Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 38

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 38
36 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR almennt ganga lengur með en mjólkurk- úakyn. Meðalfrávik meðgöngutíma er fjórir til sex dagar. Blendingstilraunir sýna, að líta rná bæði á meðgöngutímann sem eiginleika kýrinnar (móðurinnar) og fóstursins (af- kvæmisins). Flestar tilraunir benda til, að fóstrið hafi meiri áhrif en móðirin á lengd meðgöngutíma. Þetta kemur m. a. fram í því, að arfgengi, metið sem eiginleiki fóst- ursins, reynist oft meira en arfgengi með- göngutímans sem eiginleiki móðurinnar. Talið er, að meðgöngutími fyrsta kálfs kvígna sé skemmri en fullorðinna kúa. Kýr ganga til jafnaðar heldur lengur með nautkálf en kvígukálf. Þá hefur komið í ljós, að meðgöngutími tvíkelfinga er styttri en eins fósturs. Ahrif burðartíma á lengd meðgöngu- tíma virðast mjög breytileg. Líklegt er, að slík áhrif séu tengd þáttum í meðferð og fóðrun gripanna. Helstu áhrif fóðrunar á lengd meðgöngutíma virðast þau, að mikil fóðrun síðast á meðgöngutíma lengi hann. RANNSÓKNAREFNI OG ÚRVINNSLUAÐFERÐIR Gögnin, sem notuð eru í rannsókninni, eru fengin úr skýrslum nautgriparæktarfé- laganna frá árunum 1976—1979. I skýrslum nautgriparæktarfélaganna er ekki bundin skráning á fangdegi kúnna. Þess vegna var byrjað á að fara yfir skýrsl- urnar og velja úr þau bú, þar sem fang- dagur var almennt skráður. Síðan voru 1. TAFLA. Yfirlit yfir gögnin, sem notuð voru í rannsókninni. TABLE 1. Summary of the data used in the study. gögnin könnuð og felldar út allar færslur, sem féllu ekki á bilið 273—295 daga með- göngu. Þannig fékkst sú vitneskja, sem yfirlit er um í 1. töflu. Síðar kom í ljós, að meðalmeðgöngu- tími var annar en ætlað var í upphafl, og var því bætt við meðgöngutíma upp að 300 dögum. Fjöldi Landssvæði búa Fjöldi meðgöngutíma Number Number of geslation periods County of herds 1977 1978 1979 Alls Reykjaneskjördæmi ........................ 1 13 15 17 45 Vesturlandskjördæmi ..................... 11 185 182 188 555 Norðurlandskjörd. vestra ................. 8 121 127 120 368 Norðurlandskjörd. eystra ................ 30 657 694 735 2086 Austurlandskjördæmi ...................... 1 18 21 15 54 Suðurlandskjördæmi ...................... 14 305 320 301 926 Fjöldi alls: Total number: ............................. 65 1299 1359 1376 4034

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.