Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 32
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 18. nóvember 2020 var lögð fram lýsing að nýju deiliskipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins. Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir að ábendingar/umsagnir berist eigi síðar en 18. desember 2020. Lýsingin er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is undir skipulag í kynningu. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Borgarverkfræðingur Borgarverkfræðingur Hagdeild Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Lækjargata 1 Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R30 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Matias Morla, lögmaður og vinur argentínska knattspyrnu­ mannsins Diego Armando Mara­ dona, tilkynnti það í samtali við argentínska fjölmiðla í gær að fjöl­ skylda Maradona myndi leita réttar síns vegna andláts hans. Þannig telja skyldmenni hans að heilbrigðisþjónustunni sem Maradona fékk eftir að hann fékk hjartaáfall í svefni hafi verið svo ábótavant að það sé saknæmt. Morla telur að Maradona hafi átt að vera undir meira eftirliti en raun bar vitni eftir að hafa farið í aðgerð vegna blóðtappa í heila fyrir nokkrum vikum. Morla telur að f lytja hefði átt Maradona á sjúkrahús tólf klukku­ stundum áður en hann lést. Þá sé það mikil vanræksla að það hafi tekið sjúkrabílinn um það bil hálf­ tíma að mæta á heimili Maradona eftir að tilkynning barst um hjálp­ arbeiðni þaðan. Maradona sem er goðsögn í Arg­ entínu var sextugur þegar hann lést en Alberto Fernández, forseti landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg þar í landi. – hó Vilja rannsókn á andláti Diego KÖRFUBOLTI Ísland náði í lífsnauð­ synleg tvö stig þegar liðið mætti Lúxemborg í þriðju umferð í for­ keppni fyrir HM 2023 í körfubolta karla en leikið var í Bratislava í Slóv­ akíu í gær. Fyrir fram var búist við nokkuð þægilegum sigri íslenska liðsins en Lúxemborg var án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í forkeppn­ inni gegn Kósovó og Slóvakíu. Lúxemborg hóf leikinn af miklum krafti og var fjórum stigum yfir, 38­34, eftir fyrri hálfleikinn. Skot­ nýting íslenska liðsins var slök framan af leik og erfiðlega gekk að finna Tryggva Snæ Hlinason undir körfunni. Það var svo um miðbik þriðja leik­ hluta sem Ísland náði að snúa tafl­ inu sér í vil. Umdeilanleg tæknivilla á Elvar Má Friðriksson hleypti illu blóði í leikmenn íslenska liðsins og náðu þeir að nýta mótlætið sér í vil í stað þess að brotna. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði í kjölfarið sjö stig í röð með tveimur þriggja stiga skotum og stigi af vítalínunni. Góður kaf li Íslands það sem eftir lifði þriðja leikhluta lagði svo grunninn að öruggum sigri íslenska liðsins í Slóvakíu. – hó Torsóttur sigur á Lúxemborg Elvar Már átti góðar rispur í liði Ís- lands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Maradona stýrði liði Argentínu á HM árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Ísland sótti dýrmæt þrjú stig þegar liðið lék við Slóvaka í næstsíðustu umferð í undankeppni EM 2022 í knattspyrnu kvenna í Bratislava í gærkvöldi. Það blés reyndar ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í fyrri hálf leik en Slóvakar komust sanngjarnt yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Lítið gekk í uppspili íslenska liðs­ ins framan af leik og pressa liðsins var máttlaus allan fyrri hálfleikinn. Smá líf færðist í leikmenn Íslands undir lok fyrri hálfleiks og Ingibjörg Sigurðardóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerðu sig þá líklegar fyrir framan slóvakíska markið. Þar er svo ljóst að Jón Þór Hauks­ son náði að kveikja vel