Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 28

Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 28
í sprengjuútkalli þá þurfum við að reyna að átta okkur á hvers konar sprengja þetta er og af hverju hún gæti verið þarna,“ segir Jónas. Sagnfræðigrúsk mikilvægt Sigurður segir að það þurfi ekki að koma á óvart að enn sé mikið af sprengjum úr styrjöldinni að finnast hérlendis. „Við vorum best varða þjóð heims á þessum tíma. Þegar mest var voru hérna um 50 þúsund hermenn og landsmenn allir voru 150 þúsund. Það stóð yfir styrjöld og þessir hermenn þurftu að æfa sig og drituðu sprengjum og skotum á skotsvæðum um allt landið. Við höfum aðallega verið að finna á landi sprengivörpukúlur og fallbyssukúlur en sem betur fer aldrei neinar jarðsprengjur. Þær eru algjör viðbjóður og mín kenning er sú að jarðvegurinn hafi hentað illa hérna. Þær komast ekki svo glatt ofan í hraunið,“ segir Sigurður. Þörf hafi verið á að kortleggja skotsvæðin betur og aftur lagðist Sigurður í sagnfræðigrúsk. „Ég fékk ábendingu um að þessar skot­ æfingar hafi oft verið auglýstar í dagblöðum á þessum árum. Ég fór því á Þjóðskjalasafnið að grúska og þá rakst ég á fjölmargar auglýs­ ingar þar sem herinn tilkynnti að ákveðin svæði, merkt með hnitum, væru lokuð vegna skotæfinga. Það hjálpaði talsvert til í okkar starfi,“ sagði Sigurður. Eins og gefur að skilja hefur mikið fundist af sprengjum á Reyk ja ne si nu . Sér st a k leg a á Vogaheiðinni og þar hefur oft hurð skollið nærri hælum. „Fyrir mörgum árum fengum við fregnir af því að einhverjir strákar hefðu fundið sprengjuvörpukúlu og hent henni á milli sín í leik þannig að við þurftum að grípa inn í. Í annað skiptið fundu krakkar í skólaferð aðra slíka sprengju. Kennaranum fannst það þjóðráð að fara bara með sprengjuna í bæinn og skila henni á lögreglustöðina. Tilhugs­ unin um fulla skólarútu með virka sprengju í fangi kennarans er ansi ískyggileg,“ segir Sigurður og ekki er annað hægt en að hlæja að hinni súrrealísku tilhugsun. Undir lok síðustu aldar var sett fjármagn í að hreinsa Voga­ heiðina eftir bestu getu og að auki var ákveðið að fara í fræðsluher­ ferð. „Við fórum í skólana þarna og héldum fyrirlestra fyrir krakkana um hvað bæri að varast. Einnig var sett fjármagn í að setja upp upplýs­ ingaskilti. Það hefur vonandi skilað sér en blessunarlega hafa ekki enn orðið nein slys,“ segir Sigurður. Ágætt er að Íslendingar séu með­ vitaðir um hættur sem geti leynst um allt land og láti torkennilega hluti í friði. „Við höfum fengið til­ kynningar um sprengjur á ótrúleg­ ustu stöðum. Ég man eftir sprengju­ vörpukúlu sem fannst í 6­700 metra hæð á fjalli við Siglufjörð og einnig á heiðum á Austurlandi. Það er ráð­ gáta hvernig þessir hlutir enduðu þarna,“ bætir hann við. Ásgeir segir að mikilvægt sé að hafa í huga að gamlar sprengjur frá stríðinu verði stöðugt varasamari. „Það var ákveðin vissa varðandi þessar sprengjur hér áður fyrr en hún er ekki lengur til staðar. Sprengjurnar brotna smátt og smátt niður eftir því sem tíminn líður og verða óstöðugri,“ segir hann. Illa gengið um dínamít Eitt hættulegast a ef nið sem sprengjudeildin glímir við er dína­ mít í tengslum við verktakastarf­ semi eða landbúnað. Meðhöndlun Íslendinga á dínamíti var ekki upp á marga fiska áður fyrr, að sögn Sig­ urðar. „Það var enginn virðing borin fyrir dínamíti og oft hefur mátt litlu muna að illa færi,“ segir hann. Þremenningarnir rifja upp fjöl­ margar sögur. Í eitt skipti voru 25 kíló af kristalíseruðu dínamíti fjar­ lægð úr eldhússkáp íbúðarhúss. Eng­ inn bjó lengur í húsinu en tilhugs­ unin um heimilisfólk áður fyrr að elda með afar viðkvæmt sprengiefni fyrir ofan sig stendur eftir. Önnur eftirminnileg tilkynning snerist um stráka að leik í Grafarvogi með afar hættulega dínamítstauka. Mikið af dínamíti var í umferð hér áður fyrr og þá tengdist það meðal annars því að bændur máttu kaupa sprengiefnið hér áður fyrr í nánast ótakmörkuðu magni til þess að sprengja upp steina í túnum. Útköllin voru orðin svo mörg í kringum  ákveðið bæjarfélag  að ákveðið var að auglýsa í blöðum að skila mætti sprengiefninu inn til eyðingar án nokkurra eftirmála. Það hafði áhrif til góðs. Sigurður segir að erfiðasta verk­ efnið sem hann hafi farið í hafi verið í steypustöð á Ísafirði. Inni í verk­ stæðishúsi hafi verið kaffiskúr og ofan á þaki hans hafi verið um 100 kíló af dínamíti, fljótandi í nítrógl­ íseríni og afar óstabílt. „Ég held að ég hafi sjaldan svitnað jafnmikið í einu verkefni. Við erum með leiðir til þess að stabílísera slíkt sprengiefni en sú lausn virkar aðeins tímabundið. Við þurftum því að fá stóran vörubíl að láni, moka sandi á pallinn og búa til stóran gíg ofan í hauginn. Síðan fórum við í varnarbúnað, gasgrímur og allar græjur, og sprautuðum efna­ blöndu, sem búin var til á staðnum, yfir sprengiefnið. Þá var óhætt að f lytja dínamítið yfir á vörubílinn en svo þurfti að bruna með það í gegnum bæinn undir tímapressu. Þetta var svo sprengt í loft upp úti á Arnarnesi.“ Útköllum vegna dínamíts hefur þó verið að fækka og þar skiptir fræðsla miklu máli. Ásamt Vinnueftirlitinu hefur Sprengjudeildin haldið nám­ skeið fyrir þá starfsmenn verktaka­ fyrirtækja sem sjá um jarðvegs­ sprengingar. Þar er mikil áhersla lögð á hvernig ganga eigi um sprengiefnið og ekki síst að bókhaldið sé í lagi. „Dínamít verður varasamara eftir því sem tíminn líður og því er mikil­ vægt að kíkja á dagsetningarnar og nota elsta efnið, alveg eins og þú myndir gera við mat í ísskápnum,“ segir Sigurður. Áður fyrr var náið samstarf milli bandaríska hersins og Sprengju­ deildarinnar. Talin voru meiri not fyrir sprengjusérfræðinga hersins annars staðar en á Íslandi og því voru starfsmenn Sprengjudeildar­ innar í raun sprengjusérfræðingar hersins. Það fyrirkomulag var lík­ lega einstakt í heiminum. Eins og gefur að skilja fór allt á hvolf hjá varnarliðinu í kjölfar hryðjuverka­ árásanna þann 11. september 2001 og þá fóru í hönd eftirminnilegir tímar. „Ég fór við annan mann upp á varnarliðssvæðið og síðan vorum við bara þar í nokkrar vikur. Það var mikill viðbúnaður og menn voru bara