Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 110
fyrir borðplötur og innréttingar SÉRHÆFÐ HREINSIEFNI Mikið úrval af ýmsum sérefnum hegas.is Bakteríueyðandi Aníta Hirlekar er einn af fremstu fatahönn-uðum landsins og hefur slegið í gegn með línum sem sam-anstanda af litríkum prentum á fallegum kjólum og jökkum sem eru bróderaðir í hönd- unum af Anítu sjálfri. Hún lærði fatahönnun í hinum virta Central St. Martins í London, en fyrsta lína Anítu kom út 2014 og var partur af útskriftarverkefni hennar við skólann. Hönnun Anítu hefur birst í mörgum af þekktustu tískutíma- ritum heims á borð við I-D, Elle og Wonderland. „Mér hefur alltaf fundist mjög spennandi að vinna með föt sem ákveðið tjáningarform. Aðaláhersl- an í minni hönnun er textíllinn sem er mín listræna tjáning.“ Vetrarlína Anítu í ár hefur vakið mikla athygli, enda litríkari en gengur og gerist. „Þetta er ekki beint hefðbundin vetrarlína. Mér fannst vera kominn tími til að hugsa aðeins út fyrir boxið. Svart er ekki endilega að gera mikið fyrir mann á þessum flóknu tímum. Litríkar flíkur þurfa ekki að vera bundnar við sumartímann. Eru litir ekki einmitt það sem við þurf- um í skammdeginu? Litir geta gert svo margt fyrir mann,“ segir hún. Kvenleg og klassísk Aníta segir hönnun sína einkenn- ast af litríkum litasamsetningum, handmáluðum munstrum í abstrakt blómaformum og handbróderuðum textíl. „Sniðin eru ávallt kvenleg og klassísk en hugmyndin er að það sé auðvelt að klæða sig upp og niður í til dæmis kjólunum. Svo eru þægindi alltaf mikilvæg, efnin eru í góðum gæðum og eiga að endast í langan tíma ef hugsað er rétt um þau.“ Hún segir hönnunarferlið taka sinn tíma og í raun aldrei vera eins. „Ég vinn oftast í mörgu í einu, það er svolítið einkennandi fyrir Textíllinn er mín listræna tjáning Aníta Hirlekar tjáir sig í textíl og hannar handgerða jakka og litríka kjóla, sem hún segir allt eins eiga við yfir vetrartímann. Hún hannaði sokka fyrir Amnesty International, en allur ágóðinn rennur til mannréttindastarfs. Aníta hlakkar til nýja árins og er bjartsýn á að það beri góða hluti í skauti sér. MYND/ÞÓRDÍS REYNIS Vetrarlína Anítu Hirlekar sker sig úr hefðbundnum vetrarlínum enda litríkari en gengur og gerist. MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR Sokkarnir frá Amnesty, en hér er hönnun Anítu fyrir miðju. mig. Ég er til dæmis oftast með tuttugu munstur í gangi sem ég f lakka á milli að vinna við. Svo er ég mikið að vinna í handútsaumi sem er mikið hægara ferli og krefst mikillar þolinmæðisvinnu. Ég vinn síðan náið með kjólameistara til að útfæra hugmyndirnar í falleg snið fyrir konur,“ segir hún. Aníta segist ekki vinna endilega í kringum ákveðin „season“ eins og gengur og gerist í tískuheiminum. Hún segir að það sé í raun að breyt- ast hjá fleiri hönnuðum. „Þótt ég kalli línurnar vetur eða sumar þá er það meira fyrir mig og kúnnann að vita hvenær ákveðnar flíkur voru gerðar, líkt og listamenn sitja ártal á sín verk. En undan- farið er ég búin að fókusera mest á kjóla. Ég er sjálf mikið í kjólum og það er eins konar einkennisklæðn- aður fyrir mig. Mér finnst ákveðin praktík að ákveða bara eina f lík á morgnana. En það sem er mest ein- kennandi er líklega að kjólarnir eru eftirtektarverðir og eiga að vera það, þú átt að taka eftir konunni sem klæðist kjólunum,“ segir Aníta. Undanfarið hefur Aníta verið að skoða styrkleika merkisins og hvað hún vilji að skipti máli. „Sjálf bærni spilar þar stóran leik en nýjasta línan er framleidd á Íslandi og því var ekki mikið vanda- mál að kljást við framleiðslufyrir- tæki erlendis þar sem allt varð stopp í langan tíma.“ Margir einstaklingar í skapandi greinum tala um áhrif heimsfarald- ursins á sköpunargleðina. „Það er búið að vera svo mikið af tilfinningum í gangi út af faraldr- inum en ég snéri þessari óvissu bara í sókn. Ég og fjórir aðrir hönnuðir opnuðum verslun, KIOSK, sem ein- blínir á íslenska fatahönnun og fylgi- hluti og er staðsett úti á Granda.“ Fengu listrænt frelsi Aníta var fengin ásamt þeim Bergi Guðnasyni og Aldísi Rún Ingólfs- dóttur til að hanna sokka fyrir Amnesty International á Íslandi. „Mig hefur lengi langað að vinna með góðgerðasamtökum og ég var svo ótrúlega ánægð þegar þau höfðu samband, að vinna með þeim að sokkum ásamt tveim öðrum fata- hönnuðum, Aldísi Rún og Bergi. Sokkarnir eru framleiddir í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálf- bærni í framleiðsluferlinu. Ágóðinn af sokkunum rennur svo óskertur til mannréttindastarfsins.“ Hún segir þau hafa fengið algjört listrænt frelsi við hönnun sokkanna. „Við erum öll mjög ólík í okkar hönnun, sem er bara skemmtilegt. En mig langaði að sokkarnir yrðu fyrst og fremst fallegir og eftir- tektarverðir. Ég hugsaði að rauði liturinn mundi virka vel á körlum til dæmis yfir hátíðarnar, við jakkaföt. Sokkarnir eru úr lífrænni bómull svo þeir eru dásamlega mjúkir líka.“ Það er margt spennandi á döf- inni hjá Anítu, sem vonast til að ná nokkrum vinnuferðum á nýju ári. „Mér finnst alltaf gaman að byrja nýtt ár en ég hef fulla trú á að margt jákvætt eigi eftir að gerast á næsta ári.“ steingerdur@frettabladid.is 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R68 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.