í liðinu með hálfleiksræðu sinni en það var allt annað að sjá íslenska liðið í seinni hálfleik. Það var mun meira skipu­ lag og ákefð í hápressu liðsins auk þess sem sóknaruppbyggingin var mikið markvissari. Góð byrjun íslenska liðsins á upphafsmínútum seinni hálfleiks var reyndar trufluð þegar rafmagnið sló út á vellinum í Bratislava. Það sló hins vegar ekki leikmenn Íslands út af laginu og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem hóf leik­ inn með Elínu Mettu Jensen í fram­ línu íslenska liðsins, jafnaði metin eftir klukkutíma leik. Agla María Albertsdóttir, sem var einn þeirra leikmanna sem vöknuðu hressilega til lífsins í hálfleik, fann Berglindi Björgu sem skoraði. Sara Björk Gunnarsdóttir sá svo til þess að Ísland færi með sigur af hólmi með tveimur mörkum úr vítaspyrnum. Sara Björk náði í fyrra vítið sjálf og Elín Metta það síðara. Eftir mörkin hjá fyrirliðanum var aldrei spurning hvoru megin sigur­ inn myndi enda og íslenska liðið hefði hæglega getað bætt f leiri mörkum við. Með þessum tveimur mörkum er Sara Björk orðinn fimmta marka­ hæsta landsliðskonan í sögunni með 22 mörk. Hún varð leikjahæsti leikmaðurinn í sögunni í tap­ leiknum gegn Svíþjóð á dögunum en Sara tók það met af Katrínu Jónsdóttur. Landsliðsfyrirliðinn skaust svo upp fyrir Katrínu á list­ anum yfir markahæstu leikmenn sögunnar með mörkunum tveimur í gær. Nú vantar Söru eitt mark til þess að komast upp að hlið Ást­ hildar Helgadóttur í fjórða sæti á þeim lista og sjö mörk til þess að jafna Dagnýju Brynjarsdóttur sem er í þriðja sæti á listanum. Hún á þó enn langt í markametið sem er í eigu Margrétar Láru Viðarsdóttur sem skoraði 79 mörk fyrir landsliðið. Þessi sigur geirneglir það að Ísland mun enda í öðru sæti í riðli sínum en liðið hefur 16 stig fyrir lokaumferð riðlakeppninnar þar sem íslenska liðið er sex stigum á undan Slóvakíu fyrir lokaumferð­ ina. Fyrir leikinn átti Slóvakía veika von um að stela sætinu af Íslandi og virtist sá draumur ætla að lifa þar til íslenska liðið vaknaði til lífsins í Bratislava í gær og gerði út um vonir Slóvaka. Ísland mætir Ungverjalandi í lokaumferðinni í Búdapest á þriðju­ daginn kemur. Það kemur í ljós eftir þann leik hvort annað sætið fleytir íslenska liðinu beint í lokakeppni Evrópumótsins sem leikin verður í Englandi eða liðið þurfi að fara í umspil um laust sæti á mótinu. Það veltur bæði á úrslitum í leik Íslands og Ungverjalands sem og hvernig leikir fari í öðrum riðlum undan­ keppninnar. Misjafnt er hversu margar umferð­ ir hafa verið leiknar í riðlunum níu í undankeppninni og því erfitt að lesa í stöðuna fyrir lokaumferðina eins og sakir standa. Þau þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum níu í undankeppninni fá farseðil beint til Englands á meðan hin liðin sex sem hafna í öðru sæti fara í umspil um síðustu þrjú sætin á mótinu. Einn af leikjunum sem fylgj­ ast þarf með er leikur Frakklands og Austurríki í dag en línurnar ættu að skýrast eftir leik Íslands á þriðju­ daginn. Sama dag mætast Ítalía og Danmörk annars vegar og Sviss og Belgía hinsvegar sem eru í baráttu við Ísland um stigahæsta liðið í öðru sæti undankeppninnar. hjorvaro@frettabladid.is Sara skaut Íslandi í umspilið Stelpurnar okkar eru öruggar með annað sætið í riðli sínum í undankeppni EM 2022 eftir sigur gegn Slóv akíu í gær. Það ræðst í lokaumferðinni hvort það dugi Íslandi fyrir farseðli í lokakeppni mótsins.  Þegar á hólminn var komið var það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk sem tók af skarið í liði Íslands.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mörk Söru Bjarkar í gær voru hennar fyrstu fyrir Íslands hönd í átján mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.