Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 44

Fréttablaðið - 05.12.2020, Síða 44
VARMA hefur síðastliðin ár unnið að þróun íslensku ull-arinnar í samstarfi við Ístex og kynnti í haust nýtt íslenskt lambsullarband. „Við höfum undanfarin ár unnið að þróun á nýju bandi úr íslenskri lambsull í samstarfi við Ístex. Lambsullin er með þynnri og mýkri hárum en hefðbundin ærull og stingur því ekki eins og hún. Við þróun bandsins var farið í gegnum alla meðhöndlunarferla frá rúningu til frágangs á fullunnum vörum og leitað leiða til að bæta meðferðina á hráefninu, meðal annars með því að fara yfir í náttúruleg efni í meðferð ullarinnar og bandsins við þvott, þurrkun og ýfingu,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður. „Það er lítið kolefnisfótspor af okkar vörum samanborið við innfluttar ullarvörur,“ bætir Sig- rún við. „Undirstaðan í starfsemi okkar er íslenska ullin sem býr yfir einstökum eiginleikum eins og fólk þekkir vel. Hún er létt og hlý, andar vel og hrindir frá sér vatni. Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og hreint vatn eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslenska ullarbandsins en sauðkindin sjálf, sem gefur af sér ullina, er frjáls á beit í haga á sumrin og nærist einkum á grasi sem vex á ósnortnu landi. Nátt- úruleg hráefni eru alltaf vistvænni kostur en gerviefni og við teljum okkur því vera að bjóða upp á afar vistvæna vöru,“ segir hún. „Framleiðslufyrirtækið er stað- sett í Reykjavík, en það er orðið fáheyrt í dag að slíkur iðnaður sé starfræktur í Norður-Evrópu. Við erum að því leyti algjörir geirfuglar og erum stolt af því. Aðal hráefnið okkar, íslenska ullin, er unnin og úr henni framleitt í upprunalandi sínu. Við trúum á þess konar verð- mætasköpun. Við sköpum störf á Íslandi, eflum mannlífið og síðast en ekki síst berum við virðingu fyrir náttúrunni.“ Þegar Sigrún er spurð hvaða hönnuðir verði í pop-up verslun- inni, svarar hún: „Við erum svo lánsöm að það eru fjölmargir hönnuðir sem velja að framleiða hjá okkur. Með okkur í búðinni eru vöru- merkin MAGNEA, Vík Prjónsdótt- ir, Margrethe Odgaard fyrir Epal, AD, Hullupullur og UELI. Þessir hönnuðir eru með kápur, peysur, trefla, teppi og hugleiðslupúða. Það sem við heyrum frá hönnuðum er hvað þeim finnst mikilvægt að geta unnið úr ull- inni í upprunalandi hennar og að þeir viti nákvæmlega hverjir séu á bak við framleiðsluna. Allar boð- leiðirnar eru styttri og sveigjan- leikinn meiri. Svo eru hönnuðir að sjálfsögðu hæstánægðir með þá þróunarvinnu sem átt hefur sér stað með ullina og við stefnum á að gera enn betur.“ Hvert er framhaldið hjá VARMA? „Við hlökkum til að taka á móti gestum í miðbænum í pop-up versluninni og svo tekur við áframhaldandi vöruþróun með vörur úr lambsullarbandi. Einnig tökum við glöð á móti hönnuðum sem vilja vinna með þetta frábæra hráefni,“ segir hún. Auk VARMA í pop-up versluninni verða hönnuðir sem eiga það sameiginlegt að framleiða vörur sínar í verksmiðju VARMA í Ármúl- anum í Reykjavík. VARMA opnar pop-up búð Í miðjum heimsfaraldri ákvað VARMA að snúa vörn í sókn, opna pop-up verslun á Skólavörðu- stíg, leggja sitt af mörkum til að skapa góða stemningu og bjóða vandaðar íslenskar vörur. Sigrún Halla Unnarsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir hönnuðir eru með vöru- merkin sín AD og Vík Prjónsdóttur til sölu í versluninni en þar fæst fjöldi fallegra hönnunarvara frá ýmsum hönnuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Pop-up verslun VARMA er á Skóla- vörðustíg en þar fást fallegar vörur. Sjálfur jólasveinninn getur ekki ferðast um lofthelgi Bandaríkjanna án þess að herinn fylgist vel með ferðum hans um himinskautin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bandaríski herinn fylgist vel með ferðum bandaríska jólasveinsins á hverju ári og birtir upplýsingar um þær á vef- síðunni noradsanta.org þannig að áhugasamir geti fylgst með. NORAD er deild innan banda- ríska hersins sem sér um loft- varnir Bandaríkjanna og fylgist stöðugt vandlega með lofthelgi landsins. Deildin er búin hár- nákvæmum mælitækjum af nýjustu og dýrustu gerð og með þeim getur hún fylgst með ferða- lagi jólasveinsins sem heim- sækir Bandaríkin, en hann býr á Norðurpólnum. Áður fyrr hvíldi mikil leynd yfir ferðalögum sveinka og enginn vissi hvenær hann kæmi til þeirra, en nú er öldin önnur og það kemst enginn upp með að svífa um loft- helgi Bandaríkjanna án þess að haukfrán augu ameríska hersins taki eftir. Jólasveinninn heim- sækir samt börn aldrei á meðan þau vaka, svo þau geta ekki fylgst með honum koma til sín. Vefsíðan fer í fullan gang fyrsta desember ár hvert. Herinn vaktar jólasveininn 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.