Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 67
ÁHRIF DRÁTTARVÉLAUMFERÐAR Á JARÐVEG OG GRÓÐUR 65
9. TAFLA. Sláttutímar í tilraun nr. 219-68 og umsagnir um þroskastig við fyrri slátt. TABLE 9. Dates of cutting in experiment no 219-68 and comments on vegetative maturity at íirst cut.
Fyrri sláttur First cut Seinni sláttur Second cut
Ár Year Dag. Date Þroskastig Stage of maturity Dag. Date
1969 21/7 Grös skriðin Shooting completed 3/9
1970 15/7 Vallarfoxgras að skríða P. pratense shooting —
1971 5/7 Grös skriðin Shooting completed 6/9
1972 14/6 Vallarfoxgras ekki skriðið P. pratense not shooting 6/9
1973 27/6 Vallarfoxgras ekki skriðið P. pratense not shooting 22/8
1974 19/6 Vallarfoxgras ekki skriðið P. pratense not shooting 6/9
1975 3/7 Vallarfoxgras að skríða P. pratense shooting 29/8
inu í örum vexti, og getur verið, að um-
ferðin haíi stöðvað vöxtinn um skeið. Þeg-
ar ekið var um tilraunina í fyrra skiptið á
vorin (b- og g-liði), var grasið 6—10 cm
hátt og við síðari umferðina (c-, d-, h- og
i-liðir) 10-20 cm hátt. Við umferðina
bældist grasið einkum við síðari umferð,
og stundum trosnuðu og visnuðu blað-
oddar grasanna. A liðnum, sem ekið var
um að hausti, höfðu grös að mestu lokið
við að búa sig undir vetur, þegar yfir þau
var ekið, en þau fengu að vera í friði fyrir
umferð að vorinu, þegar þau uxu hraðast.
Frostþensla að vetri losar um j’arðveginn
að einhverju leyti, og kann það að vera
skýring á því, að haustumferð er ekki eins
skaðleg og vorumferð. Einnig kann að
vera, að vatnið í jarðveginum hafi komið í
veg fyrir það, að jarðvegsholur hafi fallið
saman. Við haustumferð var jarðvegurinn
oftast nærri vatnsmettaður.
Með tilraun nr. 219-68 var ætlunin að
kanna, hvort efni, sem hafa að geyma
kalsíumjón, gætu unnið gegn skaðlegum
áhrifum þjöppunar á jarðveg. I þeim til-
gangi var tvenns konar kalki og sementi
blandað saman við jarðveginn, um leið og
landið var unnið.
I 9. töflu er yfirlit um sláttutíma í til-
rauninni og mat á þroskastigi við slátt.
Mið er tekið af vallarfoxgrasi.
Uppskerutölur úr tilraun nr. 219-66
eru settar fram í töílu nr. 10. Að meðaltali
fyrir öll árin og alla liði er uppskera af
þeim reitum, sem umferð var um, um 20%
af uppskeru reitanna, sem friðaðir voru
fyrir umferð. Munur milli troðinna og
ótroðinna liða vex með árunum. Fyrsta
5