Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 78

Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 78
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Birt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 benni.is Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Bílasala Suðurnesja Sími: 420 3330 Selfoss Fossnes A Ib bílar Sími: 480 8080 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2000 ÞÚ VINNUR TVÖFALT FYRIR ÁRAMÓT! OPEL COMBO V ETRARDEKK F YL G JA 1. Skattalegt hagræði fyrir árið sem er að líða 2. Vetrardekk fylgja, nelgd eða ónelgd Opel Combo Van – Essentia Tilboðsverð 2.490.000 kr. án vsk. Opel Vivaro Cargo - L1 Tilboðsverð 3.090.000 kr. án vsk. Opel Vivaro Combi - 6 manna Tilboðsverð 4.790.000 kr. m/vsk. Það er hluti af jólaskapinu hjá okkur fjölskyldunni að opna húsið upp á gátt og gefa gestum dýrindis jólavilli- bráð að smakka. Þegar maður hefur unnið hörðum höndum að framleiðslu alls kyns góðgætis fylgir því notalegt klapp á bakið að upplifa viðbrögð gestanna beint í æð,“ segir Elsa Blöndal, eiginkona villibráðar- og verðlaunakokksins Sigvalda Jóhannessonar, eða Silla kokks, eins og flestir þekkja hann. Þau hjónin verða með opið hús í eldhúsi sínu og kjötvinnslu baka til að Kársnesbraut 112 í dag, frá klukkan 13 til 21. „Margir koma til okkar ár eftir ár til að smakka það nýjasta sem Silli hefur galdrað fram úr villi- bráð. Það geta bæði verið hefð- bundnir réttir en líka sitthvað sem kemur á óvart, eins og anísgæs sem er reykt gæsabringa með eftirkeim af lakkrís, og jólagæsabringa sem er maríneruð í hvítvíni, eplum og kanil, þurrkuð og kaldreykt. Það eru sko jól í hverjum munnbita,“ segir Elsa kát. „Silli er mikill stórveiðimaður og villibráðargúru og ég held stundum að hann sé ekki með öllum mjalla þegar hann stingur upp á nýjum villibráðarútfærslum, eins og kaldreyktri barbeque- gæsabringu. Hún reyndist svo algjört lostæti, skorin í þunnar sneiðar og borðuð eins og snakk.“ Rjúpusúpa um miðja nótt Elsa og Silli voru byrjuð að óska viðskiptavinum gleðilegra jóla áður en desember rann upp. „Margir eru fyrr á ferðinni fyrir jólin í ár, vilja vera snemma í því að afla sér fanga og losna við biðraðir. Þar á meðal eru fastakúnnar sem þykja engin jól án villibráðar frá Silla í forrétt og vissulega er um skemmtilega tilbreytingu að ræða á veisluborðið og alltaf að bætast við eitthvað nýtt og freistandi,“ segir Elsa í óðaönn að undirbúa opna húsið. „Við kaldreykjum bráðina, ólíkt öðrum og erum með fjórar tegundir af reyktum og gröfnum gæsabringum: anísgæs, jólagæs, barbeque-gæs og svo hefðbundn- ari útfærslu. Við erum líka með andabringur og sjófugl og fram- leiðum sultaðan rauðlauk og núna pikklaðan jólalauk með eplum og trönuberjum. Silli bakaði meira að segja sörur í ár og við lögum líka æðislegt bláberja-vinagrette sem er ómótstæðilegt með allri reyktri og grafinni villibráð.“ Í fyrra hlaut Silli gullverðlaun Asksins á Íslandsmeistaramóti í matarhandverki fyrir gæsakæfuna sína og í sumar sem leið var gæsa- borgarinn hans valinn Besti götu- biti ársins. „Mitt eftirlæti er gullverð- launaða gæsakæfan og hún er enn okkar allra vinsælasta matvara,“ segir Elsa. „Þá hefur villibráðar- paté-ið aldrei verið eins gott og nú fyrir jólin og jólagæsabringan með kanil og eplum er dýrðin ein. Við Silli borðum þetta alla daga, en á jólunum er fastur liður að borða rjúpur.“ Þau hjónin bjóða líka upp á rjúpusúpu fyrir jólin. „Það elska svo margir rjúpur á jólum og nú lögum við súpuna úr skoskum rjúpum. Rjúpusúpan er óhemju vinsæl og í fyrra kom síðasti kúnninn til okkar klukkan eitt að nóttu aðfangadags til að fá rjúpusoð úr pottinum sem við vorum að elda í rjúpurnar okkar í jólamatinn. Það var bara skemmti- legt og lítið mál, og Silli er alltaf boðinn og búinn og með ráð undir rifi hverju að svara fólki, til dæmis á Snapchat.“ Jólamatarbiti á hjólum Þau hjónin reka veisluþjónustu en vegna heimsfaraldursins hefur veisluhald að mestu legið niðri. Þau hafa því fengið mikið lof fyrir að sinna matarmenningu landans með matarvagni Silla kokks. „Matarvagninn er nú kominn í jólabúning og verður í slagtogi með sjö öðrum matarvögnum sem kalla sig Matarbita á hjólum, nær alla daga á aðventunni. Í dag verðum við fyrir utan Krónuna í Vallakór í Kópavogi og á morgun Krónunni, Norðurhellu í Hafnar- firði. Þar verður hægt að fá verð- launaðan gæsaborgara, risottó- bollur með villisveppum, gæs og trufflusósu, og svo allan jólavarn- inginn okkar til að njóta um hátíð- arnar,“ upplýsir Elsa, en alls hafa þau Silli útbúið átján mismunandi villibráðarvörur fyrir þessi jól. „Við erum líka með jólagjafa- körfur með blandi af því allra besta og afgreiðum þær alveg fram til jóla. Þær eru mjög vinsælar hjá fyrirtækjum nú, enda geyma þær framandi og öðruvísi bragðupp- lifun sem hittir í mark.“ Opið hús verður í dag hjá Silla kokki og Elsu á Kársnesbraut 112 í Kópavogi frá klukkan 13 til 21, og um næstu helgi á fimmtudag og föstudag frá klukkan 15 til 21 og á laugardag frá klukkan 13 til 21. Sjá nánar á sillikokkur.is, á Facebook undir Sillikokkur.is og Snapchat undir Sillikokkur. Jól í hverjum munnbita Silli kokkur er réttnefndur villibráðargúrú. Hann marínerar bráðina meðal annars upp úr kanil, anís, eplum og hvítvíni, og gefur gestum og gangandi að smakka á opnu húsi sínu á aðventunni. Silli kokkur er verðlaunaður villibráðarkokk- ur. Hann hlaut gullverðlaun Asksins fyrir gæsakæfuna sína í fyrra og gæsaborgarinn hans var valinn Besti götubiti ársins í sumar. Því er engin furða að allt það lostæti sem hann vinnur úr villbráð full- komni jólin hjá svo mörgum. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Hjónin Elsa Blöndal og Sigvaldi Jó- hannesson, eða Silli kokkur. 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.