Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 26
24 fSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
14. TAFLA.
Daglegt át hvers gemlings (fóðureiningar).
TABLE 14.
Mean intake of feed units (F.U./lamb/day).
Athugun — Ar Liður
Experiment — Year Treatment1 2 3) a b c d
1. 1973-74 0,56 0,48 - 0,47
2. 1975-76 0,60 0,53 0,35 0,40
3. 1976-77 0,51 0,39 0,41 0,29
1) See table 5.
komið var að hefðbundinni sláttarbyrjun
(laust eftir að vallarfoxgrasið skreið).
Nokkurrar háarsprettu má vænta við slátt
svo snemma, nema um vallarfoxgras er að
ræða. Endurvöxtur þess er lítill (MagnÚS
Óskarsson og Bjarni Guðmundsson,
1971). Háarspretta var ekki mæld í þess-
um athugunum.
b. Ahrif verkunar á magn og gæði uppskeru.
Samanlagt tap meltanlegs þurrefnis á velli
og í hlöðu mældist frá rúmum 8% upp í
31%; þar af nam tap á velli 2-20%. í
allmörgum tilraunum á Hvanneyri
reyndist tap meltanlegs þurrefnis við for-
þurrkun heys á velli til hirðingar í súg vera
14 ± 13% (Bjarni Guðmundsson, 1977,
og óbirtar niðurstöður). Hrakningur
heysins í athugunum þeim, sem hér eru
kynntar, telst því rétt undir meðallagi
miðað við fyrri mælingar.
Fóðurrýrnun í hlöðu mældist á bilinu
4—16%. í hlöðum bænda hefur okkur
mælzt fóðurtjón 3—8% við góða súgþurrk-
un, en 6-30%, þar sem aðeins er blásið úr
hita. Hlöðuskemmdir heysins í athugun-
um þessum teljast því í meðallagi miðað
við algengan árangur bænda.
Þar sem keppt var að grænverkun
heysins (a- og d-liðir), reyndist tap melt-
anlegs þurrefnis vera 1,3 x purrefnistap.
Bendir svo lágur stuðull til þess, að í þess-
um liðum hafi einkum verið um tap
heymagns að ræða, þ. e. að öndun og önnur
efnafræðileg rýrnun hafi verið mjög um-
fangslítil. Hraðri þurrkun á velli, líkt og
keppt var að með a- og d-liði, fylgir oft
nokkur hætta á molnun og heytapi, eink-
um ef heyinu er snúið harkalega með
vélum. I b- og c-liðum var rýrnun melt-
anlegs þurrefnis 1,5 x purrefnistap. Þar
virðist því hinnar efnafræðilegu rýrnunar
hafa gætt meira en í a- og d-liðum. Kemur
þar til hitamyndun í c-lið og einnig bein og
óbein áhrif úrkomunnar í b-lið athugan-
anna.
c. Heyát — vöxtur gemlinganna.
Gemlingarnir voru einvörðungu fóðraðir
á heyi. Ætla má, að mismunandi framfarir
þeirra megi fyrst rekja til munar á etnu
fóðurmagni. Tölur um það eru sýndar í
14. töflu, en þar kemur fram, hve mikla
fóðurorku gemlingarnir innbyrtu að
meðaltali á dag.
Orkugildi heyflokkanna er reiknað
samkvæmt meltanleika þurrefnis, mæld-
um in vitro. Ekki skal fyrir það tekið, að sú
mæling geti gefið aðra niðurstöðu en
orkugildisákvörðun með dýrum (in vivo),
þar sem hér var um að ræða mjög ólíka