Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 8
Þetta mál byrjaði ekki í janúar 2019. Það spannar áratugi. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar DÓMSMÁL Sérstakt þinghald var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um vitnaleiðslur í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn dóttur sinni Aldísi Schram, RÚV og útvarpsmanninum Sigmari Guð- mundssyni. Ágreiningur er um öll f jögur vitnin sem Aldís vill leiða fram. Gunnar Ingi Jóhannsson, lög- maður Aldísar, sagði mikilvægt að leiða vitnin fjögur fram. Þau myndu sýna fram á að ummælin sem hún lét falla í Morgunútvarpi Rásar 2 í janúar árið 2019 væru ekki gripin úr lausu lofti. Ummælin fjór- tán sem Jón Baldvin vill fá ómerkt lúta meðal annars að ásökunum um barnagirnd, sifjaspell og ólög- lega nauðungarvistun. „Þetta mál byrjaði ekki í janúar 2019. Það spannar áratugi,“ sagði Gunnar. Væri það vilji Aldísar að varpa ljósi á málið í heild sinni. Vitni Aldísar eru Margrét Schram og Sigríður H. Richards, sem áður hafa stigið hafa fram í fjölmiðlum og lýst meintum brotum Jóns Bald- vins. Hildigunnur Hauksdóttir, dóttir Margrétar, sem hafði nafn- laust lýst því í MeToo-hópi að Jón Baldvin hefði áreitt hana tíu ára. Loks séra Arndís Ósk Hauksdóttir sem vann á geðdeild í Reykjavík. Fallið var frá fimmta vitninu. „Alveg ljóst er að þessi vitni geta ekki borið neitt fram um ómerk- ingu þessara ummæla,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður Jóns Baldvins, fyrir dómi í gær. Meint háttsemi Jóns Baldvins og MeToo-sögur hefðu ekkert með sakarefni meiðyrðamálsins að gera. Þá gagnrýndi Vilhjálmur sér- staklega að séra Arndís yrði leidd fram. Hún væri ekki einu sinni vitni að brotum á geðdeildinni sjálf, heldur hefði heyrt um þau frá starfsfólki deildarinnar eða í slúðursögum. Von er á úrskurði um vitnin fyrir jól en aðalmeðferð málsins sjálfs verður á næsta ári. – khg Deilt í héraðsdómi um vitni Aldísar í meiðyrðamáli föður hennar UNDIRBÚÐU JÓLIN Á HAFNARTORGI Við tökum vel á móti þér og minnum á öll bílastæðin í bílakjallaranum. REYKJAVÍK „Þetta er ekkert leyndar- mál. Það var farið í þessa tæmingu án samráðs við skipulagsyfirvöld í Reykjavík,“ segir Björn Axels- son, skipulagsfulltrúi í Reykjavík. Hyggst hann skila stýrihóp um Ell- iðaárdal minnisblaði um þá ákvörð- un Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að tæma Árbæjarlón varanlega. Stíf lan var byggð fyrir rúmri öld, Elliðaárvirkjun hefur ekki verið í notkun síðustu sex ár. Lónið var tæmt í lok október síðastliðins. „Samkvæmt gildandi deiliskipu- lagi frá árinu 1994 og þessu nýja skipulagi sem bíður samþykktar borgarstjórnar, þá er gert ráð fyrir vatnsyfirborði þarna fyrir ofan lónið. Það hefur afgerandi áhrif á ásýnd á umhverfið og umgjörð dalsins. Vatnsyfirborð er yfirleitt fest í deiliskipulag og varanleg tæming lónsins er því ekki í sam- ræmi við þá áætlun,“ segir Björn. „Það er búið að koma þessum upp- lýsingum á framfæri og það er verið að skoða hvað verður gert í fram- haldi af því.“ Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitunnar, segir sjónarmið skipu- lagsfulltrúans koma fyrirtækinu mjög á óvart. Orkuveitan telji sig enda ekki hafa brotið gegn deili- skipulagi. „Ákvörðunin um að tæma Árbæj- arlón varanlega var unnin í samráði við fulltrúa umhverfis- og skipu- lagssviðs og komu engar athuga- semdir þar fram,“ segir Bjarni. Líkt og hann hafi sagt telji Orkuveitan sér óheimilt að reka lón sem ekki hafi lengur tilgang. „Heimildir okkar til að stýra vatnshæðinni eru háðar því að verið sé að vinna rafmagn. Vinnslu á rafmagni var hætt árið 2014 en til stóð að ræsa stöðina að nýju þar til á síðasta ári. Við munum verða í samstarfi við Umhverfis- og skipu- lagssvið um framhald málsins,“ segir Bjarni. Borgarráð skipaði stýrihóp um Elliðaárdal í nóvember. Björn Gíslason, borgar fulltrúi Sjálf- stæðisf lokksins sem á sæti í stýri- hópnum, segir vinnubrögð OR vekja furðu, ekki hafi verið beðið umsagna skipulagsyfirvalda, Nátt- úrufræðistofnunar, Minjastofn- unar eða íbúa. „Orkuveitan verður að fylla lónið á ný. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Björn. „Ég vil finna lausn á þessu. Þarna geti verið lón og laxastigi. Eins og staðan er núna þá er búið að vinna skemmdarverk.“ Þorkell Heiðarson, formaður íbúaráðs Árbæjar og formaður stýrihópsins, segir þetta mikið til- finningamál fyrir Árbæinga. „Það má líkja þessu við, ef þú býrð í miðbænum, að það væri einn daginn búið að þurrka upp Reykjavíkurtjörn. Þér yrði ekki skemmt,“ segir Þorkell. „Fyrir þá sem hafa alist þarna upp og búa þarna, þá er lónið snar þáttur af daglegu umhverfi. Þegar svona er gert og með svona bráðum hætti, þá er fólki brugðið. Mér varð það sjálfum.“ Varðandi framhaldið bíði stýri- hópurinn minnisblaðs skipulags- fulltrúa. arib@frettabladid.is Eins og að Tjörnin yrði tæmd Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík segir þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að tæma Árbæjarlón varanlega ekki samræmast deiliskipulagi. Formaður stýrihóps borgarinnar líkir þessu við tæmingu Tjarnarinnar. Árbæjarlón hefur verið tæmt árlega á vorin en Orkuveitan tæmdi lónið á dögunum til frambúðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eins og staðan er núna þá er búið að vinna skemmdarverk. Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins Það var farið í þessa tæmingu án sam- ráðs við skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík Ákvörðunin um að tæma Árbæjarlón varanlega var unnin í samráði við fulltrúa um- hverfis- og skipulags- sviðs. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur MANNVIRKI Vinna stendur enn við að rífa upp gólfið í keppnissalnum í Laugardalshöll en leki kom upp í salnum um miðjan nóvember. Hann kom upp þegar lögn brast en unnið var að nýrri snyrtiaðstöðu í tengi- byggingu. „Staðan miðað við daginn í dag er að enn er verið að rífa upp gólfið í salnum enda er sú vinna umfangs- mikil og seinleg. Áætlað magn af timbri, grindarefni og parketi, er um 50-60 tonn og því mikið magn um að ræða,“ segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshall- ar í samtali við Fréttablaðið. „Núna þremur vikum frá tjóni er enn nokkur raki að skila sér í park- etsalnum.“ – hó Enn vart raka í Hallarparketinu BANDARÍKIN Gítarar hins nýlátna Eddie Van Halen seldust á tugmillj- ónir á stóru uppboði Juliens í Beverly Hills sem lauk á miðvikudag. Van Halen sem lék með samnefndri hljómsveit er almennt talinn einn allra færasti rokkgítarleikari sög- unnar en hann lést úr krabbameini í byrjun október, 65 ára að aldri. Sá munur sem seldist fyrir hæstu fjárhæðina var sérhannaður Kra- mer-gítar með hinu þekkta mynstri Van Halen, rauður með hvítum og svörtum línum. Seldist hann á tæp- lega 30 milljónir króna. Hvítur Fen- der Stratocaster gítar með svörtum línum sem Van Halen notaði í upp- hafi ferilsins seldist á tæpar 18 millj- ónir. – khg Gítarar seldust á tugmilljónir Eddie með Kramer-gítar árið 1984. 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.