Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Qupperneq 12
10 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
3. TAFLA.
Rakastig heysins við helztu áfanga verkunar og geymslu.
TABLE 3.
Moisture content of the hay at the main stages of conservation and storage.
Rakastig, %
Moisture content, % (w. b.)
Athugun Experiment Ár Year Liður Treatment við slátt at cutting við sætingu/hirðingu at stacking or transporting to barn við gjöf at feeding
a 77,1 41,6 16,0
1. 1973-74 b 77,0 34,3 17,1
d 69,0 37,0 17,1
a 74,2 38,01) 17,1
2. 1975-76 b 74,2 36,5 17,2
c 74,2 40,9 19,1
d - 27,5 18,5
a 81,2 46,9 18,0
3. 1976-77 b 78,7 25,00 19,8
c 77,9 43,6 17,7
d 79,1 49,1 19,0
1) Áætluð gildi.
Estimated.
af dauðum blöðum og ilmur þess engan
veginn áþekkur ilmi heysins af a-lið.
2. athugun.
a-liður: Heyið náðist upp í sæti á öðrum
degi frá slætti. Síðdegis á Qórða degi var
því ekið inn í hlöðu til súgþurrkunar. Eins
og áður náðist mjög góð verkun í heyið, og
var það grænt og sterkilmandi, er kom að
fóðrun.
b-liður: Heyið hraktist á velli í eina viku,
lengst afflatt. I það féll 20,2 mm úrkoma,
að mestu á seinni helft tímabilsins. Lengst
af var suðvestanátt, súld og skúrir. Heyið
gulnaði, einkum blöðin, en nokkuð bar á
grænum lit á stönglum. Heyið var ekki
súgþurrkað, en því hlaðið í lausa stæðu
(vélbundið).
c-liður: Heyið lá aðeins á velli liðlega
einn sólarhring. Til þess að hleypa hita í
heyið var það vélbundið fremur illa þurrt
og síðan hlaðið saman í þétta stæðu, þar
sem tök voru á að „blása hita úr því“.
Rakastig heysins við bindingu var svo sem
3. tafla greinir.
2. mynd sýnir feril hitans í heyinu.
Reynt var að hafa hitamyndunina ekki úr
hófi mikla, svo að fóðurspjöll yrðu ekki
meiri en algengt er í hlöðum bænda.
Nokkrum vandkvæðum var bundið að fá
jafna hitamyndun í öllu heyinu. Stöku
baggi, einkum í yfirborði stæðnanna,
slapp að mestu við hitaskemmdir.
í báðum athugunum tapaði heyið
græna litnum, og í meginhluta þess fékkst
þolanleg ornunarlykt, einkum þó í 3. at-
hugun. Þar náðist mjög geðug ornunar-
lykt í 70% bagganna, 15% mygluðu og