Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 36
34 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
unum (UNDP/FAO), var mælt Bi2-bæti-
efni í blóði nokkurra lamba úr tilraunum á
Hesti og Auðkúluheiði. Var það Olafur
Guðmundsson fóðurfræðingur, sem stóð
fyrir þessum tilraunum ásamt skozkum
sérfræðingi að nafni A.F.J. Russel. I ljós
kom, að Bi2-bætiefni var nægjanlegt á
báðum þessum stöðum og öllu meira á
Hesti. Ólafur reyndi einnig kóboltinn-
gjafir í beitartilraunum, en árangur sást
ekki (3).
Til frekari könnunar á kóbolti í næringu
skepna á Islandi var mælt á Keldum kó-
bolt í 84 gras- eða heysýnum víðs vegar að
af landinu. 41 af sýnunum var úr tilraun
ICE/73/003, 32 voru frá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins, en ekki úr
beitartilraunum, 7 voru frá Rannsókna-
stofu Norðurlands og 4 sýni frá öðrum.
Aðferðir.
Sýni voru þurrkuð og möluð á Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins og á Rann-
sóknastofu Norðurlands. Þurrefni var
mælt í þeim og reyndist 93 - 95%. Við
kóboltmælinguna var notuð aðferð Gel-
mans (2). Þessari aðferð var breytt, svo að
hún hentaði þeim útbúnaði sem er til á
Keldum. Perkin Elmer-eindalitgleypni-
mælir (atomic absorbtion spectrophot-
ometer) með grafítofni HGA 72 var not-
aður við mælinguna.
Aðferðin var á þessa leið:
VCíx 1 g af heydufti var vegið á Mettlers-
■ ývog PN 1210, vigtarnákvæmni um
1%. Notaðar voru deiglur úr Vycor-
gleri eða postulíni.
2. Duftið var brennt hægt á rafhitara,
síðan haft við 460° C í brennsluofni í
17 klukkustundir.
3. Deiglurnar voru teknar úr ofninum og
askan vætt með eimuðu vatni. Þá var
aukið við 2 ml af fullsterkri (68%)
saltpéturssýru og þurrkað á rafhitara.
Síðan var þetta látið aftur í ofninn og
haft þar 5 klukkustundir í viðbót við
460 °C.
4. Eftir síðari hitun í brennsluofninum
var tvisvar þurrkað upp af öskunni 2
ml af 6 N HCl.
5. 8 ml af 0,1 N HCl var látið í öskuna
og hitað í 30 mín. Síðan var það skol-
að niður í 18 ml skilvinduglas. Deigl-
an var skoluð nokkrum sinnum niður
í glasið, þangað til það var orðið fullt.
Þetta var skilið í 10 mín. í skilvindu og
hellt ofan af botnfallinu í 125 ml
skiltrekt. Deiglan var síðan skoluð
aftur með heitri 0,1 N HCl og hellt
ofan af botnfaþinu í skilvinduglasinu.
Aftur var skilið og flotinu hellt í sömu
skiltrektina. Rúmmál lausnarinnar í
skiltrektinni er nú 30 — 35 ml.
6. 1 ml af 2% ATCD (ammonium tet-
ramethylene dithiocarbamate) er
bætt í lausnina í skiltrektinni og
blandað vel. ATDC-lausnin er búin
til fyrir hverja mælingu.
7. 4 ml af MIBK (methylisobutylketon
eða 4-methylpentan-2-one) látið í
skiltrektina og hrist vel í eina mínútu.
Fasarnir voru látnir aðskiljast í 15
mínútur og vatnsfasa hent.
8. Efri fasinn (MIBK) mældur í einda-
litgleypinum. Fyrst voru mældir
staðlar, þá sýni og síðan staðlar aftur.
Staðlar.
Notuð var kóboltklóríð-staðallausn frá
BDH, 1 mg Co í 1 ml (1000 ppm). Þessi
lausn var þynnt fyrir notkun í 0,10, 0,20,
0,30, 0,40, 0,60 og 0,80 ppm.
Fyrir hverja mælingu voru útbúnir
staðlar í MIBK. Þá var 30 ml af 0,1 N HCl