Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 25

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 25
ÁHRIF SLÁTTUTÍMA OG VERKUNAR 23 Munur á árangri vetrarfóðrunarinnar hefur mjög minnkað yfir sumarið. Vöxtur gemlinganna um sumarið var 116 g/dag á gemling, en 8 g/dag á gemling um vetur- inn að jafnaði í öllum hópum athugan- anna þriggja. d. Heilsufar gemlinganna. Yfirleitt reyndist heilsufar gemlinganna með eðlilegum hætti. I 2. athugun bar þó dálítið á óhreysti í c-hópi, er kom fram í öndverðan apríl. Lýsti hún sér í máttleysi, einkum í afturfótum. Að ráði dýralæknis fékk sá gemlingurinn, sem verst var leik- inn, fjölvítamín. Hresstist hann nokkuð við það, en bar þó hin sjúklegu einkenni sín allt fram á græn grös. Atti hann það jafnvel til að verða afvelta á sléttu grin- dagólfi. Félagi hans úr sama hópi átti og erfitt með gang, er gemlingunum var sleppt um vorið. A öðrum gemlingum í athugunum þremur sáust ekki augljós merki um heilsubrest. Almennt mátti þó greina mun á útliti og frískleika gemling- anna í samræmi við það, sem þegar er sagt um þunga þeirra og holdafar. Er upp kom óhreysti gemlinganna í 2. athugun, voru tekin blóðsýni úr þeim öllum, og annaðist Þorsteinn Þorsteins- son, lífefnafræðingur á Keldum, þá rannsókn. Blóðrannsóknin varp ekki skýru ljósi á orsakir óhreysti gemlinganna í c-lið, en bending kom fram um, að þeir kynnu að hafa þjáðst af koparskorti. Blóðsýni voru einnig tekin úr öllum gemlingum í 3. athugun, en þeir höfðu staðið á tilraunafóðri í 18 vikur. Fyrir niðurstöðum blóðrannsóknanna verður væntanlega gerð grein síðar. IV. NOKKRAR ÁLYKTANIR. I athugunum þeim, sem nú hafa verið kynntar, var reynt að fylgja ferli heysins frá slætti og þar til að gripirnir (gemling- ar) höfðu nýtt það sér til lífsviðurværis. Skal nú farið nokkrum orðum um helztu niðurstöður, í fyrstu hvern áfanga um sig, en síðan verður litið á ferilinn í heild og þess freistað að tengja niðurstöðurnar saman að lokum. Áður en lengra er haldið, skal athygli vakin á ýmsum takmörkum athugananna, sem m. a. má kynnast í 3. töflu. a. Áhrif sláttutíma á magn og gœði töðufalls. Segja má, að öll árin hafi fyrri sláttutími (a-, b- og c-liðir) farið saman við sláttar- byrjun hjá flestum bændum í nágrenni Hvanneyrar. Seinni sláttutíminn (d-liður) var 3-7V2 viku síðar. Á skeiðunum milli sláttutímanna jókst þurrefnismagn á hekt- ara um 13—39% miðað við fyrri sláttut- íma (25-40 kg þurrefni/dag ha.). Fjöldi fóðureininga á hektara breyttist svo til ekkert. Eru þarna á ferð algeng áhrif þroskastigs grasa á uppskeru þeirra og fóðurgildi. Fyrri athuganir, t. d. á vallarfoxgrasi, hafa þó sýnt nokkra fjölgun fóðureininga allt fram til blómgunar þess (Magnús ÓSKARSSON Og BjARNI GuÐMUNDSSON, 1971). Rannsóknir Jóhannesar Sigvalda- sonar (1976) sumarið 1975 leiddu til sömu niðurstöðu um vallarfoxgras og snarrót. Uppskerumælingar gerðar í Laugardæl- um sumarið 1975 (Gunnar Sigurðsson, 1977), sýndu jafna fjölgun fóðureininga á hektara frá 10. júlí til 11. ágúst. Því virðist svo sem hámarksfjölda fóðureininga hafi verið náð fyrr á þroskaskeiði grasanna í athugununum á Hvanneyri en eldri rann- sóknum innlendum. Fæð mælinganna leyfir hér ekki afdráttarlausa fuilyrðingu. Athuganirnar benda aðeins til óverulegr- ar fóðuraukningar á hektara, eftir að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.