Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 40
38 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
kóbolt í grasinu, var mælt kóbolt í grasi af
kölkunartilraun á Reykhólum nr. 270-70.
Niðurstaðan benti til, að ekki væri nein
hætta á því. pH í jarðvegi hækkar vart
meira en um eitt pH-stig við kölkun, svo
að ekki er að búast við hærra pH en kring-
um eða lítið yfir 6 (4).
Pessi niðurstaða á mælingum á heyi af
skeljasandstúnum er í samræmi við
reynslu frá Astralíu, þar, sem skepnur
veikjast af kóboltskorti við strendurnar.
Þarna er kóboltskorturinn kallaður „coast
disease“ eða strandveiki (5).
Þær mælingar sem hér eru kynntar,
sýna, að.lítil hætta sé á kóboltskorti hér á
landi utan þessara takmörkuðu svæða. Að
vísu mældust nokkuð lág gildi frá
Norðurlandi og Austur-Skaftafellssýslu,
svo að ekki er alvég frá að kóbolt gæti
skort, þar sem áíbks gætir minnst á
Norðurlandi og á söndum í Austur-Skaf-
tafellssýslu. Að öðru leyti eru þessar
mælingar á kóbolti í samræmi við mæling-
ar á Bi2-bætiefni og athuganir á kóbolt-
inngjöfum, sem áður hafa verið gerðar.
Með tilliti til þess, hve vel tvíprufum
bar saman og hve nærri kóboltmagnið í
staðalsýninu frá NBS var því, sem upp var
gefið, virðast mælingarnar vera nærri
sanni. Að öllum líkindum má þó líta á
gildin í töflunum sem lágmarksgildi. Töl-
urnar eru ekki leiðréttar vegna þess raka,
sem er í sýnunum, en hann nam 5-7%.
Auk þess skorti um 15% á meðalendur-
heimtu, þegar kóbolti var bætt í sýni fyrir
mælingu, og má því gera ráð fyrir, að
mæld gildi séu að jafnaði 20% of lág.