Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 16

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 16
14 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Reyndist það því gulleitt að mestu, þótt í því væru græn strá. Ilmur þess var daufur. c. Fóðrun. Til fóðrunarathugananna voru notaðir gemlingar frá skólabúinu á Hvanneyri. Eftirfarandi tafla sýnir ljölda gemlinga, meðalþyngd þeirra við upphaf fóðrunar svo og lengd fóðurskeiða. Gemlingunum var raðað í hópa eftir þyngd, þannig, að meðalþungi allra hóp- anna væri sem líkastur í byrjun fóðrunar. Jafnhliða var reynt að gæta þess, að hver gemlingur ætti sér jafnoka að þyngd í öðr- um hópum. í upphafi fóðrunar var hóp- unum raðað á heyflokkana, og var hver hópur alinn á einum og sama heyflokkn- um út fóðrunarskeiðið. Eins og óbeint sést í 4. töflu, hófst til- raunafóðrun ekki, fyrr en gemlingarnir höfðu vanizt heyáti. Gemlingarnir fengu aðeins hey auk vatns nema í 3. athugun, en þá höíðu þeir aðgang að saltsteini (KNZ-hvítur). Hóparnir voru hafðir í rúmgóðum stíum. I 1. athugun gengu þeir á steingólfi með skurðflór, en tvo síðari veturna á venjulegum grindum. Fyrsta veturinn (1. ath.) var loftslagið, sem gemlingarnir bjuggu við, rakt og miður heppilegt fyrir sauðfé, en tvo seinni veturna var það mun betra: þurrt, súglaust, en fremur svalt. Ekki var hleypt til gemlinganna. I öll- um athugununum voru þeir rúnir á miðj- um vetri. Við fóðrun var heyið jafnan vegið til einnar viku í senn, og jafnframt voru tekin sýni til efnagreiningar. Fjármaður deildi síðan út daglegum skammti og tók frá moð og afganga, sem hvort tveggja var vegið í lok vikunnar. Um leið voru tekin sýni úr fóðurleifum. Jafnan var reynt að gefa svo mikið af heyi, að fóðurleifar næmu 10—15% afgjöf. Nokkuð erfitt reyndist að halda þessu marki, og reyndust leifarnar oft meiri. Gemlingarnir fengu því a. m. k. eins mikið og þeir gátu etið affúsum vilja. Fóðrað var einu sinni á dag. Gemlingarnir voru vegnir með reglu- legu millibili (á viku- eða hálfsmánaðar- fresti). Var það gert fyrir gjöf, svo að gemlingarnir voru ætíð vegnir svangir. III. NIÐURSTÖÐUR. a. Verkun og nýting heysins. Reynt var að meta uppskerumagn á einstökum liðum athugananna við slátt, við hirðingu og við gjöf, svo sem fyrr segir. 5. tafla sýnir afdrif þurrefnis og fóðurein- inga í 1. og 3. athugun, en ekki tókst að fylgjast svo með þeim í 2. athugun, að áreiðanlegar tölur fengjust. Víkjum fyrst að sláttutímanum. I 1. at- hugun (vallarfoxgras) voru a- og b-liðir slegnir við skrið. Uppskeran var góð (72 hb/ha) og fóðurgildi heysins mjög mikið (1,2 kg, þ. e. / f. f. e.). Fóðurfallið varð því verulegt. Næstu þrjár vikur, það er til sláttar d-liðar, óx þurrefnismagn um lið- lega 800 kg/ha, en fóðureiningar reyndust fœrri en við hinn fyrri sláttutíma. Purfti nú tæp 1,4 kg þurrefnis í fóðureiningu. I 3. athugun reyndist uppskera talsvert minni en í 1. athugun. Fóðurgildi heysins af a-, b- og c-liðum var 1,5 kg, þ. e./f. f. e. Tæpar 8 vikur liðu frá fyrri sláttutíma (a, b, c) til hins síðari (d). A þeim tíma óx þurrefnismagn um 1400 kg, en fóðurein- ingum fjölgaði aðeins um 40 á hektara. Báðar athuganirnar sýna því ljóslega, að dráttur sláttar fram yfir heíðbundna byrjun heyskapar hefur leitt til talsverðrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.