Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 14

Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 14
Kínverjar vörðu 163 milljörðum króna á árunum 2012 - 2017 í margs konar veðurbreytingatilraunir. Auglýsing Tillaga að nýju deiliskipulagi við Laugargerðisskóla, Eyja og Miklaholtshreppi Hreppsnefnd Eyja og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum 3. desember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Laugargerðis- skóla skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögu að deiliskipulaginu eru skilgreindar 11 nýjar einbýlis- og parhúsalóðir fyrir 13 íbúðir, ásamt 7 hesthúsalóðum. Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, 342 Stykkishólmi frá 5. desember til 16. janúar 2021 og á heimasíðu Eyja-og Miklaholts- hrepps, www.eyjaogmikla.is Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipu- lagsfulltrúa í síðasta lagi 16. janúar 2021 á heimilisfangið Hjallatangi 34, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: bygg@eyjaogmikla.is Stykkishólmi 4.12.2020 Ragnar Már Ragnarsson Skipulagsfulltrúi Eyja-og Miklaholtshrepps Eyja og Miklaholtshrepps Auglýsing Tillaga að deiliskipulagi Miðhrauni 2, Eyja-og Miklaholtshreppi Hreppsnefnd Eyja-og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum 3. desember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Miðhrauns 2, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til byggingar á náttúrulegri baðlaug og lóni auk þjón- ustubyggingu. Tillaga þessi er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er í auglýsingu. Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, 342 Stykkishólmi frá 5. desember til 16. janúar 2021 og á heimasíðu Eyja-og Miklaholtshrepps www.eyjaogmikla.is Athugasemdir eða ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 16.janúar 2021 á heimilisfangið Hjallatanga 34, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: bygg@eyjaogmikla.is Stykkishólmi 4.12.2020 Ragnar Már Ragnarsson Skipulagsfulltrúi Eyja-og Miklaholtshrepps Eyja og Miklaholtshrepps SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Afgreiðslutímar á www.kronan.is Nánar á kronan.is/ jolahladbord KÍNA Kínverjar tilkynntu í vikunni um að aukinn kraftur verði lagður í tilraunaverkefni stjórnvalda um að ná að stjórna, eða hafa áhrif á, veð- urfar á tilteknu svæði. Svæðið sem verður undir í tilrauninni verður um 5,5 milljónir ferkílómetra að stærð sem er um helmingi stærra landsvæði en Indland. Á hinu víð- feðma svæði verður reynt að grípa inn í váleg veður, hvort sem um er að ræða óveður eða of mikinn hita. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN. Í tilkynningu frá Ríkisráði Kína kemur fram að Kínverjar stefni á að hafa byggt upp þróað veðurbreyt- ingakerfi fyrir árið 2025. Hinar metnaðarfullu fyrirætlanir byggjast á framþróun í vísindastarfi í tengsl- um við veðurbreytingar. Kína hefur lengi stefnt að því að ná tökum á veðurfari til að verja landbúnaðar f ramleiðslu f y r ir áföllum og ekki síður tryggja að vel viðri á stórviðburði. Þannig var mikið púður lagt í að tryggja sól og blíðu þegar Sumarólympíuleikarnir í Peking fóru fram árið 2008 en þá var skotið með fallbyssum á skýja- bólstra. Aðferðin, svokallaðri skýja- sáningu, er beitt þegar kínverski Kommúnistaf lokkurinn heldur stóra viðburði í höfuðborginni en þá er verksmiðjum einnig iðulegt gert að loka tímabundið til að draga úr mengun. Kenningarnar að baki skýja- sáningar hafa verið þekktar lengi en vafi hefur verið á því hvort að þær virki. Aðferðin byggist á því að silfurjoði er skotið upp í andrúms- loftið. Silfurjoðið orsakar efnahvörf þegar það kemst í tæri við vatnsgufu og afleiðingin verður úrkoma. Fyrr á árinu birti Bandaríski vís- indasjóðurinn niðurstöður rann- sóknar þar sem niðurstaðan var að skýjasáning gæti aukið tíðni snjó- komu á stóru svæði ef aðstæður væru hagstæðar. Um var að ræða eina fyrstu rannsókn þess efnis að skýjasáning virkaði í raun og veru. Þrátt fyrir óvissuna um virkni aðferðarinnar stöðvaði það ekki kínversk stjórnvöld í að verja um 163 milljörðum króna á árunum 2012-2017 í margs konar veður- breytingatilraunir og rannsóknir. Samkvæmt þarlendum fjölmiðl- um hafa stjórnvöld haft árangur sem erfiði en samkvæmt ríkismiðli Kína, Xinhua, tókst að minnka skaða vegna haglélja um 70 prósent í Xinjiang, helsta landbúnaðar- svæðinu. Ýmis ríki heims hafa áhyggjur af að þessar tilraunir geti haft ófyrir- séðar afleiðingar á veðurfar annarra landa. bjornth@frettabladid.is Setja aukinn kraft í að beisla veðurguðina Kínversk stjórnvöld hyggjast setja aukinn kraft í tilraunir til að hafa áhrif á veðurbreytingar. Kínverska ríkið hefur varið miklu fé í rannsóknir og tilraun- ir. Áhyggjur eru uppi um áhrif þessa á veðurkerfi annars staðar í heiminum. Liðsmenn kínverska hersins tilbúnir að hefja skýjasáningu á Ólympíuleikunum í Peking 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.