Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 74
Þrátt fyrir að hafa verið starf-andi í einni eða annarri mynd í 28 ár hefur Nexus aldrei verið með nægilega góða vefverslun fyrr en nú á þessu ári. Tilraunir voru gerðar, sem ekki báru árangur sem skyldi, og alltaf stóð til að gera næstu tilraun en það dróst á langinn vegna annarra anna, eins og til dæmis að opna Nexus-búð í Kringlunni og flytja okkur um set yfir í enn stærra hús- næði í Glæsibæ, sem var töluvert átak.“ Þetta segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, og bætir við að far- sóttin COVID-19 hafi gefið Nexus spark í rassinn. „Þá var ekki annað hægt en að spýta í lófana og koma net- versluninni almennilega af stað. Nexus reynir svo alltaf að gera sem mest innanhúss, með því að nýta reynslu og þekkingu starfs- fólksins, og því var vefnum ekki útvistað heldur var það samstillt átak starfsfólksins í Nexus að raða inn vörum í vefverslunina og koma henni í loftið.“ Á venjulegum degi eru yfir 20 þúsund mismunandi vörur til sölu hjá Nexus í kjallaranum í Glæsibæ. „Það mun taka tíma sinn að koma öllu okkar vöruúrvali inn í vefverslunina en í dag eru þar um 10 þúsund mismunandi vörur og bætist við í hverri viku. Þetta verður stórt verkefni næstu árin, því fyrir utan að koma vörum inn bíður mikil vinna við að setja inn lýsingar á þeim á íslensku og aðrar gagnlegar upplýsingar,“ upplýsir Gísli. Spil vinsælasta jólagjöfin Spil eru það allra vinsælasta í vef- verslun Nexus nú. „Spilasala hefur tekið mikinn kipp síðustu mánuði,“ segir Gísli. „Borðspil hafa alla tíð verið vinsæl jólagjöf á Íslandi og hér áður fyrr voru jólin eini tími ársins þar sem gripið var í borðspil. Þetta hefur nú breyst og hópur þeirra sem spila reglulega í góðra vina hópi hefur stækkað gríðarlega.“ Breidd í borðspilum sé auk þess orðin svo mikil að allir geti fundið sér spil við hæfi. „Til eru alls konar spil sem flokkast ekki sem hefðbundin borðspil en spilast samt við borð með öðru fólki og eiga sér dyggan aðdáendahóp. Þar eru safnkorta- spil mjög vinsæl, eins og Magic the Gathering, Pokémon og Yu-Gi-Oh. Líka herkænskuspil með mód- elum, eins og Warhammer og Star Wars-spilið X-Wing sem standa alltaf fyrir sínu.“ Mesta breytingin í spila-við- borð-heiminum undanfarin ár, fyrir utan samfellda aukna sölu síðan í hruninu 2009 til 2010, er tvenns konar, að sögn Gísla: „Það er stórfelld endurkoma hlutverkaspila/spunaspila, með Dungeons & Dragons í fararbroddi, og svo uppgangur partíspila sem eru hönnuð til að spila í smáum sem stórum hópum og reiða sig oftar en ekki á kímni og fyndnar eða vandræðalegar uppákomur, frekar en keppni til sigurs.“ Þægileg og örugg vefverslun Sem stendur miðast fjöldatak- markanir við tíu viðskiptavini og óvíst hvað tekur við eftir 9. desember og fram að jólum. „Verslun Nexus í Glæsibæ er stór og rúmgóð, með breiðum göngum, og getur tekið við mörgum í einu og samt nóg pláss fyrir hvern og einn. Við höfum ekki farið þá leið að skipta versluninni upp til að koma fleirum inn. Við skiljum að þessar takmarkanir eru gerðar af illri nauðsyn, til að lágmarka aðstæður þar sem smit getur orðið og að best sé fyrir alla að farið sé eftir fyrirmælum sóttvarnayfir- valda og ekki reynt að fara á svig við þær. Þó vonumst við til að aðstæður í desember gefi tilefni til aukningar á fjölda viðskiptavina,“ segir Gísli. Í dag nýta viðskiptavinir Nexus sér vefverslunina og sækja vör- urnar í anddyri Glæsibæjar. „Það lítur allt út fyrir að fólk muni almennt versla mun meira á vefnum fyrir þessi jól en nokkru sinni fyrr, bæði vegna þægindanna og af nauðsyn,“ segir Gísli. Rafræn gjafabréf gleðja Vinsæll spilasalur Nexus, sem er inn af versluninni í Glæsibæ, er lokaður vegna takmarkana. „Við venjulegar aðstæður væri hann fullur öll kvöld af fólki að spila hin ýmsu spil og keppa í sumum þeirra. Einnig er æskulýðs- starf og námskeið í Nexus Noobs í pásu. Hluti af spilasalnum er nú notaður undir pökkun á vefpönt- unum og til að stækka verslunina fyrir jólin,“ upplýsir Gísli. Nýjasta viðbótin í vefverslun Nexus er rafræn gjafabréf sem hægt er að kaupa og útbúa á vefnum. „Gjafabréfin er hægt að prenta út og gefa þannig, eða senda þau beint í tölvupósti sem rafræna gjöf. Viðtakandi gjafarinnar getur síðan notað gjafabréfið á nexus.is eða í Nexus-búðunum í Glæsibæ og Kringlu. Þetta er einföld og þægileg leið til að senda jólagjöf sem mun örugglega hitta í mark og komast í hendur glaðra viðtakenda fyrir jól.“ Nexus er í Glæsibæ og Kringlunni. Verið einnig velkomin í vefverslun Nexus: nexus.is. Farsóttin gaf spark í rassinn Partí-, spuna- og hlutverkaspil eru í stórsókn á spilaborðum landsmanna fyrir þessi jól. Rafræn gjafabréf hitta viðtakendur í hjartastað og hægt er að velja úr 10.000 gjöfum í vefverslun Nexus. Gísli Einarsson, eigandi Nexus, segir spilasölu hafa tekið mikinn kipp. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Borðspil fyrir allan aldur og við allra hæfi fást í Nexus. Hlutverka- og spunaspil njóta mikilla vinsælda nú. Pantanir úr vefverslun eru sóttar í anddyri Glæsibæjar. Það er ævintýri að skoða freistandi úrval spila í Nexus. Farið er eftir fyrirmælum sóttvarnayfir- valda í einu og öllu í verslunum Nexus, en í samkomubann- inu hafa viðskiptavinir líka nýtt sér vef- verslun Nexus í miklum mæli. 6 KYNNINGARBLAÐ 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RSPILAJÓL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.