Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 12
MENNING Jólakettir úr notuðum barnafötum prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skóla- vörðustíg. Auður Gná Ingvarsdóttir hjá Rammagerðinni segir að til standi að gera jólakettina að árleg- um safngrip, ekki ósvipað og hina frægu jólaóróa frá Georg Jensen. „Það er verið að taka inn mikið af hönnun og breyta áherslum mjög mikið. Úr minjagripum og yfir í fallega nytja- og gjafavöru,“ segir Auður Gná. „Með þessum áherslu- breytingum kom þessi hugmynd að jólaketti sem yrði endurtekinn á hverju ári með nýjum og nýjum hönnuðum.“ Til að gera jólakettina í ár fékk Rammagerðin vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig. Birta og Hrefna reka saman hönn- unarstofuna Fléttu á Nýbýlavegi. Endurvinnsla er rauður þráður í hönnun þeirra. „Við höfum verið að endurvinna saman síðan við vorum í Listaháskólanum árið 2014,“ segir Hrefna. Meðal fyrri verka þeirra eru loftljós úr gömlum verðlauna- gripum og gólfmottur úr notuðum gallabuxum. Notuðu barnafötin koma frá fata- söfnun Rauða kross Íslands. „Þau safna fyrir okkur fötum sem eru með götum eða blettum sem nást ekki úr. Föt sem nýtast ekki aftur,“ segir Birta. „Hugmyndin að því að nota barnaföt má rekja til sögunnar um jólaköttinn. Jólakötturinn étur börn sem fá ekki ný föt á jólunum.“ Má því segja að hönnunin sé ádeila á hvernig samfélagið hefur breyst frá því sagan var fyrst sögð. „Það er allt annar tíðarandi núna en þá,“ segir Birta. „Við vorum mjög þrjóskar að nota barnaföt.“ „Þetta festist í okkur og við gátum ekki hætt við,“ bætir Hrefna við. „Þetta var erfitt verkefni, en skemmtilegt,“ segir Hrefna. „Við byrjum á að sníða efni úr fötunum. Síðan notum við herðatré sem hafa líka ratað til Rauða krossins. Við smíðuðum svo sérstaka vél sem hjálpar okkur að vefja kettina.“ Þær voru báðar önnum kafnar í stúdíóinu í Kópavogi í gær og verða að fram að jólum. „Það fer mikil vinna í hvern og einn kött,“ segir Birta. „Ég veit ekki hvað við náum að klára marga, en þeir verða í tak- mörkuðu upplagi.“ arib@frettabladid.is Búa til jólaketti úr notuðum barnafötum Hrefna og Birta með tvo jólaketti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI UMHVE RFISM ÁL „Það er f jöldi fólks sem er viðkvæmt í lungum og jafnvel veigrar sér við að vera mikið utandyra þegar svifryk er sem mest. Þar eru nagladekkin stærsti þátturinn,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem hefur sent fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, um aðgerðir til að draga úr nagladekkja notkun landsmanna. Ólafur spyr Sigurð Inga fjögurra spurninga sem hann vonast eftir að fá svör við sem fyrst svo að hægt sé að halda áfram með málið. „Ég tel að umræðan um nagla- dekk þurfi að halda áfram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að við getum notað aðrar leiðir til þess að auka umferðar- öryggi – að minnsta kosti í þéttbýli. Við verðum líka að horfast í augu við það að þetta sé nægilega stórt umhverfis- og lýðheilsumál til að við skoðum það alvarlega að skipta um kúrs.“ Greining nýrrar rannsóknar frá Vegagerðinni, Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæð- inu, bendir til að nagladekkjanotk- un spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að verulega þurfi að draga úr nagla- dekkjanotkun. Aðrir áhrifaþættir eru tegund vegyfirborðs, umferðar- magn, umferðarhraði og vegþjón- usta eins og söltun og skolun. Svokallað NORTRIP-líkan, sem notað var í rannsókninni, gefur til kynna að hlutur þungaumferðar í svifryksmyndun sé lítill og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekari skoðun nauðsynleg. Ólafur segir að aðstæður séu oft öðruvísi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Dagurinn í gær sýni það. Snjólaust sé í borginni á meðan aðrir landshlutar séu á kafi í snjó. „Það er alveg þekkt að nagla- dekk gera gagn umfram aðra kosti þegar verið er að keyra á glerhálku þar sem er ekki hægt að hafa aðrar hálkuvarnir. Það er fullur skiln- ingur á því og mjög mikilvægur punktur.“ Hann segist vona að svörin skili sér sem fyrst svo hægt sé að halda áfram með málið. „Ég vona að þetta sé komið í þann farveg að það sé hægt að fara í tillögugerð og fá fólk til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir þingmaðurinn. benediktboas@frettabladid.is Efast um nagladekkin Þingmaður hefur sent fyrirspurn til samgönguráðherra um aðgerðir til að draga úr notkun á nagladekkjum. Hann telur að breyta þurfi um stefnu. Spurningar Ólafs 1. Til hvaða aðgerða telur ráð- herra rétt að grípa til þess að draga úr nagladekkjanotkun og sporna við meiri svifryks- mengun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heilsu fólks? 2. Hefur ráðuneytið hvatt sveitarfélögin til að grípa til aðgerða í þessu tilliti? 3. Með hvaða hætti telur ráð- herra að mæta mætti sjónar- miðum landsbyggðar að þessu leyti? 4. Hefur komið til tals í ráðu- neytinu að vinna með heilbrigðisyfirvöldum að aðgerðum í þessum málum? Við verðum líka að horfast í augu við það að þetta sé nægilega stórt umhverfis- og lýð- heilsumál til að við skoðum það alvarlega að skipta um kúrs. Ólafur Þór Gunnarsson fjölbýlishúsalóð í úlfarsárdal Nánari upplýsingar á reykjavik.is/lodir Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni Rökkvatjörn 6-8 í Úlfarsárdal. Á lóðinni er heimilt að byggja 2-3 hæða fjölbýlishús með allt að 10 íbúðum. Hámarksbyggingarmagn ofanjarðar er 1.025 fermetrar. Undirrituðum tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 14:00 þann 16. desember 2020. Byggingarréttur til sölu 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.