Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 78

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 78
76 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 16. TAFLA. Nýting áburðarefna í tilraun 219-68. TABLE 16. Uptake of nutrients in experiment no 219-68. Engin umferð Umferð No traffic Traffic Næringar- Alls borið á Alls í uppskeru Upptekið í % Alls borið á Alls í uppskeru Upptekið í % efni 1968-1975 1969-1975 af ábornu 1968-1975 1969-1975 af ábornu Plant Total Total Total Total Total Total nutrients application in yield uptake application in yield uptake kg/ha kg/ha % kg/ha kg/ha % N 920 952,3 104 920 699,5 76 P 290,1 133,5 46 290,1 102,9 35 K 652,1 822,4 126 652,1 640,1 98 losnað af næringarefnum úr jarðveginum. Nýting áburðar verður lakari við umferð- ina. UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR Veruleg uppskerurýrnun verður við um- ferð á túni í þeim þremur tilraunum, sem hér hefur verið lýst. Fyrstu árin er mun- urinn 10-20%, þar sem öll þrjú aðal- áburðarefnin, köfnunarefni, fosfór og kalí, eru borin á, en allt að 30-40%, eftir að tilraunirnar hafa staðið í 5—6 ár. Til sam- anburðar má geta þess, að í tilraunum í Svíþjóð varð 4—20% munur vegna um- ferðar fyrstu 3 árin, en 10-32% munur á fjögurra ára túni (Inge Hákansson, 1973). Meðaluppskerurýrnun í öllum til- raununum á Hvanneyri öll árin var 16%, þar sem algengur túnskammtur af áburði var borinn á. Sennilega eru orsakir uppskerurýrnun- arinnar margar. Þjöppun jarðvegs vegur trúlega þyngst, en einnig geta skemmdir á stönglum og blöðum grasanna dregið úr uppskeru. í tilraun 184—66 gerir haustumferð minnst tjón, en þá eru grösin ekki á við- kvæmu stigi, og frostþensla að vetrinum eyðir áhrifum þjöppunarinnar að ein- hverju leyti fyrir næstu uppskerumælingu á eftir. Uppskerurýrnunin vex eftir því, sem oftar er ekið um tilraunalandið og því eldri sem tilraunin verður. Þar kann breyting á gróðurfari að eiga einhverja sök. Gróðurfar breyttist öðruvísi á þeim reitum, sem ekið var um, en hinum. Ef litið er á grastegundirnar þrjár, sem voru í fræblöndunni, sem sáð var, þ.e. vallar- foxgras, túnvingul og vallarsveifgras, kemur í ljós, að túnvingull hefur þolað umferðina verst. Það er samhljóða niður- stöðum, sem fengust við rannsóknir á íþróttavöllum í Noregi (Alle HábjöRG, 1977), en þar kom fram, að túnvingull og hálíngresi þoldu traðkið á völlunum verst þeirra tegunda, sem notaðar voru í vell- ina, en vallarfoxgras betur og vallar- sveifgras bezt. Hins vegar reyndist vallar- sveifgrasið þola illa súran jarðveg í völl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.