Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 18

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 18
16 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Kostnaður Til að fá góða vinnuaðstöðu við mjaltir verður í upphafi að leggja í nokkru meiri stofnkostnað en ella, sem síðan þarf að jafna á notkunartímann. Hér á eftir verður reynt að gera nokkrar áætlanir í þessum efnum, þó að ljóst sé, að mikill munur getur verið á þeim forsendum, sem menn gefa sér við þess háttar útreikninga. Við slíka útreikninga er venjan að greina á milli framleiðsluþáttanna bygg- inga, tækjabúnaðar og vinnuafls. Vand- inn er síðan fólginn í að ákvarða notkun þessara þátta að magni til og hins vegar verðlag þeirra á tiltekinni tímaeiningu. Kostnaður vegna mjaltabása er tví- þættur, þ. e. við mjaltabásinn sjálfan og svo biðsvæði fyrir kýrnar, meðan þær bíða mjöltunar. I þessum samanburði er valið að miða við mjaltabása af ólíkum stærðum og biðsvæði eftir fjölda mjólkandi kúa, eins og fram kemur í 7. töflu. Kostnaður vegna biðsvæðis er fundinn með því að reikna verð á flatareiningu í álíka stórum byggingareiningum og hér um ræðir með einangrun og loftræstingu, en án innréttinga. I mjaltabásnum verður verð á fermetra nokkru hærra vegna 7. TAFLA. Aætluð stærð mjaltabáss og biðsvæðis með hliðsjón af kúafjölda. TABLE 7. Estimated size of milking parlour and waiting area accor- ding to number of milking cows. Stærð Fjöldi Stærð mjaltabáss mjólkurkúa biðsvæðis, m2 Size of þarlour nr. of milking cows ^ize °f waiting area, 2X3 ( 6 básar) (6 bay) 20—29 20 2X4 ( 8 básar) (8 bay) 30—49 25 2X5 (10 básar) (10 bay) 50—70 35 kostnaðar við gryfju og innréttinga án mjaltakerfis. Þá er gert ráð fyrir heimatil- búnum innréttingum úr galvaníseruðum pípum og góðri lýsingu í mjaltabásnum. Stofnkostnaður af galvanhúðuðum tækj- abúnaði er áætlaður samkvæmt upplýs- ingum frá söluaðilum, bæði kaupverð og vegna uppsetningar á tækjum. í þeim áætlunum er gert ráð fyrir þvottavél, en ekki aukabúnaði eins og mjólkurmælum (kútum) eða sogbreytum (duovac) og ekki heldur fóðurskömmturum í mjaltabás. Við bæði kerfin er gert ráð fyrir, að fjós séu eins, að undanskilinni aukabyggingu vegna mjaltabáss, og kostnaður vegna fjóss sé því eins í báðum tilvikum. Sama gildir um heygeymslur og mjólkurhús, og eru þessar byggingar því ekki með í sam- anburðarútreikningum. Við sama kúa- fjölda er gert ráð fyrir sama fjölda af mjaltatækjum og enn fremur, að í mjalta- básunum séu eitt tæki á hverja tvo bása. I 8. töflu er sýndur áætlaður stofnkostn- aður við breytilegan kúafjölda. Má í grófum dráttum segja, að stofnkostnaður sé um þrefalt meiri við mjaltabása en við kerfi á fjósbásum. Við útreikninga á árlegum kostnaði við hvort kerfi um sig og við breytilegan kúa- fjölda er gert ráð fyrir eftirfarandi for- sendum: • vísitölu og launataxta í september 1981, • að vextir af fjármagni í vélum og byggingum séu 6% á ári, • að byggingar séu afskrifaðar á 30 árum og vélar á 10 árum (notuð línuleg afskrift), • að árlegur viðhaldskostnaður sé 3% af stofnkostaði véla og 1,5% af stofn- kostnaði bygginga,

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.