Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 114

Fréttablaðið - 05.12.2020, Qupperneq 114
Lífið í vikunni 29.11.20 05.12.20 ÞRÁTT FYRIR COVID OG SVONA VERALD- LEGT AMSTUR ÞÁ BARA HÖLD- UM VIÐ FÁNANUM UPPI. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is MÖMMUR REDDUÐU BOLTA STELPUDAGATALI Þegar Þróttaramömmurnar Berg­ lind Ingvarsdóttir og Tobba Ólafs­ dóttir áttuðu sig á að hvergi væri til jóladagatal með myndaspjöldum af fremstu knattspyrnukonum heims drifu þær í að gefa eitt slíkt út. Sara Björk Gunnarsdóttir, lands­ liðskona og Evrópumeistari með Lyon, er þar fulltrúi Íslands. SJÁLFBÆR MISBRIGÐI Misbrigði er samstarfsverkefni LHÍ og Fatasöfnunar Rauða kross Íslands. Nemar á öðru ári í fata­ hönnun vinna þar línur til þess að vekja athygli á mikilvægi fata­ söfnunarinnar og textílsóun. Tískusýning þarf að bíða en hægt er að skoða útkomuna í verslunum Rauða krossins. SJÁLFSVINNAN ER NÝJ- ASTA GEÐVEIKIN Elísabet Jökulsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina Aprílsólarkuldi. „Þetta er svona sjálfsævisögulegt og byggt á minni sögu en ég nota samt aðferðir skáldskaparins,“ segir hún en í bókinni gerir hún upp við ástina, geðveikina og fortíðina. HEIMSENDASPÁ RÆTIST Sigur Rós svaraði loks kalli aðdá­ enda sem hafa beðið útgáfu tón­ verksins Hrafnagaldurs Óðins síðan það var flutt nokkrum sinnum 2002. Bassaleikarinn Georg Hólm segir tímasetninguna á útgáfunni ágæta þar sem í verkinu eru enda­ lok goða og manna yfirvofandi. Við höfum alltaf haldið tryggð við fullveldis-daginn og svo bara datt ég í sóttkví akk-úrat þarna í kringum 1. des og varð bara að hægja á mér og var að koma út úr því á fimmtudaginn þannig að ég er stimplaður bak og fyrir neikvæður og við höldum okkar striki,“ segir Tolli Morthens sem lætur COVID-19 ekki trufla sína rótgrónu fullveldis- hátíð. Tolla telst til að það séu 30 ár síðan fyrsta fullveldishátíðin var haldin og var þá menningarvið- burður uppi á Höfða á bifreiðaverk- stæðinu hjá Steina sem er jafnan kenndur við Svissinn. Síðan er það löngu orðinn árviss viðburður og jólahefð hjá mynd- listarmanninum að bjóða gestum og gangandi í opið hús á vinnu- stofunni í tengslum við fullveldis- daginn 1. desember. Hátíð verður fátíð „Við erum öll að díla við þessar aðstæður en samt látum við eitt- hvað gerast. Höldum einhverju gangandi og þrátt fyrir COVID og svona veraldlegt amstur þá bara höldum við fánanum uppi,“ segir Tolli um óhjákvæmilega breytingu frá vananum að þessu sinni. Í stað fullveldishátíðar slær hann nú upp fátíð og vegna þess að sótt- varnareglur leyfa ekki f leiri en tíu manns á vinnustofunni verður gleðinni streymt á Facebook að sögn með bestu fáanlegum tækjum. „Það er leiðinlegt að geta ekki boðið upp á þessar f lottu veitingar sem ég hef alltaf verið með en svona er lífið,“ segir Tolli, sem verður síðan með opið á vinnustofunni alla föstudaga og laugardaga fram að jólum þar sem hægt verður að hitta á hann. Vitringarnir þrír Bubbi, bróðir Tolla, og æskuvinur hans Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, hafa verið fastagestir Tolla á fullveldishátíðinni þessi þrjátíu ár og Tolli segir að þeir láti sig heldur ekki vanta á fullveldis- fátíðina þannig að „vitringarnir þrír“ verða á sínum stað. „Og nú er Kristín, dóttir mín, komin