Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 44
42 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
höfum við rannsakað tæplega 50 þúsund
mjólkursýni, og kom í ljós, að júgurbólgu-
smit fannst í 48.34% rannsakaðra kúa, og
í þeim reyndist júgurbólga vera í tæplega
tveimur júgurhlutum hverrar kýr. Rann-
sóknirnar beinast að kortlagningu júgur-
bólgusmits í hverri hjörð, greiningu júg-
urbólgugerla og næmisprófi gegn helztu
fúkalyíjum á fundna klasagerla, — en
gulir klasagerlar valda um 75% júgurból-
gu samkv. þessum rannsóknum.
Síðan eru hlutaðeigandi mjólkur-
framleiðanda og dýralækni hans kynntar
niðurstöður rannsóknanna og ráðlögð
fullvirk lyf. Þeim er síðan ætlað í samein-
ingu að heíja baráttuna gegn júgurbólg-
unni.
Rannsóknaraðferð.
Tekin voru fjórum sinnum á ári, með sem
jöfnustu millibili, mjólkursýni úr innveg-
inni mjólk hvers mjólkurframleiðanda á
svæðinu, og var í þeim rannsakað magn
hvítra blóðkorna/ml. mjólkur og leitað
júgurbólgugerla, einkum klasagerla
(staph. aureus) og keðjugerilsins (str. ag-
alaciae).
Astæðan til áðurnefndra rannsókna var
þessi:
1) Hvít blóðkorn (leucocytar) finnast
alltaf í nokkru magni í mjólk, og er
yfirleitt gert ráð fyrir, að það geti farið
upp undir 500.000/ml. mjólkur, án
þess að júgurbólgugerlar finnist í
mjólkinni. Þó er þetta magn, miojafnt,
og virðist láta nærri, að meðalmagn sé
nær 300.000/ml.
í geldmjólk og broddmjólk eru efna-
hlutföll næringarefna að öðru leyti
mjög frábrugðin því, sem er í mjólk.
Auk þess er í þeirri mjólk mjög mikið af
hvítum blóðkornum. Af þessum
ástæðum er óheimilt samkvæmt reglu-
gerð um mjólk og mjólkurvörur að
blanda geldmjólk og broddmjólk í söl-
umjólk. Er því könnun á hvítum blóð-
kornum í innveginni mjólk nauðsynleg
og veitir hugmynd um, hvort júgur-
bólga er í mjólkurkúm framleiðenda.
2) Astæða til þess, að leitað var einkum
þessara áðurnefndu júgurbólgugerla,
er sú, að gulir klasagerlar (staf. aureus)
eru oft mjög algengir í umhverfi kúa,
þrífast vel t. d. á spenahúð og valda oft
júgurbólgu.
Júgurþólga getur verið á ýmsum
stigum, og sé hún væg (dulin), fer hún
fram hjá mjólkurframleiðanda og jafn-
vel dýralækni við skoðun. Slíkt smit
verður ekki greint nema á júgurbólgu-
rannsóknarstofu og getur valdið út-
breiðslu júgurbólgu í fjósi, t. d. með
spenahylkjum, júgurklútum eða
höndum mjaltafólks. Auk þess er vitað,
þar sem penísillín hefur verið notað
hömlulaust um langan tíma við júgur-
bólgu, að gerillinn öðlast smám saman
ónæmi fyrir lyfinu. Ná þá slíkir ónæmir
gerlar undirtökum, og júgurbólga af
þeirra völdum verður ekki kveðin niður
með einhverju fúkalyfi, heldur aðeins
með lyfi, sem reynist hafa fulla verkan,
og til þess er aðstoð rannsóknarstofu
nauðsynleg.
Keðjugerillinn (str. agalactiae) er
oft nefndur hinn eiginlegi júgurbólgu-
gerill, vegna þess að hann þrífst ekki í
umhverfi kúa, og sé honum útrýmt úr
fjósi, kemst hann ekki þar inn, nema
kýr keypt sé.að, smituð af honum. Hér
er rétt að benda á, að erlendis er það
víða skylda, að seldum kúm fylgi nýtt
vottorð um júgurhreysti.