Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 59

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 59
ÁHRIF DRÁTTARVÉLAUMFERÐAR Á JARÐVEG OG GRÓÐUR 57 Auðvelt er að reikna út, hversu stór hluti túns verður undir hjólum dráttarvél- ar við ýmiss konar störf. Þekkja þarf breidd hjólfara og akstursvegalengd. Skilji hvort afturhjól dráttarvélar eftir sig 40 cm far eða bæði saman 80 cm og vinnslu- breidd, t.d. við áburðardreifingu, sé 4 m, verða um 20% af yfirborði túnsins undir afturhjólunum við eina umferð. Til við- bótar koma framhjól dráttarvélar og hjól tækja og vagna, sem kunna að vera tengd við dráttarvélina. Gera má ráð fyrir 1 umferð við áburðardreifingu, 1-2 við slátt, 3-6 við snúning á heyi, 1-4 við samantekt og svo er umferð við hirðingu og heima- kstur á heyi. Að meðaltali má gera ráð fyrir 6-8 umferðum um tún á ári og um- ferðirnar geti orðið allt að 10-12 á ári. Við svo mikla umferð verður hver blettur í túni 3—4 sinnum undir afturhjóli dráttarvélar, en við meðalumferð 1-2 sinnum. Norð- maðurinn Arnor Njös gerir ráð fyrir, að hver blettur í túni verði 4 sinnum á ári undir afturhjóli dráttarvélar þar í landi við þrjá slætti (Njös, 1972). Ole Bodholt reiknar með því, að hver blettur í dönsk- um kornakri verði 3-7 sinnum undir hjóli árlega (Ole Bodholt, 1975). Hér er um meðaltölu að ræða, svo að í raun verður sumt af landinu langtum oftar undir hjóli, en aðrir blettir sleppa e.t.v. alveg. Auk þeirrar þjöppunar, sem dráttarvél- ar og verkfæri valda, þjappast jarðvegur í túnum við beit búfjár, sem á þeim gengur. Þótt þungi búfjárins sé lítill miðað við þunga dráttarvélanna, verður þrýstingur á flatareiningu mikill, vegna þess hve dýrin hvíla á litlum fleti. Þrýstingur undir klaufum kúa er um það bil tvöfaldur á við þrýsting undir hjólum dráttarvéla (Njös, 1972). Frostþensla jarðvatns að vetri lyftir jarðvegi og losar þannig um hann. Oft mun frostlyfting að vetri þó ekki nægja til að eyða áhrifúm þjöppunar, sem verður af völdum dráttarvélaumferðar sumarið áður (Baadshaug, 1971). LÝSING Á TILRAUNUM OG RANN- SÓKNARAÐFERÐUM Tilgangur með tilraunum þeim, sem hér verður lýst, var að rannsaka áhrif umferð- ar dráttarvéla á gróður og jarðveg. Megináherzla var lögð á að komast að því, hvort umferð véla drægi úr uppskeru, og ef svo væri, þá hversu mikið, en einnig var reynt að fylgjast með breytingum í gróð- urfari og á jarðvegi. Tilraunirnar, sem voru þrjár að tölu, voru allar gerðar á túni Bændaskólans á Hvanneyri á árabilinu 1964—1975. I til- raunagögnum vOru þær einkenndar með númerunum 152—64, 184—66 og 219-68. Tilraunirnar voru gerðar á nýræktum á framræstri mýri við Vatnshamravatn. Mýrin er fremur flöt og 1-1V2 m djúp. Rúmþyngd jarðvegsins er 0,2—0,3 g/cm3 og glæðitap 55-65%. Sams konar grasfræsblanda var notuð í allar tilraunirnar. I henni voru 50% vall- arfoxgras (Engmo), 30% túnvingull (danskur) og 20% vallarsveifgras (danskt). í 1. töflu er yflrlit um áburð, sem not- aður var á tilraunirnar. Þegar ekið var um tilraunareitina, var dráttarvélunum ekið fram og aftur um hvern reit þannig, að hjólfar nam við hjólfar. Með þessu móti varð miðbik hvers reits, þ.e. meginhluti uppskerureits, tvisv- ar undir hjólum dráttarvélar, en jaðrarnir einu sinni. Engin tæki voru tengd við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.