Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Qupperneq 78
76 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
16. TAFLA.
Nýting áburðarefna í tilraun 219-68.
TABLE 16.
Uptake of nutrients in experiment no 219-68.
Engin umferð Umferð
No traffic Traffic
Næringar- Alls borið á Alls í uppskeru Upptekið í % Alls borið á Alls í uppskeru Upptekið í %
efni 1968-1975 1969-1975 af ábornu 1968-1975 1969-1975 af ábornu
Plant Total Total Total Total Total Total
nutrients application in yield uptake application in yield uptake
kg/ha kg/ha % kg/ha kg/ha %
N 920 952,3 104 920 699,5 76
P 290,1 133,5 46 290,1 102,9 35
K 652,1 822,4 126 652,1 640,1 98
losnað af næringarefnum úr jarðveginum.
Nýting áburðar verður lakari við umferð-
ina.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Veruleg uppskerurýrnun verður við um-
ferð á túni í þeim þremur tilraunum, sem
hér hefur verið lýst. Fyrstu árin er mun-
urinn 10-20%, þar sem öll þrjú aðal-
áburðarefnin, köfnunarefni, fosfór og kalí,
eru borin á, en allt að 30-40%, eftir að
tilraunirnar hafa staðið í 5—6 ár. Til sam-
anburðar má geta þess, að í tilraunum í
Svíþjóð varð 4—20% munur vegna um-
ferðar fyrstu 3 árin, en 10-32% munur á
fjögurra ára túni (Inge Hákansson,
1973). Meðaluppskerurýrnun í öllum til-
raununum á Hvanneyri öll árin var 16%,
þar sem algengur túnskammtur af áburði
var borinn á.
Sennilega eru orsakir uppskerurýrnun-
arinnar margar. Þjöppun jarðvegs vegur
trúlega þyngst, en einnig geta skemmdir á
stönglum og blöðum grasanna dregið úr
uppskeru.
í tilraun 184—66 gerir haustumferð
minnst tjón, en þá eru grösin ekki á við-
kvæmu stigi, og frostþensla að vetrinum
eyðir áhrifum þjöppunarinnar að ein-
hverju leyti fyrir næstu uppskerumælingu
á eftir.
Uppskerurýrnunin vex eftir því, sem
oftar er ekið um tilraunalandið og því eldri
sem tilraunin verður. Þar kann breyting á
gróðurfari að eiga einhverja sök.
Gróðurfar breyttist öðruvísi á þeim
reitum, sem ekið var um, en hinum. Ef
litið er á grastegundirnar þrjár, sem voru í
fræblöndunni, sem sáð var, þ.e. vallar-
foxgras, túnvingul og vallarsveifgras,
kemur í ljós, að túnvingull hefur þolað
umferðina verst. Það er samhljóða niður-
stöðum, sem fengust við rannsóknir á
íþróttavöllum í Noregi (Alle HábjöRG,
1977), en þar kom fram, að túnvingull og
hálíngresi þoldu traðkið á völlunum verst
þeirra tegunda, sem notaðar voru í vell-
ina, en vallarfoxgras betur og vallar-
sveifgras bezt. Hins vegar reyndist vallar-
sveifgrasið þola illa súran jarðveg í völl-