Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 78

Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 78
Ég fæddist í Riga í Lettlandi 1989. Árið 2014 ferðaðist ég til Íslands til að vera í eitt sumar. Ferðalög eru mitt helsta áhugamál og Ísland hljómaði eins og eitthvað öðruvísi en allir hinir staðirnir sem ég hef komið til.“ Örlögin gripu í taumana eins og oft vill vera. „Það var ekki áætlunin að flytja hingað en hlut- irnir æxluðust öðruvísi. Fyrir rétt rúmum þremur árum hitti ég Guð- jón, unnusta minn, og við eigum eins og hálfs árs lítinn dreng, Jónatan Edvard. Nú er Ísland mitt annað heimili. Ég er móttökustjóri á Hótel Kletti. Þetta ár hefur verið erfitt, en við erum enn með opið og vonum að á næsta ári verði hlut- irnir betri.“ Barnæskan töfrum líkust Þegar Elina fæddist voru Sovétrík- in enn þá hluti af heimsmyndinni. „Ég fæddist í Sovétríkjunum en man auðvitað ekkert frá þeim tíma. Þau hrundu 1991 svo síðasti áratugur 20. aldar var erfiður fyrir Letta. Foreldrar mínir náðu sem betur fer að koma upp öruggu umhverfi fyrir mig og bróður minn, Robert.“ Foreldrar þeirra lögðu sig öll fram við að skapa góðar og fallegar minningar fyrir börnin sín, þrátt fyrir að oft hafi reynst erfitt að ná endum saman. „Við áttuðum okkur ekki einu sinni á því að foreldrar okkar ættu í fjárhags- erfiðleikum, þau náðu að gera ótrúleg kraftaverk með það litla sem þau höfðu. Við gátum haldið góðar afmælisveislur, skemmtileg hátíðahöld og fórum í sveitina á sumrin sem var mjög skemmtilegt. Ég tel mig vera heppna að hafa átt mjög góða æsku.“ Þegar Elina er spurð hvort hún sé mikið jólabarn segir hún svo sannarlega vera. „Já, ég myndi kalla mig það. Ég held að það sé vegna allra góðu minninganna úr æsku. Skreyta húsið með bróðir mínum, baka piparkökur, hjálpa til í eldhúsinu, horfa á Home Alone. Við fögnuðum jólunum með fjölskylduvinum og jóla- sveinninn (hinn eini sanni) kom alltaf með gjafir til okkar.“ Gjöfunum fylgdu þó ákveðin skilyrði. „En það var ekki hægðar- leikur að fá gjafirnar. Við þurftum að læra jólaljóð og flytja þau fyrir jólasveininn og alla gestina hjá jólatrénu. Það besta við jólin var andrúmsloftið, ljósin, lyktin, kertin, tónlistin og fólk var alltaf í aðeins betra skapi.“ Táknrænar hefðir Elina segir lettnesku jólin saman- standa af mörgum skemmtilegum og táknrænum hefðum. „Jólin í Lettlandi eru samsuða af trúar- legum, þjóðfélagslegum og nútíma hefðum sem gera þau að einstakri upplifun. Enn þann dag í dag lifa fornar heiðnar hefðir frá Vetrarsól- stöðum, lengstu nótt ársins.“ Þá er það jóladrumburinn sem hljómar eins og athöfn sem margir hefðu eflaust gott af að fram- kvæma í lok þessa árs. „Einni af þessum hefðum er ætlað að hræða burt illa anda og laða að frjósemi og heppni, það er að rúlla „jóla- drumbinum“. Þá festum við stóran drumb úr eikartré með reipum og rúllum honum niður bæinn svo hann safni að sér öllu því slæma úr árinu sem leið. Að ferðalaginu loknu er drumburinn brenndur á báli og þannig brennum við burt öll mistök og leiðindi ársins áður en við höldum inn í það nýja.“ Ljóst er að Lettar kunna að gera sér glaðan dag með ýmsum skapandi hefðum. „Svo er líka skemmtileg grímuhefð. Fólk klæðir sig í grímubúninga og reynir að vera óþekkjanlegt, svo fer fólk milli húsa og syngur, dansar og spilar leiki. Fólk notar oft dýragrímur, spákonugrímur eða yfirnáttúrulegar eða goð- sagnakenndar verur. Grímuhefðin á að færa lukku til húsanna sem eru heimsótt og fæla burt illa anda.“ Sungið fyrir jólasveininn Íslendingar og Lettar eiga margt sameiginlegt hvað jólin snertir. „Fjölskyldan mín er lúterstrúar og mamma kenndi mér um Guð og Biblíuna og við fórum í kirkju á jólunum. Við höldum líka upp á aðventu, kveikjum á kerti og höldum matarboð.“ Líkt og á Íslandi þá eru jólin á aðfangadag í Lettlandi. „Lettar halda upp á jólin á aðfangadags- kvöld. Þá kemur öll nánasta fjöl- skyldan saman, borðar kvöldmat, opnar pakka og syngur jólalög. 80% Letta eru kristin svo mikið af fjölskyldum fer til kirkju áður en kvöldmaturinn byrjar. Jólasveinn- inn kemur með gjafir, stundum skilur hann eftir fullan poka af gjöfum við innganginn. Stundum skilur hann þær eftir hjá jólatrénu en stundum mætir hann í eigin persónu og gefur gestunum gjafir svo framarlega sem þeir kunna að fara með jólaljóðin sín en það má líka syngja lag eða spila á hljóð- færi.