Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 14
12 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
lyktuðu illa, en 15% reyndust grænir og
myglulausir. I 2. athugun bar meira á
mygluðum böggum (á að gizka
20—25%), enda hitnaði þar minna í, en á
hinn bóginn oftar. Hvort tveggja er vís
vegur til myglumyndunar. Mest bar á
myglu utan til í stæðunum. Þess skal getið
hér, að við fóðrun var sneitt hjá þeim
böggum, sem allra verst voru leiknir af
myglu.
Við skoðun á heyi úr c-lið virtist svo sem
mest bæri á myglunni í heyi, sem hitnað
hafði að 45°C. Þar sem hitinn fór hærra,
var ornun ríkjandi, en sýnileg mygla
óveruleg.
d-liður: Heyið lá þrjá daga á velli, en á
því skeiði féll svo til engin úrkoma. Heyið
var sætt og hirt í súgþurrkunarhlöðu
nokkrum dögum síðar. Lauk þurrkun þess
þar á liðugri viku. Verkun þess reyndist
mjög áþekk verkun d-liðar á 1. athugun.
3. athugun.
a-liður: Þurrkun heysins gekk fremur
hægt, enda heyið fíngert og vatnsríkt (3.
taíla). Heyið náðist inn í súgþurrkunar-
hlöðu, eftir að það hafði legið tvo sólarhr-
inga á velli. Nokkuð súldaði í heyið á ann-
arri nóttu, en þá hafði það verið rakað
saman í garða. Sló það sig því lítið. Þurrk-
un heysins í súgi lauk á 12 dögum. I heild
tókst verkun heysins prýðilega, taðan
reyndist dökkgræn, þung, sterkilmandi og
óskemmd með öllu.
b-liður: Heyið lá flatt á velli hálfan
mánuð, en á því tímabili féll 7,7 mm úr-
koma. Urkoma mældist í 9 daga á tíma-
bilinu. Skipust á léttar skúrir og ágætar
þurrkflæsur á milli, einkum fyrri hluta
skeiðsins. Heyið veðraðist því einnig af
sólbreyzkju auk daggarinna'r. Heyið stóð
rúma viku í sætum, var síðan vélbundið og
því stakkað til geymslu. Heyið tapaði
grænum lit sínum algerlega, en við gjöf
reyndist það hafa fremur þægilegan ilm.
c-liður: Heyið náðist í garða að kvöldi
annars dags og var hirt á þriðja degi. Síð-
an var það tekið til hitunar á sama hátt og
áður er lýst (2. ath. c).
d-liður: Heyið náðist í sæti að kvöldi
annars dags og var svo hirt á þriðja degi í
súgþurrkunarhlöðu og var þar fullþurrk-
að. Mikið var af visnuðum og dauðum
blöðum í heyinu, enda seint slegið.
4. TAFLA.
Fjöldi gemlinga í fóðrnunarathugunum, meðalþyngd þeirra í byrjun athugunar og lengd
fóðurskeiðanna.
TABLE 4.
Number of ewe lambs in feeding triais, their mean body weight and duration of feeding periods.
Athugun Experiment Ár Year Fjöldi liða (hópa) Number of treatments Fjöldi gemlinga í hópi Number of ewe iambs per treatment Meðalþyngd í byrjun fóðrunarskeiðs Mean liveweight at the beginning of each feeding period Fóðrunarskeið Feeding period
Tími Dagar Dates Days
1. 1973-74 3 10 36,2 kg 5. des. - 8. maí 154
2. 1975-76 4 4 35,9 kg 6. jan. - 3. maí 118
3. 1976-77 4 4 40,7 kg 14. des. - 4. maí 141