Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 25
ÁHRIF SLÁTTUTÍMA OG VERKUNAR 23
Munur á árangri vetrarfóðrunarinnar
hefur mjög minnkað yfir sumarið. Vöxtur
gemlinganna um sumarið var 116 g/dag á
gemling, en 8 g/dag á gemling um vetur-
inn að jafnaði í öllum hópum athugan-
anna þriggja.
d. Heilsufar gemlinganna.
Yfirleitt reyndist heilsufar gemlinganna
með eðlilegum hætti. I 2. athugun bar þó
dálítið á óhreysti í c-hópi, er kom fram í
öndverðan apríl. Lýsti hún sér í máttleysi,
einkum í afturfótum. Að ráði dýralæknis
fékk sá gemlingurinn, sem verst var leik-
inn, fjölvítamín. Hresstist hann nokkuð
við það, en bar þó hin sjúklegu einkenni
sín allt fram á græn grös. Atti hann það
jafnvel til að verða afvelta á sléttu grin-
dagólfi. Félagi hans úr sama hópi átti og
erfitt með gang, er gemlingunum var
sleppt um vorið. A öðrum gemlingum í
athugunum þremur sáust ekki augljós
merki um heilsubrest. Almennt mátti þó
greina mun á útliti og frískleika gemling-
anna í samræmi við það, sem þegar er sagt
um þunga þeirra og holdafar.
Er upp kom óhreysti gemlinganna í 2.
athugun, voru tekin blóðsýni úr þeim
öllum, og annaðist Þorsteinn Þorsteins-
son, lífefnafræðingur á Keldum, þá
rannsókn. Blóðrannsóknin varp ekki
skýru ljósi á orsakir óhreysti gemlinganna
í c-lið, en bending kom fram um, að þeir
kynnu að hafa þjáðst af koparskorti.
Blóðsýni voru einnig tekin úr öllum
gemlingum í 3. athugun, en þeir höfðu
staðið á tilraunafóðri í 18 vikur. Fyrir
niðurstöðum blóðrannsóknanna verður
væntanlega gerð grein síðar.
IV. NOKKRAR ÁLYKTANIR.
I athugunum þeim, sem nú hafa verið
kynntar, var reynt að fylgja ferli heysins
frá slætti og þar til að gripirnir (gemling-
ar) höfðu nýtt það sér til lífsviðurværis.
Skal nú farið nokkrum orðum um helztu
niðurstöður, í fyrstu hvern áfanga um sig,
en síðan verður litið á ferilinn í heild og
þess freistað að tengja niðurstöðurnar
saman að lokum. Áður en lengra er haldið,
skal athygli vakin á ýmsum takmörkum
athugananna, sem m. a. má kynnast í 3.
töflu.
a. Áhrif sláttutíma á magn og gœði töðufalls.
Segja má, að öll árin hafi fyrri sláttutími
(a-, b- og c-liðir) farið saman við sláttar-
byrjun hjá flestum bændum í nágrenni
Hvanneyrar. Seinni sláttutíminn (d-liður)
var 3-7V2 viku síðar. Á skeiðunum milli
sláttutímanna jókst þurrefnismagn á hekt-
ara um 13—39% miðað við fyrri sláttut-
íma (25-40 kg þurrefni/dag ha.). Fjöldi
fóðureininga á hektara breyttist svo til
ekkert. Eru þarna á ferð algeng áhrif
þroskastigs grasa á uppskeru þeirra og
fóðurgildi.
Fyrri athuganir, t. d. á vallarfoxgrasi,
hafa þó sýnt nokkra fjölgun fóðureininga
allt fram til blómgunar þess (Magnús
ÓSKARSSON Og BjARNI GuÐMUNDSSON,
1971). Rannsóknir Jóhannesar Sigvalda-
sonar (1976) sumarið 1975 leiddu til sömu
niðurstöðu um vallarfoxgras og snarrót.
Uppskerumælingar gerðar í Laugardæl-
um sumarið 1975 (Gunnar Sigurðsson,
1977), sýndu jafna fjölgun fóðureininga á
hektara frá 10. júlí til 11. ágúst. Því virðist
svo sem hámarksfjölda fóðureininga hafi
verið náð fyrr á þroskaskeiði grasanna í
athugununum á Hvanneyri en eldri rann-
sóknum innlendum. Fæð mælinganna
leyfir hér ekki afdráttarlausa fuilyrðingu.
Athuganirnar benda aðeins til óverulegr-
ar fóðuraukningar á hektara, eftir að