Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 10
8 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
.2. TAFLA.
Þroskastig ríkjandi grastegunda við fyrri sláttutíma (a, b- og c-liðir).
TABLE 2.
Stage of maturity of the dominat grass species at the early cutting (treatment a, b and c).
Fyrri Seinni sláttutími,
Athugun Ár sláttutími Þroskastig d-liður
Stage of Late cutting
Exp. Year Early cutting maturity (treatment d)
1. 1973-74 10. júlí Vallarfoxgras að skríða um 10. júlí Phl. pratense shooting by 10 July 30. júlí
2. 1975-76 15. júlí Vallarfoxgras að skríða um 11. júlí Phl. pratense shooting by 11 July 18. ágúst
3. 1976-77 7. júlí Knjáliðagras blómgað, Alopecurus geniculatus flowering. 30. ágúst
Língresi skriðið fyrir 10-12 dögum,
Agrostis species shooting 10-12 days
previously.
Vallarsveifgras skriðið fyrir 25 dögum,
Poa pratensis shooting 25 days previously.
Snarrót skriðin fyrir 20 dögum,
Deschamsia caespitosa shooting 20 days
previously.
Vallarfoxgras að skríða um 5. júlí,
Phl. pratense shooting by 5 July.
þroskastigi grasanna við fyrri sláttutím-
ann, þar eð eftir því má metá þroskastigið
við síðari sláttutímann með sæmilegri ná-
kvæmni.
Vinnubrögðum við verkun heysins og
veðráttu, meðan á henni stóð, er í stórum
dráttum lýst á 1. mynd.
Faríð skal nokkrum orðum um meðferð
einstakra liða athugananna:
1. athugun.
a-liður: Heyið náðist allvel þurrt inn í
hlöðu að kvöldi annars dags á velli. Ekki
rigndi í heyið. Heyið var súgþurrkað, og
lauk verkun þess á þremur vikum. Heyið
náðist óskemmt, grænt og ilmandi. 3. tafla
sýnir rakastig heysins á ýmsum stigum
verkunar og geymslu.
b-liður: Heyið lá á velli í tíu daga, flatt
framan af og síðan í görðum. A því tíma-
bili féll 21,5 mm úrkoma. Tíðast var suð-
læg vindátt, oft súld, en meginúrkoman
féll á þurrlegt heyið að kvöldi annars dags
og að kvöldi áttunda dags. Við hirðingu
var heyið orðið algult, en góð verkun
(lykt) náðist í það. Það var vélbundið
fremur laust og raðað í lausa stæðu, en
ekki súgþurrkað. Ekki var að sjá áberandi
geymsluskaða á heyinu, er að gjöf kom.
d-liður: Heyið náðist vel þurrt í sæti á
þriðja degi. Sætin voru hirt eftir liðlega
hálfan mánuð. Hafði heyið þá jafnast
mjög og þornað. Heyinu var ekið í súg-
þurrkunarhlöðu og fullþurrkað þar á
þremur vikum. Heyið bar sterkan keim
þroskastigsins við slátt, en í því var mikið