Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
I. INNGANGUR.
Um þessar mundir lætur nærri, að §<5rir
íimmtu hlutar vetrarforða búfjár séu hey
(JÓNAS JÓNSSON, STEFÁN AÐALSTEINSSON
og fleiri, 1976). Stefnt er að því að fóðra
búfé að sem mestum hluta á heyi og öðru
innlendu fóðri. En með vaxandi áherzlu á
heyfóðrun er brýnt að hyggja jafnhliða að
heygæðum, því að forsenda þess, að gripur
geti framleitt umtalsverðar afurðir á heyj-
unum, er, að þau séu næringarrík og
lystug.
Alþekkt er, að hey nýtast misjafnlega til
fóðrunar. Ber þar margt til, en að öllum
líkindum einkum tvennt: I fyrsta lagi er
efnainnihald heyja afar breytilegt, og
ræður þroskastig grasa við slátt og verkun
heyjanna þar mestu um (Gunnar Ólafs-
SONog fleiri, 1975). I öðru lagi er misjafnt,
hve gripir fást til að eta af heyi. Ymsar
skýringar eru til á því, hvað valda muni
mismunandi heyáti, og skal það ekki tí-
undað hér, heldur aðeins vísað til heim-
ilda (Blaxter et. al., 1961, Raymond,
1969). Bent hefur verið á, að við fóðrun á
gróffóðri, svo sem þurrheyi og votheyi, sé
átið oft takmarkandi þáttur fyrir nýtingu
þess. Því hefur verið lagt til, að við mat á
gróffóðri verði tekið nokkurt mið affóðrun-
arvirði þess (feeding potential), en fóðrun-
arvirðið er skilgreint sem margfeldi fóður-
áts og efnamagns fóðursins (Crampton,
1960, eftir Raymond, 1969, Breirem og
Homb, 1970).
Hingað til hefur árangur heyverkunar-
tilrauna verið metinn með rannsókn á
efnainniþaldi heysins, en sjaldnar hefur
þeim verið fylgt eftir með fóðurtilraunum.
Fullnaðarmat á árangri ræktunar og
verkunar fóðurjurtanna fæst þó aðeins
með beinum eða óbeinum mælingum á
viðbrögðum búfjárins við fóðrinu. Á þeim
grundvelli hófu Bændaskólinn og
bútæknideild Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins á Hvanneyri samtengdar at-
huganir í því skyni að kanna áhrif þroska-
stigs grasanna og verkunar þeirra á magn
og gæði uppskerunnar svo og gildi hennar
til fóðrunar. Á það skal lögð rækileg
áhersla, að hér var ekki beint um fóðrun-
artilraunir að ræða, — heldurfrumathugan-
ir, sem ætlað var að gefa vísbendingar og
verða hluti af grundvelli fóðrunartilrauna
síðar meir, ef henta þætti.
II. FRAMKVÆMD ATHUGAN-
ANNA.
I samræmi við tilgang athugananna, sem
þegar er lýst, voru valin tvö sdg á þroskaf-
erli grasanna, — hið fyrra snemma á tún-
aslætti um það leyti, sem síðbúnustu tún-
grösin skriðu (vallarfoxgrasið), en hið síð-
ara, þegar langt var liðið á heyskap (sjá 2.
töflu). Þá var keppt að þrenns konar
verkun: I fyrsta lagi var gmnverkun heysins,
sem hafa skyldi til viðmiðunar. í öðru lagi
var heyið látið hrekjast á velli, og í þriðja
lagi var látibhitna íheyinu. Með þessu móti,
má ætla, að fengizt hafi í athuganirnar
fulltrúar þeirra aðferða, sem algengastar
eru við þurrheysgerð hérlendis.
Fyrsta árið var athugunin í þremur
liðum, en á öðru ári var fjórða lið bætt við.
Eftirfarandi yfirlit sýnir þá heyflokka, sem
athugaðir voru: