema í Noregi og á Íslandi. – lb
Vill bann við
hjúskap barna
hér á landi
Andrés Ingi bendir á að 18 börn hafi
gift sig á Íslandi frá árinu 1998.
ORKUMÁL Annað jarðhitaverkefnið
sem Reykjavík Geothermal kemur
að í Eþíópíu er nú í startholunum.
Róstusamt hefur verið í landinu
vegna uppreisnar í Tigray-héraði.
„Við höfum ekki áhyggjur af því að
átökin hafi bein áhrif þar sem þau
hafa ekki breiðst út um landið. Þetta
er töluvert langt frá okkur,“ segir
Guðmundur Þóroddsson, stjórnar-
formaður Reykjavík Geothermal.
„En þegar það er órói fer athyglin
mikið í það.“
Tigray-hérað er í norðvesturhluta
Eþíópíu, við landamæri Erítreu, en
jarðhitaverkefnin hafa verið mun
sunnar, ekki langt frá höfuðborg-
inni Addis Ababa.
Það verkefni sem nú er að fara í
gang nefnist Corbetti, í Oromia-hér-
aði, og er forvali á verktökum lokið.
„Við erum nú í útboðsferli til að
bora í Corbetti og erum að bíða eftir
að fá tilboðin afhent. Við eigum von
á því að fyrstu áfangarnir í verkefn-
inu verði komnir í notkun eftir um
það bil tvö ár,“ segir Guðmundur.
Sjö verktakar komust í gegnum
forvalið, þar á meðal Íslenskar jarð-
boranir, og búist er við því að þeir
skili tilboðum fyrir árslok. Sá verk-
taki sem verður fyrir valinu mun þá
bora allt að þrjátíu holur til að finna
jarðvarma.
Reykjavík Geothermal hefur
starfað á svæðinu í átta ár og í vor
greindi Fréttablaðið frá því að
fyrirtækið væri aðili að raforku-
kaupasamningum við eþíópíska
ríkið sem hlaupa á hundruðum
milljarða króna. Eru virkjanirnar
nefndar Tulu Moye og Corbetti. Í
Austur-Afríku eru flekaskil og mik-
ill óbeislaður jarðvarmi sem ríkin á
svæðinu, svo sem Kenía, Tansanía
og Eþíópía, horfa til að nýta.
Verkefnið í Tulu Moye, norð-
vestan við borgina Asella, er þegar
komið af stað. Keníska orkufyrir-
tækið KenGen varð fyrir valinu
við þær boranir. „Það hefur gengið
ágætlega, þegar er búið að bora eina
holu og byrjað á þeirri næstu,“ segir
Guðmundur. KenGen hefur einnig
sótt um að bora í Corbetti.
Aðspurður um hvort f leiri verk-
efni séu í farvatninu segir hann
svo vera en að athyglin sé fyrst og
fremst á þessi tvö verkefni núna.
„Þriðja verkefnið sem er á döfinni
er skemmra á veg komið. Það verður
ennþá sunnar í landinu, nokkur
hundruð kílómetrum sunnan við
Addis Ababa.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Átökin ekki haft áhrif
á jarðhitaverkefnin
Stjórnarformaður Reykjavík Geothermal segir uppreisnina í Tigray-héraði
ekki hafa haft bein áhrif á þau jarðhitaverkefni sem fyrirtækið kemur að í
Eþíópíu. Verkefnin séu talsvert sunnar í landinu og átökin séu staðbundin.
Í Austur-Afríku eru flekaskil og mikill jarðvarmi sem ríkin horfa til að nýta.
Íslenskar jarðboranir taka þátt í útboði á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Þetta er töluvert
langt frá okkur.
Guðmundur
Þóroddsson,
stjórnarformaður
Reykjavík
Geoth ermal
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð