Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 82

Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 82
ÉG VILDI ALLS EKKI AÐ FÓLK HÉLDI AÐ ÉG VÆRI ÞARNA BARA AF ÞVÍ ÉG VÆRI DÓTTIR SNORRA, MÉR FANNST ÉG ÞVÍ STÖÐ- UGT ÞURFA AÐ SANNA MIG. Aðspurð segist Lilja Ósk ekki sækjast eftir því að vera þekkt. „Ég hef aldrei leitt hugann að því og ekki sóst eftir því. Fólki þykir það yfirleitt ekki mjög áhugavert að heyra hvernig gekk að skipuleggja kvikmyndaverkefni eða fjármagna það. Það vill heyra í leikstjóranum og um hans listrænu sýn eða leikurunum.“ Lilja er í dag framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækis- ins Pegasus. Hún hefur starfað við kvikmyndagerð frá unga aldri. „Fyrsta alvöru starfið mitt var þegar ég var þrettán ára, við myndina Svo á jörðu sem á himni í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur, þá var ég að sópa gólf og hella upp á kaffi.“ Faðir Lilju, Snorri Þórisson, stofnaði Pegasus árið 1992. Lilja vann öll sumur og með fram skóla hjá fyrirtækinu. „Ég man vel eftir fyrsta þjónustuverkefninu sem ég tók þátt í, Viking Sagas, þá var ég í þrjár vikur á Vík í Mýrdal að vakna fyrir allar aldir til að smyrja sam- lokur og hella upp á og ætli ég hafi ekki smitast af bakteríunni þar. Ég fór svo að vinna fyrir alvöru eftir menntaskóla. Pabbi vildi ekki ráða mig, þar sem það getur verið flókið að vinna náið með fjölskyldunni,“ segir hún. „Ég fékk framleiðanda sem var að vinna hjá honum til að ráða mig, við unnum vel saman svo hún vildi ekki sleppa mér frá Pegasus. Þannig fékk ég alltaf ný og ný verkefni, mest við gerð auglýsinga, þannig hélt ég mér innan fyrirtækisins.“ Hún lagði áherslu á að sanna sig. „Ég vildi alls ekki að fólk héldi að ég væri þarna bara af því ég væri dóttir Snorra, mér fannst ég því stöðugt þurfa að sanna mig. Ég veit ekki hvort það hafi einhver annar hugsað það í raun og veru, sennilega mest ég sjálf. Mér fannst ég þó aldr- ei þurfa að sanna mig af því ég væri ung og væri stelpa, það var ekki fyrr en seinna að ég áttaði mig á að það væri eitthvað atriði.“ Fa st r áðn i ng u na fék k hú n skömmu fyrir aldamót, þá til að sjá um innlendar auglýsingar. „Það var mjög skemmtilegur tími, á þeim tíma vann ég mikið með Reyni Lyngdal og Ella Cassata, sem er maðurinn minn í dag. Við vorum hálfgerðir krakkar að gera auglýs- ingar fyrir öll stærstu fyrirtækin hér á landi og okkur þótti auðvitað langskemmtilegast þegar vinnan tók okkur út fyrir landsteinanna.“ Hætti þegar hún varð ófrísk „Ég og pabbi höfum alltaf unnið vel saman. Fólki gæti þótt það skrítin tilhugsun að vinna með pabba sínum. Ég tel mig vera mjög lán- sama að vinna með honum, það er alls ekki sjálfgefið að eiga í svo góðum samskiptum við náinn fjöl- skyldumeðlim að hægt sé að vinna saman. Í seinni tíð hefur það verið mikill styrkleiki sem við nýtum okkur, hann hefur sambönd sem ég hef ekki og öfugt.“ Faðir hennar hefur ákveðið að draga sig frá daglegum störfum hjá fyrirtækinu en er þó að vinna. „Hann þykist vera að hætta,“ segir hún og brosir. „Hann er samt sem áður með verkefni sem hann er að þróa, við erum líka að þróa nokkur verkefni saman. Hann er ekki hérna dagsdaglega, hann er greinilega búinn að uppgötva eitthvað annað til að gera, eitthvað sem ég á líklega eftir að uppgötva.“ Það var aldrei draumur Lilju að verða kvikmyndaframleiðandi. „Ég spilaði á selló og ætlaði að verða rit- höfundur. Hinar stelpurnar voru í fótbolta og sumar ætluðu að verða f lugfreyjur,“ segir Lilja. Leit hún ekki á kvikmyndaframleiðslu sem mögulegt ævistarf til að byrja með. „Ég hætti að vinna hjá Pega- sus þegar ég varð ófrísk að fyrsta barninu mínu. Mér fannst ég þurfa að finna mér alvöru starf, ekki bara eitthvað sem mér fannst skemmti- legt. Eftir þrjú ár uppgötvaði ég að maður getur alveg unnið við áhuga- málið sitt. Það var einhver hugvilla að halda annað. Ég hafði reyndar mjög gott af því að kynnast öðrum heimi og öðrum vinnustað. En ég þurfti að fara heim.“ Náið samstarf við leikstjóra Starf kvikmyndaframleiðanda er langt frá því að vera auðvelt. Það er stanslaus barátta að sannfæra aðra um ágæti verkefna. „Þú ert að þróa þín eigin verkefni og þarft að hafa óbilandi trú á að þetta sé það sem allir vilja sjá. Þú ert stanslaust að berjast, reyna að fá aðra með þér í lið. Þú ert alveg kýld niður nokkrum sinnum í þessu ferli, þá er bara að standa upp aftur því annars verður þetta aldrei að veruleika.“ Sama á við um þjónustuverkefnin, þar sem íslenskt framleiðslufyrirtæki aðstoðar erlenda kvikmyndagerð- armenn við tökur hér á landi. „Þú ert stanslaust að berjast til að fá þau til Íslands í stað þess að þau fari eitt- hvert annað. Heimurinn er stór og margir aðrir möguleikar í boði sem við hér á Íslandi erum að keppa við.“ Ákvörðunin um að framleiða kvikmynd ræðst mikið af f jár- magninu, fyrsta skrefið er að leita til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Ef þeir segja nei þá er mjög erfitt að fjármagna kvikmynd á öðrum stöðum, þá þarf að svara því hvers vegna Kvikmyndamiðstöð hefur ekki áhuga á verkefninu. Það er ekki vonlaust, en gríðarlega erfitt að fjármagna þau verkefni.“ Má því segja að Kvikmyndamiðstöðin sé eins konar hliðvörður að því hvaða kvikmyndir fara í framleiðslu. Leikstjóri og framleiðandi eiga í mjög nánu sambandi, hér á landi varir það samband í nokkur ár í tengslum við eitt verkefni. „Það er ekki alltaf sem fólk les hluti eins, þó það standi þarna svart á hvítu. Það eru alls konar krókaleiðir þangað til farið er í tökur. Það þarf alltaf að taka nokkrar erfiðar ákvarðanir og nokkur erfið samtöl. Þá er áríðandi að maður treysti hvort öðru. Þetta geta verið fjögur ár af miklum sam- skiptum við einn aðila,“ segir hún. „Ég hef verið mjög heppin þegar kemur að þessu, þetta er allt fólk sem ég vil og langar að vinna með aftur.“ Meðal leikstjóra sem hún hefur unnið með eru Rúnar Rúnars- son, Reynir Lyngdal og Isold Ugga- dóttir. „Ég hef almennt verið mjög heppin með samstarfsfélaga bæði hér hjá Pegasus og því fólki sem hefur unnið verkefnin með okkur. Kvikmyndagerð er mikil teymis- vinna og skiptir öllu máli að eiga í góðu samstarfi við fólkið í kringum þig.“ Misgefandi stjörnur Lilja hefur unnið með þó nokkrum heimsfrægum leikurum og leik- stjórum. „Þau eru oftast bara fólk eins og ég og þú. Mads Mikkelsen var alveg sérstaklega yndislegur og var einfaldlega hluti af teyminu. Í Arctic var allt starfsfólkið Íslend- ingar fyrir utan framleiðanda, leik- stjóra og Mads. Ef hann var ekki fyrir framan myndavélina þá var Fannst ég þurfa að sanna mig Lilja Ósk Snorradóttir var aðeins þrettán ára þegar hún byrjaði að vinna við kvik- myndagerð. Í dag vinnur hún á bak við tjöldin, allt frá því að sitja önnum kafin inni á skrifstofu yfir í það að vera uppi á jökli að taka þátt í gerð heimsfrægra verkefna. Lilja var kjörin formaður SÍK nýverið. Segir hún að Ísland geti náð langt í kvikmyndagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.