“ Hún segir frá lettneskri hefð sem er í senn spennandi og varhuga- verð. „Í Lettlandi setjum við líka alvöru logandi kerti á jólatrén okkar. Það er mjög töff en getur auðvitað verið hættulegt! Á jóla- dag og annan í jólum eru flestir að borða afganga, slappa af eftir ofát, leika með jólagjafirnar eða hitta fjölskyldu og vini.“ Nóvember þýðingarmikill Það eru eflaust ekki margir sem eru meðvitaðir um það hversu mikil áhrif Lettar hafa haft hvað jólahefðir snertir. „Fáir vita að fyrsta skreytta jólatré sögunnar á rætur að rekja til Riga árið 1510. Það er plagg í gamla bænum til minnis um það,“ segir Elina, hreykin. Þá hefur nóvembermánuður sérstaka þýðingu fyrir Letta og einkennist hann af mikilli gleði og hátíðahöldum. „18. nóvember 1918 er fullveldisdagur Lettlands, svo nóvember er mjög viðburðaríkur mánuður með mörgum tónleikum og hátíðahöldum. Allur mánuður- inn er tileinkaður landinu okkar, þar ber hæst að nefna hátíð ljóssins þar sem við skjótum upp flugeldum og berum kyndla um miðbæinn. Eftir öll þessi herleg- heit byrjum við svo að skreyta borgina, opnum jólamarkaði og kveikjum á aðventukrönsum á öllum heimilum. Okkur liggur síðan lítið á að skreyta heimilið og setjum venjulega ekki upp jólatré fyrr en um það bil viku fyrir jól. Lettar nota mikið hluti sem þú getur fundið í náttúrunni, svo sem köngla, greni, fjaðrir og þurrkuð blóm og ávexti.“ Sterk matarhefð Jólamaturinn í Lettlandi er einnig táknrænn en hver réttur hefur sína merkingu. „Samkvæmt gamalli hefð eiga að vera níu réttir á borðinu á jólunum til að tryggja að næsta ár verði farsælt og ríkulegt. Þessir réttir eru gráar baunir til að sporna við tárum. „Piragi“ sem er bakkelsi með reyktu kjöti sem á að styrkja okkur fyrir nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Rauðrófur og gulrætur fyrir fegurð. Pipar- kökur fyrir kærleikann. Kringl- óttar smákökur fyrir sól. Súrkál (sauerkraut) fyrir styrk. Fuglakjöt fyrir velgengni. Fisk fyrir ríkidæmi og peninga og svínshjarta til að tryggja hamingju. Áður fyrr var svínstrýni algengur réttur en í dag er það ekki jafn vinsælt.“ Enn í dag má greina áhrif þessara hefða þó þær séu gjarnan afslappaðri í dag. „Í dag er fólk örlítið frjálslyndara varðandi þessar hefðir en í minni fjölskyldu höfum við alltaf svínasteik með kartöflum og grænmeti, gráar baunir með beikoni og lauk, salat, súrkál, piparkökur og piragi. Svo er yfirleitt boðið upp á mandarínur og heitt vín.“ Hún nefnir tvennt sem er aðal- lega bakað í aðdraganda jólanna. „Við bökum piragi og piparkökur en það getur verið mismunandi eftir fjölskyldum.“ Elina segir íslensku jólasveinana og skreytingahefðina það sem sé helst frábrugðið því sem hún er vön í heimalandinu. „Íslendingar eru með mismunandi hefðir eins og þrettán jólasveina. Svo eru Íslendingar klikkaðir varðandi jólaseríur og skreytingar og mér finnst það frábært! Það er falleg við- bót við þennan myrkasta mánuð ársins. Ég sakna hins vegar svolítið jólamarkaðanna og heita vínsins.“ Þá segist Elina ómögulega geta svarað því hvort hún sé hrifnari af jólum í Lettlandi eða hér á landi. „Í raun bara svipað. Mér finnst skemmtilegast að taka það besta af báðum hefðum og blanda því saman fyrir fjölskyldu mína til að sýna Jónatani og ég vona að hann muni elska jólin jafn mikið og ég.“ Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Jóladrumbur og logandi kerti á trénu Hin lettneska Elina Gaigala hreifst samstundis af Íslandi þegar hún kom hingað fyrst. Hún segir jólin í heimalandinu vera skemmtilega samsuðu af nútíma-, trúar- og þjóðfélagslegum hefðum. Elina Gaigala segir jólin í Lettlandi einstaka upplifun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Piragi“, bakkelsi með reyktu kjöti, er vinsælt í Lettlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ert þú í vandræðum með raka eða myglusvepp, hafið þá samband við MT Ísland Við erum persónulegur styrktaraðili Viktors Gísla Hallgrímssonar, markmanns GOG og íslenska landsliðsins í handbolta. Tjónaviðgerðir Innivist MT Ísland Vagnhöfði 17, 110 Reykjavik · mtisland.is · Sími.: 862 6310 Mygluprófanir ásamt skýrslu Rakamælingar ásamt skýrslu Lausnartillögur lagðar fram Hreinsun á myglusvepp ásamt tilheyrandi gögnum. VIÐ ÚTFÆRUM EFTIRFARANDI: HEFUR ÞÚ GRUNSEMDIR UM AÐ Í ÞINNI EIGN LEYNIST MYGLUSVEPPUR? Hafðu samband við okkur, við veitum ráðgjöf og komum með lausnir. MT Ísland notast við aðferðir frá Danmörku sem hafa reyns vel og hafa þróast síðastliðin 20 ár. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.