Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 5
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 3-23 Mjaltavinna í básaljósum Mjaltabás eða mjaltir á fjósbás Grétar Einarsson Rannsóknastofnun Landbúnaðarins bútœknideild °g ÓLAFUR JÓHANNESSON Btendaskólanum Hvanneyri YFIRLIT I þessari grein er fjallað um athuganir og vinnumælingar, sem gerðar voru á mjaltavinnu. Bornar eru saman tvær aðferðir við mjaltir, þ. e. hefðbundnar mjaltir á fjósbás með rörmjaltakerfi og mjaltir á mjaltabás. Afvinnumælingum má ráða, að mjaltavinna er meira en helmingur vinnu við kúahirðingu. Til að mynda svarar mjaltavinna til um 80% af ársstarfi í dagvinnu, þar sem 30 kýr eru að jafnaði mjólkandi. Erlendar athuganir á vinnuaðstöðu og vinnuálagi sýna, að álag á líkama mjaltamanns er mun meira, þegar mjólkað er á fjósbásum. Eykst þá súrefnisnotkun um 60%, og tíðni hjartsláttar sem mælikvarða á vinnuálag eykst úr 85 við mjaltir á mjaltabás í 110 slög/mín við mjaltir á fjósbás. Sömuleiðis eykst gönguvegalengd við mjaltir frá 6 metrum í um 17 metra á kú í mál. í bæði innlendum og erlendum rannsóknum kemur ekki fram raunhæfur munur á gerlamagni mjólkur eftir mjaltastað. Hins vegar virðist gerlaflóra fremur háð aðferðum við þvott á mjaltabúnaði, heygæðum, gjafatíma og almennri umhirðu í fjósunum. Niðurstöður vinnumælinga sýna, að vinnumagn er svipað, þegar mjaltavinna er sem svarar 40 kýr, hvort sem mjólkað er á fjósbásum eða á mjaltabásum. Fyrir neðan þau mörk er vinnuþörf meiri, þegar um mjaltabás er að ræða, en minni, þegar mjólkurkýrnar verða fleiri. Aðjafnaði fara um 70% af heildarmjalta- tíma í eiginlega mjaltavinnu, þegar mjólkað er á mjaltabásum, en um 80%, þegar mjólkað er á fjósbásum. f grófum dráttum má segj^, að stofnkostnaður vegna mjaltabáss sé um þrefalt meiri við mjaltabása en við rörmjaltakerfi til mjalta í fjósbásum. Það er því líklegt, þegar staðið er frammi fyrir því að velja eða hafna mjaltabás í hefðbunþin básafjós, að valið fari í stórum dráttum eftir mati á vinnuaðstöðu annars vegar og hins vegar þeim aukakostnaði, sem mjaltabás hefur í för með sér. Hér er því valin sú leið að meta kostnað við bætta vinnuaðstöðu á þann hátt, að honum er jafnað á unnar klukkustundir. Þannig mfirbúna hugsa sér, að unnið sé fyrir lægra tímakaupi við góða vinnuaðstöðu og að kostnaður við framkvæmd vinnunnar verði þá hinn sami í báðum dæmum. Með þetta í huga kemur í ljós, að munur á tímakaupi er 24—28%, þegar vinnumagnið er sem svarar 20 mjólkandi kúm, við 40 mjólkandi kýr 11—14% og 6—8% við 60 kýr. Auk þeirra atriða, sem hér hafa verið nefnd, fylgja mjaltabásum ýmsir ágallar, en frekari samanburður á þessum aðferðum hefur þó fremur áhrif í þá átt að lækka þessar hlutfallstölur.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.