Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 16
14 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Reyndist það því gulleitt að mestu, þótt í
því væru græn strá. Ilmur þess var daufur.
c. Fóðrun.
Til fóðrunarathugananna voru notaðir
gemlingar frá skólabúinu á Hvanneyri.
Eftirfarandi tafla sýnir ljölda gemlinga,
meðalþyngd þeirra við upphaf fóðrunar
svo og lengd fóðurskeiða.
Gemlingunum var raðað í hópa eftir
þyngd, þannig, að meðalþungi allra hóp-
anna væri sem líkastur í byrjun fóðrunar.
Jafnhliða var reynt að gæta þess, að hver
gemlingur ætti sér jafnoka að þyngd í öðr-
um hópum. í upphafi fóðrunar var hóp-
unum raðað á heyflokkana, og var hver
hópur alinn á einum og sama heyflokkn-
um út fóðrunarskeiðið.
Eins og óbeint sést í 4. töflu, hófst til-
raunafóðrun ekki, fyrr en gemlingarnir
höfðu vanizt heyáti. Gemlingarnir fengu
aðeins hey auk vatns nema í 3. athugun,
en þá höíðu þeir aðgang að saltsteini
(KNZ-hvítur).
Hóparnir voru hafðir í rúmgóðum
stíum. I 1. athugun gengu þeir á steingólfi
með skurðflór, en tvo síðari veturna á
venjulegum grindum. Fyrsta veturinn (1.
ath.) var loftslagið, sem gemlingarnir
bjuggu við, rakt og miður heppilegt fyrir
sauðfé, en tvo seinni veturna var það mun
betra: þurrt, súglaust, en fremur svalt.
Ekki var hleypt til gemlinganna. I öll-
um athugununum voru þeir rúnir á miðj-
um vetri.
Við fóðrun var heyið jafnan vegið til
einnar viku í senn, og jafnframt voru tekin
sýni til efnagreiningar. Fjármaður deildi
síðan út daglegum skammti og tók frá moð
og afganga, sem hvort tveggja var vegið í
lok vikunnar. Um leið voru tekin sýni úr
fóðurleifum. Jafnan var reynt að gefa svo
mikið af heyi, að fóðurleifar næmu
10—15% afgjöf. Nokkuð erfitt reyndist að
halda þessu marki, og reyndust leifarnar
oft meiri. Gemlingarnir fengu því a. m. k.
eins mikið og þeir gátu etið affúsum vilja.
Fóðrað var einu sinni á dag.
Gemlingarnir voru vegnir með reglu-
legu millibili (á viku- eða hálfsmánaðar-
fresti). Var það gert fyrir gjöf, svo að
gemlingarnir voru ætíð vegnir svangir.
III. NIÐURSTÖÐUR.
a. Verkun og nýting heysins.
Reynt var að meta uppskerumagn á
einstökum liðum athugananna við slátt,
við hirðingu og við gjöf, svo sem fyrr segir.
5. tafla sýnir afdrif þurrefnis og fóðurein-
inga í 1. og 3. athugun, en ekki tókst að
fylgjast svo með þeim í 2. athugun, að
áreiðanlegar tölur fengjust.
Víkjum fyrst að sláttutímanum. I 1. at-
hugun (vallarfoxgras) voru a- og b-liðir
slegnir við skrið. Uppskeran var góð (72
hb/ha) og fóðurgildi heysins mjög mikið
(1,2 kg, þ. e. / f. f. e.). Fóðurfallið varð því
verulegt. Næstu þrjár vikur, það er til
sláttar d-liðar, óx þurrefnismagn um lið-
lega 800 kg/ha, en fóðureiningar reyndust
fœrri en við hinn fyrri sláttutíma. Purfti nú
tæp 1,4 kg þurrefnis í fóðureiningu.
I 3. athugun reyndist uppskera talsvert
minni en í 1. athugun. Fóðurgildi heysins
af a-, b- og c-liðum var 1,5 kg, þ. e./f. f. e.
Tæpar 8 vikur liðu frá fyrri sláttutíma (a,
b, c) til hins síðari (d). A þeim tíma óx
þurrefnismagn um 1400 kg, en fóðurein-
ingum fjölgaði aðeins um 40 á hektara.
Báðar athuganirnar sýna því ljóslega,
að dráttur sláttar fram yfir heíðbundna
byrjun heyskapar hefur leitt til talsverðrar