Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 59
ÁHRIF DRÁTTARVÉLAUMFERÐAR Á JARÐVEG OG GRÓÐUR 57
Auðvelt er að reikna út, hversu stór
hluti túns verður undir hjólum dráttarvél-
ar við ýmiss konar störf. Þekkja þarf
breidd hjólfara og akstursvegalengd. Skilji
hvort afturhjól dráttarvélar eftir sig 40 cm
far eða bæði saman 80 cm og vinnslu-
breidd, t.d. við áburðardreifingu, sé 4 m,
verða um 20% af yfirborði túnsins undir
afturhjólunum við eina umferð. Til við-
bótar koma framhjól dráttarvélar og hjól
tækja og vagna, sem kunna að vera tengd
við dráttarvélina. Gera má ráð fyrir 1
umferð við áburðardreifingu, 1-2 við slátt,
3-6 við snúning á heyi, 1-4 við samantekt
og svo er umferð við hirðingu og heima-
kstur á heyi. Að meðaltali má gera ráð
fyrir 6-8 umferðum um tún á ári og um-
ferðirnar geti orðið allt að 10-12 á ári. Við
svo mikla umferð verður hver blettur í túni
3—4 sinnum undir afturhjóli dráttarvélar,
en við meðalumferð 1-2 sinnum. Norð-
maðurinn Arnor Njös gerir ráð fyrir, að
hver blettur í túni verði 4 sinnum á ári
undir afturhjóli dráttarvélar þar í landi
við þrjá slætti (Njös, 1972). Ole Bodholt
reiknar með því, að hver blettur í dönsk-
um kornakri verði 3-7 sinnum undir hjóli
árlega (Ole Bodholt, 1975). Hér er um
meðaltölu að ræða, svo að í raun verður
sumt af landinu langtum oftar undir hjóli,
en aðrir blettir sleppa e.t.v. alveg.
Auk þeirrar þjöppunar, sem dráttarvél-
ar og verkfæri valda, þjappast jarðvegur í
túnum við beit búfjár, sem á þeim gengur.
Þótt þungi búfjárins sé lítill miðað við
þunga dráttarvélanna, verður þrýstingur
á flatareiningu mikill, vegna þess hve
dýrin hvíla á litlum fleti. Þrýstingur undir
klaufum kúa er um það bil tvöfaldur á við
þrýsting undir hjólum dráttarvéla (Njös,
1972).
Frostþensla jarðvatns að vetri lyftir
jarðvegi og losar þannig um hann. Oft
mun frostlyfting að vetri þó ekki nægja til
að eyða áhrifúm þjöppunar, sem verður af
völdum dráttarvélaumferðar sumarið
áður (Baadshaug, 1971).
LÝSING Á TILRAUNUM OG RANN-
SÓKNARAÐFERÐUM
Tilgangur með tilraunum þeim, sem hér
verður lýst, var að rannsaka áhrif umferð-
ar dráttarvéla á gróður og jarðveg.
Megináherzla var lögð á að komast að því,
hvort umferð véla drægi úr uppskeru, og ef
svo væri, þá hversu mikið, en einnig var
reynt að fylgjast með breytingum í gróð-
urfari og á jarðvegi.
Tilraunirnar, sem voru þrjár að tölu,
voru allar gerðar á túni Bændaskólans á
Hvanneyri á árabilinu 1964—1975. I til-
raunagögnum vOru þær einkenndar með
númerunum 152—64, 184—66 og 219-68.
Tilraunirnar voru gerðar á nýræktum á
framræstri mýri við Vatnshamravatn.
Mýrin er fremur flöt og 1-1V2 m djúp.
Rúmþyngd jarðvegsins er 0,2—0,3 g/cm3
og glæðitap 55-65%.
Sams konar grasfræsblanda var notuð í
allar tilraunirnar. I henni voru 50% vall-
arfoxgras (Engmo), 30% túnvingull
(danskur) og 20% vallarsveifgras
(danskt).
í 1. töflu er yflrlit um áburð, sem not-
aður var á tilraunirnar.
Þegar ekið var um tilraunareitina, var
dráttarvélunum ekið fram og aftur um
hvern reit þannig, að hjólfar nam við
hjólfar. Með þessu móti varð miðbik hvers
reits, þ.e. meginhluti uppskerureits, tvisv-
ar undir hjólum dráttarvélar, en jaðrarnir
einu sinni. Engin tæki voru tengd við