Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 57
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1979 11, 1-2: 55-79
Áhrif dráttarvélaumferðar
á jarðveg og gróður
Óttar Geirsson
Búnaðarfélag íslands
Bœndahöllinni, Reykjavík.
°g
Magnús Óskarsson
Bmdaskólinn, Hvanneyri.
YFIRLIT
Skýrt er frá þremur tilraunum, sem gerðar voru á Hvanneyri á árunum 1964—1975, til að meta þau áhrif,
sem umferð dráttarvéla hefur á uppskeru og jarðveg.
Uppskera mældist minni að vöxtum á þeim tilraunareitum, sem ekið var um, heldur en hinum. Munurinn
var minnstur fyrstu árin, en fór vaxandi eftir því sem á leið og varð mestur 30-40% einstök ár. Meðal-
uppskerurýrnun vegna umferðar var í öllum tilraununum þremur og öll ár tilraunanna 16%.
Uppskerurýrnun varð hlutfallslega meiri á tilraunaliðum, sem ekki var borið á köfnunarefni, en á liðum,
sem borin voru á 120 kg af köfnunarefni miðað við ha.
Fram kom munur á gróðurfari umferðarreita og umferðarlausra reita. Vallarsveifgras hvarf jafnt úr
umferðarreitum og umferðariausum, tunvigull hvarf miklu fremur úr umferðarreitum en umferðarlausum,
en hlutdeild vallarfoxgrass jókst í umferðarreitum frá því, er var við sáningu. Votlendisjurtir eðajurtir, sem
þrífast vel í raka, s.s. starir, fifu, varpasveifgras, skriðlíngresi, haugarfa og elftingar, var nær eingöngu að
finna í umferðarreitum. Þar var mosi einnig meiri.
Samhengi var milli uppskerurýrnunar og rakastigs jarðvegs, þegar ekið var um tilraunina að vori. Því
rakari sem jarðvegurinn var við umferð, því meiri varð uppskerurýrnunin á umferðarreitunum það sumar.
Við rakamælingar á jarðvegi reyndist meira vatn vera í jarðvegssýnum úr umferðarliðum heldur en hinum
umferðarlausu.
Efnagreiningar sýndu, að styrkleiki flestra næringarefna var svipaður í uppskeru af umferðarreitum og
umferðarlausum. Minna var tekið upp afnæringarefnum, talið í kg afha, af umferðarreitum en umferðar-
lausum, þar sem uppskera var minni af umferðarreitum, en styrkur næringarefna svipaður. Styrkur
köfnunarefnis var meiri á umferðarlausum reitum en umferðarreitum, og var því upptaka á köfnunarefni
mun meiri á úmferðarlausu reitunum en hinum.
Ekki varð fundið, að kalk- eða sementsblöndun jarðvegs drægi úr skaðsemi umferðarinnar.
INNGANGUR
Árið 1944 hófst innflutningur hingað til
lands á dráttarvélum, sem hentuðu við
heyskap og áburðardreiíingu. Þetta voru
nefndar heimilisdráttarvélar til aðgrein-
ingar frá dráttarvélum, sem fyrst og fremst
voru notaðar til jarðvinslu, en innflutn-
ingur á þeim hófst árið 1918. Þær voru
flestar í eigu búnaðar- eða ræktunarfélaga.
Fyrstu heimilisdráttarvélarnar voru til-
tölulega léttar, 500-1000 kg (Árni G.
Eylands, 1950). Nú er algengt, að drátt-
arvélar, sem notaðar eru við heyskap og