gráir fyrir járnum þarna upp frá,“ segir Sigurður. Röntgenlýstar skólatöskur Ekki var tekin nein áhætta og þegar litið er í baksýnisspegilinn þá urðu til nokkrar spaugilegar sögur í kringum ástandið. „Það urðu læti út af öllum torkennilegum hlutum. Ég man að við vorum sendir til þess að röntgenmynda skólatöskur sem fundust á víðavangi. Það var bara gert og það reyndust nú bara vera í þeim blýantar og stílabækur,“ segir Sigurður og hlær. Í annað skiptið var útkall á jóla­ skemmtun nokkrum mánuðum eftir ódæðin. „Þá var verið að skiptast á pökkum uppi á varnarsvæði en síðan varð einn pakki út undan sem enginn kannaðist við. Þá vorum við kallaðir til,“ segir Sigurður. Farið var að öllu með gát og því var voldug vatnsbyssa, sem notuð er í slíkum aðstæðum, dregin inn í húsið. „Eftir á að hyggja þá var þetta kannski aðeins of  gróft vopn. Við skutum því á pakkann sem splundraðist í tætlur en sprakk auðvitað ekki. Öllu verra var að við fundum ekki byss­ una strax aftur, ekki fyrr en að við áttuðum okkur á því að bakslagið var svo mikið að hún hafði dúndrast inn í gifsvegg og var horfin sjónum,“ segir Sigurður brosandi. FLESTIR SEM LÁTA LÍFIÐ Í SLYSUM TENGDUM SLÍKUM SPRENGJUM ERU FÓLK UNDIR ÁTJÁN ÁRA ALDRI. SPRENGJ- URN AR ERU OFT LITRÍKAR OG VEKJA ATHYGLI BARNA OG UNGMENNA. Ásgeir Jónsson UM 100 ÞÚSUND TUNDUR- DUFL VORU  SETT Í SJÓINN Í KRINGUM ÍSLAND. Gríðarleg fjárfesting er í hverjum starfsmanni Sprengjudeildarinnar sem eiga allt að fimm ára þjálfun að baki, hér heima og erlendis. MYND/AÐSEND Allir starfsmenn Sprengjudeildar eru með kafara- réttindi. MYND/ AÐSEND Mannúð í fyrirrúmi Starfsemi Sprengjudeildarinnar er ekki aðeins innan landamæranna. Þremenningarnir hafa allir tekið þátt í að þjálfa her­ og lögreglu­ menn í sprengjueyðingu víða í Mið­ Austurlöndum í tengslum við þátt­ töku Íslands í starfsemi NATO. „Við höfum þjálfað Íraka og Jórdani og einnig sinnt verkefnum í Líbanon,“ segir Ásgeir. Um eftirminnilegar ferðir er að ræða en mannúðar­ sjónarmið ræður alltaf för. „Klasasprengjur og jarðsprengjur eru mikil ógn þar ytra. Flestir sem láta lífið í slysum tengdum slíkum sprengjum eru fólk undir átján ára aldri. Sprengjurnar eru oft litríkar og vekja athygli barna og ungmenna. Það er því afar þarft að dreifa þeirri þekkingu hvernig eigi að umgangast slík tól og hátta eyðingu þeirra með öruggum hætti,“ segir Ásgeir. Þá hefur Landhelgisgæslan einn­ ig sinnt björgunar­ og eftirlitsstarfi í Miðjarðarhafinu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu. Sigurð­ ur vann í landi í höfuðstöðvunum í Róm á meðan að Jónas og Ásgeir hafa verið á hafi úti. Þar voru dagarnir langir og stundum óvæntir. Á afmælisdegi Ásgeirs árið 2015 var varðskipið á heimstími undan ströndum Líbíu. „Þá rákumst við á bát og enduðum í þriggja daga verk­ efni við að bjarga 350 flóttamönn­ um. Það var með erfiðari björgunum sem ég hef lent í en að sama skapi afmælisdagur sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Ásgeir. bjornth@frettabladid.is 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.