Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 9
ÁHRIF sláttutIma og verkunar 7
Heyflokkar 1973/74 1975/76 1976/77
a. Snemmslegið, súgþurrkað X X X
b. Snemmslegið, hrakið á velli X X X
c. Snemmslegið, bliknað/ornað X X
d. Síðslegið, súgþurrkað X X X
Ekki voru tök á að endurtaka verkun-
arliðina b og c seinni sláttutímann, þótt
vissulega heíði það verið rökrétt. En af
fenginni reynslu má ætla, að slíkir liðir
hefðu veitt fremur takmarkaða vitneskju
til viðbótar því, sem ofanskráðir liðir
veita.
Fylgzt var með magni og gæðum upp-
skerunnar frá slætti til gjafar, svo að meta
mætti, hve mikið fóður tapaðist við verkun
og geymslu. Við fóðrunarathuganirnar
voru notaðir gemlingar, og var ekki hleypt
til þeirra. Mælt var heyát þeirra svo og
þungabreytingar á athugunarskeiði og
holdafar við lok athugunar. Verður nú
gerð nánari grein fyrir framkvæmd ein-
stakra þátta athugananna.
a. Hráefnid.
Heysins, sem notað var í athugunum
þessum, var aflað á Hvanneyri. I 1. og 2.
athugun var um að ræða vallarfoxgras svo
til í hreinrækt (>90%), sem aflað var á
sömu spildu. Er það framræst mýri, sem í
var sáð til túns árið 1965. Aburður á hekt-
ara nam 110 kg N, 25 kg P og 67 kg K. í 3.
athugun var um að ræða hey af gömlu
mýrartúni, sem sáð var til árið 1962.
Túngróður er þar blandaður, svo sem
eftirfarandi tafla sýnir:
1. TAFLA.
Hlutdeild einstakra tegunda jurta í heyuppskeru 3.
athugunar (1976-77).
TABLE 1.
Participation of individual species in the hay of
experiment 3 (1976-77).
Tegund Hlutdeild
Species Participation
Knjáliðagras (Alopecurus geniculatus) 32%
Língresi Agrostis species) ........... 21 %
Vallarsveifgras (Poa pratensis) ... 17%
Snarrót (Deschampsia caespitosa) . . 17%
Starir (Carex species) .................... 6%
Annað*) (Other species) ................... 7%
*) Túnvingull, arfi, sóleyjar, háliðagras o. fl.
Festuca rubra, Stellaria species, Ranunculus species,
Alopecurus pratensis et al.
b. Sláttur og verkun heysins.
Spildurnar voru slegnar með sláttuþyrlu
og heyinu snúið til þerris með heyþyrlu.
Reynt var eftir því, sem átti við liði athug-
unarinnar, að hafa alla meðferð heysins
sem líkasta því, er gerist við venjubundinn
þurrheyskap. I 1. og 3. athugun var upp-
skeran mæld við slátt og við hirðingu, en í
2. athugun reyndust ekki tök á að gera
slíka mælingu með viðunandi nákvæmni.
Þroskastig grasanna við slátt var svo sem
eftirfarandi yfirlit greinir. Aðeins er lýst