Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Qupperneq 37
KÓBOLT f ÍSLENZKU GRASI 35
hellt í skiltrekt og 1 ml af þynntum staðli
bætt í. 1 ml af staðli hrist í 4 ml MIBK
gefur þá sama tölugildi í samanburði við
heysýnin, svo að aflestur af staðalkúrfu
sýnir þá beint ppm í heyinu. Ut í skil-
trektina með staðlinum var bætt 1 ml af
2% ATDC-lausn og 4 ml af MIBK, eða
jafnmiklu og notað var við heysýnin.
Staðallausnirnar voru svo meðhöndlaðar
eins og sýnin.
Blönk sýni voru gerð með hverri
brennslu með því að láta tóma deiglu fara
gegnum öll skref mælingarinnar eins og
hvert annað sýni. Þannig var fylgzt með
hugsanlegri mengun úr umhverfinu og
mæliefnum. Blönk sýni voru alltaf því sem
næst laus við kóbolt miðað við þá mæli-
nákvæmni, sem viðhöfð var.
Endurheimtutilraun var gerð við hverja
brennslu. 1 ml af 0,20 ppm staðli var þá
sett í 1 g af sýni, þurrkað við 70°C, brennt
og mælt á venjulegan hátt.
Mynd 1 sýnir staðalferli, sem getur tal-
izt einkennandi. I ljós kom, að það breytist
dálítið frá degi til dags, sennilega vegna
örlítið mismunandi stillingar á grafítofn-
inum og vegna þess að grafítrörið smá-
hrörnar við notkun, unz það að lokum
eyðileggst. Þetta hefur ekki teljandi áhrifá
niðurstöðurnar, vegna þess að staðalferli
var mælt í hvert sinn, sem mælt var. Ferlið
bognar, þegar gildin fara yfir eitthvert
mark, nokkuð mismunandi frá degi til
dags.
Tilraunir voru gerðar með að nota 24 —
48 klukkustunda gamla staðla, sem voru
fullbúnir til mælingar í MIBK, og virtust
þeir ekki breytast neitt við þessa geymslu.
Staðlar þynntir í vatni úr stofnlausn frá
BDH voru hins vegar aldrei geymdir
lengur en í 24 klst. Bæði er hætta á, að
örverur vaxi í lausnum eins og þessum og
viðloðun jóna við gler í ílátum breyti styrk
þeirra í lausn. Alltaf voru notuð sýru-
þvegin ílát við mælingarnar.
Meðalendurheimta reyndist vera um
85%, minnst 50% og mest 110%. Tví-
prufun bar alltaf ágætlega saman, svo að
kóbolt hefur vart tapazt óskipulega úr
sýnunum. Endurheimta úr tómri deiglu,
þar sem staðall hafði verið þurrkaður og
deiglan síðan látin ganga gegnum öskun-
ina, leiddi í ljós 84% endurheimtu.
Mælt var kóbolt í staðalsýni frá Na-
tional Bureau of Standards, Washington
D.C., möluð lauf ávaxtatrjáa (orchard
leaves). Kóbaltgildi var gefið upp frá
framleiðanda 0,2 ppm, en vio mælinguna
fannst 0,16 ppm, sem getur talizt eðlilegt,
þar eð framleiðandi gefur aðeins upp einn
aukastaf og það með fyrirvara.