Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR I. INNGANGUR. Um þessar mundir lætur nærri, að §<5rir íimmtu hlutar vetrarforða búfjár séu hey (JÓNAS JÓNSSON, STEFÁN AÐALSTEINSSON og fleiri, 1976). Stefnt er að því að fóðra búfé að sem mestum hluta á heyi og öðru innlendu fóðri. En með vaxandi áherzlu á heyfóðrun er brýnt að hyggja jafnhliða að heygæðum, því að forsenda þess, að gripur geti framleitt umtalsverðar afurðir á heyj- unum, er, að þau séu næringarrík og lystug. Alþekkt er, að hey nýtast misjafnlega til fóðrunar. Ber þar margt til, en að öllum líkindum einkum tvennt: I fyrsta lagi er efnainnihald heyja afar breytilegt, og ræður þroskastig grasa við slátt og verkun heyjanna þar mestu um (Gunnar Ólafs- SONog fleiri, 1975). I öðru lagi er misjafnt, hve gripir fást til að eta af heyi. Ymsar skýringar eru til á því, hvað valda muni mismunandi heyáti, og skal það ekki tí- undað hér, heldur aðeins vísað til heim- ilda (Blaxter et. al., 1961, Raymond, 1969). Bent hefur verið á, að við fóðrun á gróffóðri, svo sem þurrheyi og votheyi, sé átið oft takmarkandi þáttur fyrir nýtingu þess. Því hefur verið lagt til, að við mat á gróffóðri verði tekið nokkurt mið affóðrun- arvirði þess (feeding potential), en fóðrun- arvirðið er skilgreint sem margfeldi fóður- áts og efnamagns fóðursins (Crampton, 1960, eftir Raymond, 1969, Breirem og Homb, 1970). Hingað til hefur árangur heyverkunar- tilrauna verið metinn með rannsókn á efnainniþaldi heysins, en sjaldnar hefur þeim verið fylgt eftir með fóðurtilraunum. Fullnaðarmat á árangri ræktunar og verkunar fóðurjurtanna fæst þó aðeins með beinum eða óbeinum mælingum á viðbrögðum búfjárins við fóðrinu. Á þeim grundvelli hófu Bændaskólinn og bútæknideild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins á Hvanneyri samtengdar at- huganir í því skyni að kanna áhrif þroska- stigs grasanna og verkunar þeirra á magn og gæði uppskerunnar svo og gildi hennar til fóðrunar. Á það skal lögð rækileg áhersla, að hér var ekki beint um fóðrun- artilraunir að ræða, — heldurfrumathugan- ir, sem ætlað var að gefa vísbendingar og verða hluti af grundvelli fóðrunartilrauna síðar meir, ef henta þætti. II. FRAMKVÆMD ATHUGAN- ANNA. I samræmi við tilgang athugananna, sem þegar er lýst, voru valin tvö sdg á þroskaf- erli grasanna, — hið fyrra snemma á tún- aslætti um það leyti, sem síðbúnustu tún- grösin skriðu (vallarfoxgrasið), en hið síð- ara, þegar langt var liðið á heyskap (sjá 2. töflu). Þá var keppt að þrenns konar verkun: I fyrsta lagi var gmnverkun heysins, sem hafa skyldi til viðmiðunar. í öðru lagi var heyið látið hrekjast á velli, og í þriðja lagi var látibhitna íheyinu. Með þessu móti, má ætla, að fengizt hafi í athuganirnar fulltrúar þeirra aðferða, sem algengastar eru við þurrheysgerð hérlendis. Fyrsta árið var athugunin í þremur liðum, en á öðru ári var fjórða lið bætt við. Eftirfarandi yfirlit sýnir þá heyflokka, sem athugaðir voru:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.