Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 4
Hvorki er hægt að skikka dómara í leyfi, né leysa þá frá embætti nema með dómi. Jólaskógurinn undirbúinn DÓMSMÁL Staða landsréttardómar- ans Jóns Finnbjörnssonar verður tekin til skoðunar á næsta fundi dómstólasýslunnar. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Tómasar Magnússonar, hæstaréttardómara og formanns stjórnar dómstóla- sýslunnar. Í svarinu segir að mál Jóns verði tekið fyrir hjá stjórninni að því leyti sem úrlausn þess snúi að hlutverki dómstólasýslunnar. „Óþarft er að taka fram að málið varðar ekki aðeins starfsemi Landsréttar heldur einnig viðkvæm persónuleg mál- efni þess dómara sem í hlut á,“ segir einnig í svari Sigurðar Tómasar. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttinda- dómstóls Evrópu í Landsréttarmál- inu tekur til, sem ekki hefur fengið nýja skipun við réttinn. Ásmundur Helgason var skipaður að nýju 17. apríl síðastliðinn, Arnfríður Einars- dóttir 1. júlí og Ragnheiður Braga- dóttir 15. september. Hvorki er hægt að skikka dóm- ara í leyfi, né leysa þá frá embætti nema með dómi, vegna ákvæðis stjórnarskrár um sjálfstæði dóms- valdsins. Dómararnir fjórir hættu að taka þátt í meðferð dómsmála við réttinn þegar fyrri dómur MDE var kveðinn upp í mars í fyrra og í nóvember höfðu allir dómararnir fjórir óskað eftir launuðu leyfi við réttinn. Þar sem hinir þrír hafa allir fengið nýja skipun við réttinn er Jón sá eini sem enn er í leyfi vegna Landsréttarmálsins. Jón lenti í 30. sæti af 33 umsækj- endum í mati dómnefndar í aðdraganda fyrstu skipunar fimm- tán dómara við réttinn. Hann fékk 4.325 stig í matinu en fékk samt stöðu við réttinn og var tekinn fram yfir fjóra umsækjendur sem höfðu á bilinu 5,5 til 6,2 stig í matinu. Með vísan til þess hve neðarlega hann lenti í mati dómnefndar gæti reynst torsótt fyrir hann að fá nýja skipun með því að sækja aftur um eins og hinir dómararnir þrír hafa gert með árangursríkum hætti. – aá Fundað verður um stöðu Jóns við Landsrétt Sigurður Tómas Magnússon, for- maður stjórnar dómstólasýsl- unnar. ME NNING Ofurparið Grýla og Leppalúði hefur heimsótt Þjóð- minjasafnið á aðventunni undan- farin ár. Þar sem sóttvarnir og krakkaskarar eiga litla samleið verður heimsókn hjónanna í ár því sýnd í beinni útsendingu á streymi. Fréttablaðið hafði uppi á hjónun- um og tók á þeim stöðuna í drunga- legum heimkynnum þeirra. „Það er náttúrulega bagalegt að geta ekki hitt barnaskarann í eigin persónu í Þjóðminjasafninu og framkvæmt á þeim hefðbundnar hegðunarrannsóknir,“ segir Grýla og kroppar í risavaxna vörtu á kám- ugu nefinu. „En við erum vön að laga okkur að breyttum aðstæðum og fögnum því að fá nú að komast óáreitt í þessu svokallaða streymi inn á hvert heimili.“ Sem áður verður megintilgangur heimsóknarinnar að kanna hvort börn landsins séu ekki örugglega að haga sér vel. „Við þurfum víst að athuga hvort okkur sé ekki óhætt að senda strák- ana okkar til byggða,“ frussar Grýla framan í blaðamann. Bóndi hennar og verri helmingur, Leppalúði, tekur andfúll undir. „Við erum búin að geyma þá í marga mánuði einangraða í sóttkví sem ég hlóð lengst uppi á fjöllum. Við höfum passað rækilega upp á tveggja kílómetra regluna.“ Grýla segir það hafa verið ómögu- legt að halda jólasveinunum frá byggðum en eins og sérhvert jóla- barn veit þá er það frumburður hjónanna Stekkjastaur sem mætir fyrstur 12. desember. „Strákarnir heimta að fá að fara til byggða en ég ætla að leggja þá í sprittbað í nokkra daga áður en þeir leggja af stað!“ æpir Grýla ákveðin, en Leppalúði hefur líka lagt sitt af mörkum og dregur upp stærðarinn- ar smjörhníf. „Ég er að tálga grímur fyrir þá!“ Hjónin mælast svo til að allir sprauti að minnsta kosti einum lítra af spritti yfir skóinn og glugg- ann bæði áður og eftir að gefið er í skóinn, þá sérstaklega 21. desember þegar röðin er komin að Gluggagægi. Áður en gassagangur hjúanna gerir út af við lýðinn mun tónlistar- konan Ragnheiður Gröndal sjá um að hita upp. Grýla er þó alls ekki viss hvort hún sé á lista með þægu börnunum. „Það er eitt af því sem ég þarf að athuga. En hún verður víst með manninn sinn með sér í spila- mennskunni og mér líst prýðilega á hann... kannski hún vilji skipta við mig á honum og Leppalúða...“ Her- legheitin hefjast klukkan 14 á morg- un og hægt er að finna streymið á Youtube- og Facebook-síðum Þjóð- minjasafnsins. Grýla minnir öll börn á að vera stillt á sunnudaginn, það er að segja, stillt inn á útsendinguna góðu. arnartomas@frettabladid.is Tæknivædd tröllahjón í gassagangi á vefnum Grýla og Leppalúði verða í beinu streymi frá Þjóðminjasafninu klukkan 14 á morgun. Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hitar upp. Grýla hefur áhyggjur af jólasveinunum. Leppalúði segir þá hafa gætt að tveggja kílómetra reglunni. Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal kemur fyrst fram en svo taka tröllin við og munu örugglega leika á als oddi – eða ekki. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Strákarnir heimta að fá að fara til byggða en ég ætla að leggja þá í sprittbað í nokkra daga áður en þeir leggja af stað! Grýla Jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður opnaður í fyrsta sinn fyrir þessi jól í dag klukkan 11 á Hólmsheiði skammt ofan við Rauðavatn. Hefð er á mörgum heimilum fyrir að ganga til skógar, velja tré og fella eigin hendi og þykir það ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Þó að um jólaskóg sé að ræða verður allra sóttvarna gætt og sagirnar sótthreinsaðar á milli gesta. Skógurinn verður opinn þessa helgi og tvær þær næstu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær uppgreiðslugjald sem Íbúðalánasjóður hafði krafist og innheimt vegna uppgreiðslu láns ólögmætt og dæmdi sjóðinn til að greiða stefnendum tæpar 3,8 millj- ónir króna og dráttarvexti. Innheimta uppgreiðslugjalds- ins, sem byggðist á reglugerð um gjaldskrá sjóðsins, var ekki talin hafa næga stoð í lögum og af þeirri ástæðu ekki nægur grundvöllur fyrir innheimtunni. Um var að tefla 16 milljóna króna lán sem tekið var 2008 og greitt upp í desember í fyrra. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær- kvöldi kom fram að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir fjölda lántaka sjóðsins og taldi lögmaður stefnenda að sjóðnum bæri að end- urgreiða hátt á annan tug milljarða til þúsunda lántaka. Búast má við að dóminum verði áfrýjað. – jþ Ólögmætt gjald við uppgreiðslu 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.