Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 24
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það stendur á forystu- mönnum ríkisstjórn- arinnar að rétta við kúrsinn þegar teknar verða ákvarðanir um næstu skref. Það má ekki gerast að gamaldags lausnir séu nýttar til að takast á við vandamál nútímans. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN Á SVÖRTUM FÖSTUDEGI Heimalagaður Baggalútur Það munu margir sakna jóla- tónleikanna í ár, aðrir ekki. Á heimilum þeirra sem sakna Baggalútstónleikanna er tilvalið að taka snúning á nokkrum þekktum jólalögum og færa þau í nútímalegan búning. Eins og til dæmis: „Ég kemst í hátíðarskap, þó úti sé COVID-smit og krap.“ Sá sem kann að herma eftir Ellý getur tekið: „Éééég maaan þau jólin COVID-laus.“ Allir geta svo sungið saman: „Skyld‘ það vera COVID-smit… út í bæinn“. Kvöldið endar svo á Ladda- laginu góða: „Veirur falla, á allt og alla. Börnin grenja og barma sér. Nú er árstíð, veðurofsa og gríma. Komið eeeer að COVID-stund.“ Maraþonmaðurinn Það er ekki einleikið hve Joe Biden, hinn nýkjörni 77 ára forseti Bandaríkjanna, er léttur á fæti. Einkum hefur það orðið áberandi í aðdraganda kosning- anna og hækkandi radda sem bentu á aldur hans. Nú stígur hann ekki á svið öðruvísi en grímuklæddur og hlaupandi. Einhver spunameistarinn hefur bent á að hlaup sé þjóðráð til að sýna að hann er í reynd bráðung- ur. En þetta hlaupaatriði Bidens hefur samt sambærileg áhrif á áhorfendur og áhættusömustu atriðin í þætti sirkuss Billy Smart sem sýnd voru á gamlárskvöld forðum. Menn bíða með öndina í hálsinum eftir að hann detti í einhverri atrennunni. Getur fjármálakefið verið grænt? Já, heldur betur. Um allan heim er í gangi þróun í þá átt að nýta fjármálakerfið í baráttunni gegn loftslagsvánni. Að hugsa hlutina upp á nýtt, horfa ekki aðeins á krónur og aura þegar að útlánastefnu kemur, heldur áhrifa til kolefnisjöfnunar. Þessa þróun má nú þegar sjá að einhverju leyti í íslenska bankakerfinu. Ég hef áður kallað eftir því að við nýtum þá stöðu að íslenska ríkið er eigandi stórs hluta fjármála- markaðar til að þróa hlutina þar í græna átt. Að nýta fjármálakerfið betur í baráttunni við loftslagsvána. Það eru hins vegar ekki aðeins viðskiptabankar sem hafa þar hlutverk, seðlabankar gera það líka. Á þessum tímum umbreytinga vegna loftslagsvár er æ víðar farið að huga að því hvernig hægt er að nýta seðlabanka heimsins til að bregðast við hamfarahlýnun. Umbreytingaáhætta (e. transi- tional risk) er hugtak sem æ oftar heyrist í þessum kreðsum, en það nær utan um áhættuna sem kerfum heimsins stafar af ástandinu. Eðli kerfa er að verja sig en það er gríðarlega mikilvægt að sú vörn verði ekki meira af því sama. Við lifum umbreytingatíma og það er gríðarlega mikilvægt í hvaða átt við stefnum. Það má ekki gerast að gamaldags lausnir séu nýttar til að takast á við vandamál nútímans, að við stefnum áfram eftir niðurkeyrðum brautum sem hafa fært okkur á þann stað sem við erum í dag. Pierre Monnin er sérfræðingur hjá hugveitu sem sérhæfir í hlutverki seðlabanka í baráttunni við loftslagsvána. Hann hefur komið að því að greina það hvernig seðlabönkum verður best beitt til að viðhalda fjármálastöðugleika um leið og barist er gegn loftslagsvánni. Monnin mun verða gestur minn á hádegisfundi á Facebook 2. desember næst komandi. Þar munum við ræða þessi mál og fá til liðs við