Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 5
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 3-23 Mjaltavinna í básaljósum Mjaltabás eða mjaltir á fjósbás Grétar Einarsson Rannsóknastofnun Landbúnaðarins bútœknideild °g ÓLAFUR JÓHANNESSON Btendaskólanum Hvanneyri YFIRLIT I þessari grein er fjallað um athuganir og vinnumælingar, sem gerðar voru á mjaltavinnu. Bornar eru saman tvær aðferðir við mjaltir, þ. e. hefðbundnar mjaltir á fjósbás með rörmjaltakerfi og mjaltir á mjaltabás. Afvinnumælingum má ráða, að mjaltavinna er meira en helmingur vinnu við kúahirðingu. Til að mynda svarar mjaltavinna til um 80% af ársstarfi í dagvinnu, þar sem 30 kýr eru að jafnaði mjólkandi. Erlendar athuganir á vinnuaðstöðu og vinnuálagi sýna, að álag á líkama mjaltamanns er mun meira, þegar mjólkað er á fjósbásum. Eykst þá súrefnisnotkun um 60%, og tíðni hjartsláttar sem mælikvarða á vinnuálag eykst úr 85 við mjaltir á mjaltabás í 110 slög/mín við mjaltir á fjósbás. Sömuleiðis eykst gönguvegalengd við mjaltir frá 6 metrum í um 17 metra á kú í mál. í bæði innlendum og erlendum rannsóknum kemur ekki fram raunhæfur munur á gerlamagni mjólkur eftir mjaltastað. Hins vegar virðist gerlaflóra fremur háð aðferðum við þvott á mjaltabúnaði, heygæðum, gjafatíma og almennri umhirðu í fjósunum. Niðurstöður vinnumælinga sýna, að vinnumagn er svipað, þegar mjaltavinna er sem svarar 40 kýr, hvort sem mjólkað er á fjósbásum eða á mjaltabásum. Fyrir neðan þau mörk er vinnuþörf meiri, þegar um mjaltabás er að ræða, en minni, þegar mjólkurkýrnar verða fleiri. Aðjafnaði fara um 70% af heildarmjalta- tíma í eiginlega mjaltavinnu, þegar mjólkað er á mjaltabásum, en um 80%, þegar mjólkað er á fjósbásum. f grófum dráttum má segj^, að stofnkostnaður vegna mjaltabáss sé um þrefalt meiri við mjaltabása en við rörmjaltakerfi til mjalta í fjósbásum. Það er því líklegt, þegar staðið er frammi fyrir því að velja eða hafna mjaltabás í hefðbunþin básafjós, að valið fari í stórum dráttum eftir mati á vinnuaðstöðu annars vegar og hins vegar þeim aukakostnaði, sem mjaltabás hefur í för með sér. Hér er því valin sú leið að meta kostnað við bætta vinnuaðstöðu á þann hátt, að honum er jafnað á unnar klukkustundir. Þannig mfirbúna hugsa sér, að unnið sé fyrir lægra tímakaupi við góða vinnuaðstöðu og að kostnaður við framkvæmd vinnunnar verði þá hinn sami í báðum dæmum. Með þetta í huga kemur í ljós, að munur á tímakaupi er 24—28%, þegar vinnumagnið er sem svarar 20 mjólkandi kúm, við 40 mjólkandi kýr 11—14% og 6—8% við 60 kýr. Auk þeirra atriða, sem hér hafa verið nefnd, fylgja mjaltabásum ýmsir ágallar, en frekari samanburður á þessum aðferðum hefur þó fremur áhrif í þá átt að lækka þessar hlutfallstölur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.