til liðs við mig. Hún er lista- málari og lærði í Kanada og hefur síðustu ár mest verið að vinna og sýna verk sín þar og í Þýskalandi en hefur illu heilli þurft að ílengjast hér á Íslandi. Hún var í góðum málum þarna í Toronto en allt í lagi. Hún ætlar að sýna verkin sín hérna. Hel- víti mikil verk,“ segir Tolli og horfir sem fyrr á björtu hliðarnar. Bubbi spilar og málar „Og svo er það nýliðinn í mynd- listinni, Bubbi Morthens,“ segir Tolli þegar hann víkur að bróður sínum, sem þreytti frumraun sína sem listmálari á fullveldishátíðinni í fyrra. „Það var bara skemmtilegt þannig að við ákváðum að endur- taka þetta,“ segir Tolli og bætir við í fyrra hafi verið „geggjað stuð“ á vinnustofunni. „Hann er sem sagt með þessi málverk sem hann hefur verið að mála og svo ætlar hann að spila fyrir okkur.“ Dagskránni verður streymt á Facebook-síðu Tolla milli klukkan 15 og 16 í dag. „Við ætlum að streyma þessu út af því að við fáum ekki að hafa nema tíu manns inni þannig að við stillum okkur upp við verkin okkar og tölum aðeins um þau og Einar Már mætir auðvitað með sín ljóð og ætlar að lesa fyrir okkur,“ segir Tolli og sér ákveðna kosti í fjöldatakmarkaleysi internetsins. Tengsl í rofi „Þetta er alveg fullorðins menning- arviðburður þegar hægt er að ná til svona margra. Það er svo áhugavert á svona tímum þegar öll tengsl eru rofin að halda samt úti menningar- tengslum í gegnum svona miðil. Það er ótrúlegt hvað streymið virkar vel og hvað tengingin verður sterk ef þetta er gert með hjartanu. Þá undrast maður hvað þetta verður samt lifandi,“ segir Tolli sem býður alla velkomna inn í stafræna hlýj- una í frosthörkunum sem hótað er um allt land um helgina. toti@frettabladid.is Fullveldisfátíð Tolla Tolli Morthens heldur fast í gamla jólahefð en heldur fullveldisfátíð á Facebook í dag þar sem hann var í sóttkví á fullveldisdaginn. Vitringarnir þrír, Tolli Morthens og fastagestirnir Bubbi bróðir og æskuvinurinn Einar Már, í vinnustofunni ásamt Kristínu, dóttur Tolla, sem slæst í hópinn þar sem hún er föst á Íslandi vegna aðstæðna. MYND/AÐSEND Kristín mun sýna olíu- málverk sem Tolli segir litrík og kraftmikil. DORMA LUX heilsárssæng Dásamleg dúnsæng frá Quilts of Denmark. Stærð: 140×200 cm. 600 g. 90% hreinn andadúnn. 10% smáfiður. Má þvo á 60°c en það er hitastig sem rykmaurar þola ekki – því er gott að nota sæng sem þolir þennan þvottahita ef um rykofnæmi er að ræða. Fullt verð: 25.900 kr. Aðeins 20.720 kr. 20% AFSLÁTTUR HÁTÍÐAR DORMA HOME sængurföt Sængurfötin frá Dorma Home eru ofin úr 300 gsm bómullarþræði sem gefur frábæra endingu, viðkomu og mýkt. Þau eru með OEKO-TEX® vottun um að þau séu framleidd án allra skaðlegra efna. Sængurfötin koma í nokkrum mismunandi mynstrum/litum og fást í 3 stærðum. SMÁRATORG HOLTAGARÐAR AKUREYRI ÍSAFJÖRÐUR Heima er best >> Jólin 2020 << Gerðu góð kaup i verslunum okkar eða á dorma.is og við sendum allar vörur frítt Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Fullt verð 140 x 200 cm: 9.990 kr. Aðeins: 7.992 kr. Fullt verð 140 x 220 cm: 11.990 kr. Aðeins:9.592 kr. Fullt verð 200 x 200 cm: 16.990 kr. Aðeins: 13.592 kr. 20% AFSLÁTTUR HÁTÍÐAR DORMA HOME sængurföt 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R72 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.