okkur Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Ég hvet öll til að mæta. Grænt fjármálakerfi Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna Öll viljum við berjast gegn áhrifum veirunnar þótt okkur greini á um leiðir og hversu langt eigi að ganga. En er það orðið sjálfstætt markmið að viðhalda hörðum sóttvarnaaðgerðum nánast óháð þróun faraldursins? Svo mætti ætla þegar við sjáum nú mótstöðuna gegn því að stigin séu markviss og tímabær skref í að vinda ofan af þeim lok- unum og samkomuhömlum sem hafa verið í gildi í nær tvo mánuði. Forsendur hafa breyst verulega frá því að þeim var komið á með þeim rökstuðningi að heilbrigðis- kerfinu stafaði hætta af miklum vexti í fjölda smitaðra. Nú er staðan önnur og betri. Landspítalinn hefur verið færður af bæði neyðarstigi og hættustigi – sem hafði komið til einkum vegna smits á Landakoti með hörmulegum afleiðingum – og nýgengi smits hér á landi mælist hvergi lægra í Evrópu. Þrátt fyrir að við vitum meira um veiruna, og heilbrigðisyfirvöld hafi að sama skapi fleiri úrræði en áður til að annast þá sem veikjast alvarlega, þá erum við engu að síður með strangari hömlur en í vor þegar smitstuðullinn var hærri og landa- mærin einnig mun opnari en nú. Ekki er að furða að margir eigi erfitt með að átta sig á samhengi aðgerðanna og hvert sé í raun markmiðið með þeim á sama tíma og þær eru jafnt og þétt að leggja efnahag landsins í rúst. Vitaskuld væri einfaldast út frá sóttvarnasjónar- miðum að loka á allt og setja á útgöngubann. Við vitum hins vegar flest að slíkar ráðstafanir eiga ekki að vera valkostur í lýðræðisþjóðfélagi og myndu valda umtalsvert meiri hörmungum en ávinningi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir til átján ára, hefur þannig bent á að það gangi ekki til lengdar að viðhalda samkomubönnum til að fást við veiruna. „Við getum auðvitað komið í veg fyrir öll bílslys og banaslys í umferðinni með því að banna umferðina. Við reynum að bæta umferðina og gera hana betri en við útilokum aldrei slysin,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið fyrr í haust. Það væri ágætt ef eftirmaður hans gæti tamið sér sama raunsæi í stað þess að hræða fólk, sem margt er haldið kvíða og ótta vegna ástandsins, til stuðnings áframhaldandi hörðum aðgerðum sem virðast hafa það markmið að Ísland verði veirulaust land. Því miður er það að gerast sem sumir óttuðust. Emb- ættismenn, sem hafa öðlast gríðarmikil völd á þessum veirutímum, hafa vanist þeim óþægilega mikið og eru um margt að fara offari í aðgerðum sínum. Við því þarf að bregðast. Nú þegar bóluefni er í augsýn er ljós við enda ganganna. Við eigum að nýta þá stöðu, eins og meðal annars Samtök atvinnulífsins hafa lagt til, við að útbúa skýran ramma um sóttvarnaráðstafanir til næstu mánaða sem verði tengdar við töluleg viðmið um þróun faraldursins hverju sinni. Slíkt væri til þess fallið að auka á fyrirsjáanleika aðgerðanna og um leið létta verulega á þeirri óvissu sem nú er alltumlykjandi. Það er ekkert sem kallar á viðvarandi krísuástand, sem er á góðri leið með að drepa allt samfélagið í dróma, fram að þeim tíma þegar búið verður að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Það stendur á forystumönnum ríkis- stjórnarinnar, ekki þríeykinu, að rétta við kúrsinn þegar teknar verða afdrifaríkar ákvarðanir um næstu skref. Farið offari  2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.