Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 39

Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 39
þurfa þau aðstoð við að leita að fjár- mögnun, gera áætlun, finna mark- hóp og svo framvegis.“ Í upphafi var Regína eini starfs- maður sjóðsins ytra en í dag hefur hún ráðið fimm starfsmenn sér við hlið. „Fjórir þeirra eru frá Síerra Leóne og svo ein stelpa frá Hollandi.“ Regína hóf samstarf með íslensk- um hönnuðum fyrir þremur árum sem þróuðu vörur með það að leiðar- ljósi að hægt væri að framleiða þær í Sierra Leone og þannig gæti hand- verksfólk þar aflað tekna. „Ég byrjaði á að kortleggja hvers lags handverk væri verið að vinna í Síerra Leóne og fékk aðstoð frá Sig- ríði Sigurjónsdóttur hönnuði við það mat. Markmiðið var nefnilega að vera ekki að flytja inn efni heldur nýta það sem er á staðnum. Við fengum íslensku hönnuðina AsWe- Grow, KronKron og Hugdettu til að koma með okkur út og skoða hvað þeir gætu unnið með þar,“ útskýrir Regína. „Þetta var mikið bómullarrækt- unarland en sú framleiðsla stöðvað- ist í stríðinu. Við höfum aftur á móti hvatt þá ræktendur sem enn eru með starfsemi þó lítil sé, til að rækta meira. Við lofum þeim þá að kaupa allt sem þeir rækta.“ Mikill leir er í jörð Síerra Leóne og því var ákveðið að styðja við ker- amikverkstæði og hefja keramik- skóla. „Okkur langaði svolítið að byggja brú milli þess sem við höfum verið að gera á Íslandi og þess sem við erum að gera í Síerra Leóne, tengja saman handverksfólkið þar og hönnuðina hér. Framleiðslan er auðvitað enn á miklu frumstigi en markmiðið er að skapa útflutnings- tekjur fyrir þau og aðstoða þau við að framleiða fallegar vörur, eitthvað annað en bara týpíska minjagripi og þess háttar.“ Verkefnið gengur undir nafninu Sweet Salone og hafa vörurnar feng- ist í verslunum Barr Living, Hönn- unarsafni Íslands og hjá As We Grow. Átti svo að að halda glæsilegan jóla- markað í Mengi nú um helgina en vegna samkomutakmarkana var fallið frá því, aðstandendur eru þó hvergi af baki dottnir og verða vörurnar til sölu í vefversluninni aurorawebshop.com og hægt er að skoða þær í Mengi, enda engar tvær vörur eins. „Salan í heimalandinu er svo alltaf að aukast og hugmyndin er að fara með vörurnar á sýningar í Evrópu þegar framleiðslugetan er orðin næg,“ segir Regína og bætir við að þau séu alltaf að byggja getuna upp. Skortur á vatni og rafmagni Aðspurð um helstu áskoranirnar sem fylgi því að búa og starfa í van- þróuðu Afríkuríki segir Regína það helst vera þessar daglegu áskoranir eins og að fá rafmagn, internet og vatn. „Við erum með rennandi vatn í íbúðinni okkar en alls ekkert alltaf. Rafmagn er af rosalega skornum skammti svo ég er búin að láta setja Vörur hannaðar af teymi Hugdettu og framleiddar í Síerra Leóne. upp sólarrafhlöður á skrifstofunni svo ég sé ekki spúandi dísilrafstöð á hverjum degi. Þegar börnin koma heim úr skólanum er það fyrsta sem heyrist: „Mamma, er internet? Má ég sturta niður?“,“ segir Regína og hlær. Hún segir áskoranirnar einnig oft birtast í samstarfi við fólk þó sam- skiptin séu almennt jákvæð. „Skólaganga heimamanna er svo lítil og flestir sem eru nú á milli tví- tugs og þrítugs fóru ekki í barnaskóla því öll starfsemi lá niðri á stríðsárun- um. Þannig myndast því mikið bil. Þrjátíu prósent handverksfólksins sem við vinnum með eru ólæs, því getur verið erfitt að afhenda fólki teikningar með skrifuðum leið- beiningum og stærðarhlutföllum og svo framvegis. Þetta hefur því verið mikill lærdómur, að vinna með fólki og skilja hvert annað.