Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 18

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 18
16 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Kostnaður Til að fá góða vinnuaðstöðu við mjaltir verður í upphafi að leggja í nokkru meiri stofnkostnað en ella, sem síðan þarf að jafna á notkunartímann. Hér á eftir verður reynt að gera nokkrar áætlanir í þessum efnum, þó að ljóst sé, að mikill munur getur verið á þeim forsendum, sem menn gefa sér við þess háttar útreikninga. Við slíka útreikninga er venjan að greina á milli framleiðsluþáttanna bygg- inga, tækjabúnaðar og vinnuafls. Vand- inn er síðan fólginn í að ákvarða notkun þessara þátta að magni til og hins vegar verðlag þeirra á tiltekinni tímaeiningu. Kostnaður vegna mjaltabása er tví- þættur, þ. e. við mjaltabásinn sjálfan og svo biðsvæði fyrir kýrnar, meðan þær bíða mjöltunar. I þessum samanburði er valið að miða við mjaltabása af ólíkum stærðum og biðsvæði eftir fjölda mjólkandi kúa, eins og fram kemur í 7. töflu. Kostnaður vegna biðsvæðis er fundinn með því að reikna verð á flatareiningu í álíka stórum byggingareiningum og hér um ræðir með einangrun og loftræstingu, en án innréttinga. I mjaltabásnum verður verð á fermetra nokkru hærra vegna 7. TAFLA. Aætluð stærð mjaltabáss og biðsvæðis með hliðsjón af kúafjölda. TABLE 7. Estimated size of milking parlour and waiting area accor- ding to number of milking cows. Stærð Fjöldi Stærð mjaltabáss mjólkurkúa biðsvæðis, m2 Size of þarlour nr. of milking cows ^ize °f waiting area, 2X3 ( 6 básar) (6 bay) 20—29 20 2X4 ( 8 básar) (8 bay) 30—49 25 2X5 (10 básar) (10 bay) 50—70 35 kostnaðar við gryfju og innréttinga án mjaltakerfis. Þá er gert ráð fyrir heimatil- búnum innréttingum úr galvaníseruðum pípum og góðri lýsingu í mjaltabásnum. Stofnkostnaður af galvanhúðuðum tækj- abúnaði er áætlaður samkvæmt upplýs- ingum frá söluaðilum, bæði kaupverð og vegna uppsetningar á tækjum. í þeim áætlunum er gert ráð fyrir þvottavél, en ekki aukabúnaði eins og mjólkurmælum (kútum) eða sogbreytum (duovac) og ekki heldur fóðurskömmturum í mjaltabás. Við bæði kerfin er gert ráð fyrir, að fjós séu eins, að undanskilinni aukabyggingu vegna mjaltabáss, og kostnaður vegna fjóss sé því eins í báðum tilvikum. Sama gildir um heygeymslur og mjólkurhús, og eru þessar byggingar því ekki með í sam- anburðarútreikningum. Við sama kúa- fjölda er gert ráð fyrir sama fjölda af mjaltatækjum og enn fremur, að í mjalta- básunum séu eitt tæki á hverja tvo bása. I 8. töflu er sýndur áætlaður stofnkostn- aður við breytilegan kúafjölda. Má í grófum dráttum segja, að stofnkostnaður sé um þrefalt meiri við mjaltabása en við kerfi á fjósbásum. Við útreikninga á árlegum kostnaði við hvort kerfi um sig og við breytilegan kúa- fjölda er gert ráð fyrir eftirfarandi for- sendum: • vísitölu og launataxta í september 1981, • að vextir af fjármagni í vélum og byggingum séu 6% á ári, • að byggingar séu afskrifaðar á 30 árum og vélar á 10 árum (notuð línuleg afskrift), • að árlegur viðhaldskostnaður sé 3% af stofnkostaði véla og 1,5% af stofn- kostnaði bygginga,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.