Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 33

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 33
SELEN f BLÓÐI SAUÐFJÁR 3 1 nákvæmlega um selen í fóðri hútanna, en ólíklegt er, að það hafl verið selenauðugra en fóðrið, sem ærnar fengu, vegna þess að flestar mælingar á heyi frá Hvanneyri sýna, að í því er minna en 100 ng/g selens (3. tafla). í 21 sýni, sem var tekið á Hvanneyri sumarið 1979, var selen að meðaltali 52 ±23 ng/g. Hrútarnir fengu fóðurbæti. Ærnar, sem fengu kjarnfóður um fengitímann, voru ekki með meiri virkni á GPx í blóði, það sem eftir var vetrar, en hinar, sem ekki fengu kjarnfóð- ur. Eftir sumarbeit á fjalli er GPx að með- altali 140 IU/g Hb í blóði ánna, sem er nægjanlegt. Þetta bendir til þess, að út- hagagróður á Islandi sé selenríkur. Nokkrar mælingar á sýnum frá Húsafelli, Geldingadraga og frá hálendi Austfjarða hafa staðfest þetta (6 sýni með 83—770 ng/g, meðaltal 207 ng/g). Þetta er sam- bærilegt við finnskar niðurstöður (KuRKELAog Káántee, 1979). Samkvæmt mælingum Bucks et al. (1980) virðist selen einkum safnast í inn- kirtla og leg áa og fóstur síðustu vikur meðgöngutíma. Gæti þetta verið skýring á mikilli rýrnun á seleni í blóði áa síðari hluta vetrar, þó að selen minnki lítið í blóði hrúta. Aukið selen í fóðri í mars—apríl í þessum tilraunum kemur ekki fram í blóði, en ekki var það mælt í öðrum vefjum né í fóstrum. Selen í blóði ánna er minnst rétt fyrir burð, um 60 ng/ml. Þetta er aðeins innan þeirra marka, sem talin eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir hvítvöðvaveiki, 50—100 ng/ml, enda bar ekki á stíuskjögri á Hvanneyri þetta vor. En nauðsynlegt er að athuga fleiri en selenið eitt í þessu sambandi. E-vítamín og fitusamsetning fóðursins skipta einnig miklu máli við myndun peroxíða í vefjum (Hoekstra, 1975). E-vítamín kemur í veg fyrir oxun fituefna, en GPx eyðir peroxíðum, sem myndast við niðurbrot lífefna, sérstaklega fituefna. E-vítamínmælingar í blóði ánna í þessari tilraun bentu til þess, að munur sé á votheys- og þurrheysfóðrun, þ. e. meira E-vítamín mældist í blóði ánna, sem fengu vothey, en þetta þarf að rannsaka nánar. Selen í þessum ám er í minnsta lagi. Ef samspil þáttanna þriggja, þ. e. selens, E-vítamíns og fitusamsetningar fóðursins er rétt, er ekki hætta á hvítvöðvaveiki. En vegna þess, hve selenbúskapur stendur tæpt í ám fyrir burð, þarf ekki nema örlitla röskun á þessu samspili, til þess að lambinu dugi það ekki, sem það fær frá móðurinni, og fái hvítvöðvaveiki. Þetta má koma í veg fyrir með því að gefa selen- auðugan fóðurbæti, eins og gert var í þessari tilraun. ÞAKKARORÐ Höfundar vilja þakka Gunnari Erni Guðmundssyni dýralækni fyrir ómetanlega aðstoð við blóðtökurn- ar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.