Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 44

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Page 44
42 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR (1977a og b) cru reistar á gögnum fjár- ræktarfélaganna, en gögn til hinna rann- sóknanna eru fengin á tilraunabúunum. Þessar rannsóknir gefa tilefni til að ætla, að arfgengi fyrir bein áhrif og móðuráhrif á haustþunga lamba hér á landi sé svipað, um 0.20. Engar rannsóknir hafa verið gerðar áð- ur hér á landi á hugsanlegum erfðateng- slum beinna áhrifa og móðuráhrifa á þunga lamba. Erlendis er einnig fátt um rannsóknir á þessum erfðatengslum í sauðfé. Einu rannsóknirnar mér kunnar gerðu Chang og Rae (1972) á Romney-fé á Nýja-Sjálandi, Eikje (1975) á norsku sauðfé og af Hanrahan (1976) á Galway- fé á Irlandi. Allar þessar rannsóknir benda til neikvæðra erfðatengsla, en þær styðjast við fremur takmarkaða vitneskju nema rannsókn Eikje (1975). Bradford (1972) skrifaði yfirlitsgrein um móðuráhrif í sauðfé. I öðrum dýrategundum (holdanautum, músum), þar sem vöxtur afkvæmis er verulega háður mjólkurframleiðslu móður, hafa tengsl beinna áhrifa og móð- uráhrifa verið rannsökuð mun nánar en í sauðfé. í slíkum rannsóknum hafa mjög oft fundist neikvæð erfðatengsl þessara þátta bæði í holdanautum (Koch 1972) og músum (Eisen 1974). Rannsóknaraðferðir Yfirlit um tölfræðilegar aðferðir til að meta blöndu beinna áhrifa og móðurá- hrifa er að finna eftir fleiri höfunda (t. d. Willham, 1963 og 1972, Foulley og Lefort, 1978, Thompson 1976). Svipfar hvers einstaklings (P) má tákna á eftirfarandi hátt: P = Ad + Am+C + E, þar sem Ad eru bein erfðaáhrif, Am erfðaá- hrifvegna móðureiginleika, C umhverfis- þáttur móðuráhrifanna og E umhverfis- áhrif á einstaklinginn. Svipfarsbreytileiki, einstaklinganna verður því: (Tp2 = °d2 + <*m + <Tdm + <TC2 + <Te2 þar sem ffdm er samvik beinna áhrifa og móðuráhrifa. Aðferð sú, sem notuð var í þessari rannsókn, er hin sama og Eikje (1975) notaði. í hópi lamba undan sama hrút má lýsa sameiginlegum þungaáhrifum sem Vr Ad; köllum þetta Pl. Ef við höfum meðaltal vænleika lamba undan dætrum sama hrúts, verða sameiginlegu áhrifin Ad+2/2 Am; köllum þetta Pd. Samvik þessara stærða verður því: Cqv (PlPd) = *LD=V8 ffd2 = 2/4 O'dm Gera má ráð fyrir, að <rd2 sé þekkt stærð úr fyrri rannsóknum. Þá fæst: °dm = 4 (o-LD - 78 <rd2) Erfðafylgni milli beinna áhrifa og móð- uráhrifa má síðan reikna sem: rdm .-----------— V <^d2 ^m2 Hér á eftir er gert ráð fyrir, að arfgengi móðuráhrifa sé reiknað á grundvelli <rm2. I hérlendum rannsóknum er þetta arf- gengi metið með <rÐ2, en væntanlegt gildi þeirrar stærðar verður: <TD2 + Vl6 <Td2 +74 <7m2 +74 <7dm Þessi einföldun breytir sáralitlu um niður- stöður í þessu tilviki.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.