“ Enn eina áskorunina segir Regína vera að vinna sér inn traust heima- manna. „Aðkomumaðurinn er alltaf að koma og að lofa að gera eitthvað sem svo kannski stenst ekki. Fólk sem starfar fyrir ýmis hjálparsam- tök er til að mynda oftast aðeins í um tvö ár í landinu og er fólk því orðið þreytt á að kynnast sífellt nýjum og læra að treysta. Einn kannski byrjar á stóru verkefni og vinnur að því í tvö ár og svo hefur sá sem tekur við engan áhuga á einmitt því. Ég upp- lifði það mikið í byrjun að fólk átti erfitt með að treysta mér, en nú veit fólk að ef við segjum að við ætlum að gera eitthvað á næsta ári, verður staðið við það.“ Aðeins 21 litur til í landinu Í upphafi vann Regína heiman frá sér í Síerra Leóne en þegar starfsmönn- um fór að fjölga leigðu þau skrif- stofuhúsnæði undir starfsemina. „Við ákváðum þá að allt væri hannað inn í rýmið en tvær í stjórn- inni eru hönnuðir og tóku það að sér. Húsgögnin voru svo öll framleidd af heimamönnum.“ Regína segir óvanalegt að lagt sé í slíkan kostnað og fyrirhöfn og því hafi skrifstofan vakið athygli allra sem hana hafi heimsótt. „Fólk spyr sig því: „Ha? Er ég ennþá í Síerra Leóne?“ Og svarið er: Allt hér inni er einmitt frá Síerra Leóne,“ segir Regína og brosir og segir smiðina hafa fengið önnur verkefni út á þetta. „Svo er annað, í Síerra Leóne eru aðeins 21 litur og ekki er hægt að fá þá blandaða. Þessi 21 litur er því alls- ráðandi í landinu og á öllum húsum. Þegar við létum mála skrifstofuna blönduðum við litina sjálf og málar- arnir höfðu aldrei upplifað annað eins. Þeim fannst þetta geggjað! Við gáfum þeim því litapallettu svo þeir gætu séð hvernig þeir geta blandað liti. Það er hægt að hafa svo mikil áhrif með einhverju sem okkur finnst svo sjálfsagt,“ segir Regína. Opið alla virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16 fram að jólum. Öll tilboð gilda út desember 2020 eða meðan birgðir endast. Jól 2020 Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Espressó-kaffivél, EQ.6 TE 651319RW Glæsileg vél sem útbýr tvo kaffibolla í einu með einum hnappi. Hraðvirk upphitun. Hljóðlát kaffikvörn úr keramík. Snertiskjár með myndum. Þrýstingur: 15 bör. Hreinsar mjólkurkerfi með gufu eftir hverja notkun. Fullt verð: 219.900 kr. Jólaverð: 177.900 kr. Vöfflujárn, mínútu- og samlokugrill. SWG 700 700 W. Kjörið til að grilla samlokur, pinnamat og útbúa bragðgóðar belgískar vöfflur. Fullt verð: 16.900 kr. Jólaverð: 13.500 kr. Stadler Form Rakatæki Eva little Vatnstankur tekur fjóra lítra. Afköst mest 320 g/klst. Herbergisstærð: Allt að 50 m2. Fullt verð: 21.900 kr. Jólaverð: 16.900 kr. Uppþvottavélar, iQ 300 SN 43HS60CE (stál) SN 43HW60CE (hvít) 14 manna. Sex kerfi, þar á meðal hraðkerfi 65° C (klukkustund). Fjögur sérkerfi, meðal annars tímastytting. Hnífaparaskúffa. Zeolith®-þurrkun. Hljóð: 44 dB. Orkuflokkur Skaftryksuga, Serie 2 BCHF 216B 16 V. Ryksuga með skafti og handryksuga. Hver hleðsla endist í allt að 40 mín. Fullt verð: 29.900 kr. Jólaverð: 23.900 kr. Artic Borðlampar AN68009-01/15 6 W, LED. Fáanlegir í hvítu og svörtu. Fullt verð: 18.900 kr. Jólaverð: 14.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. Fullt verð: 139.900 kr. Jólaverð (stál): Jólaverð (hvít): 119.900 kr. 114.900 kr. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 37L A U G A R D A G U R 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.