Harmonikublaðið - 01.12.2016, Síða 18
Ferð til Castelfidardo á 41. alþjóðlegu
harmonikukeppnina 20.-27. september 2016
Pílagrímsferðir eru farnar í ýmsum tilgangi svo sem til að fáyfirbót
fyrir afglöp, heimsækja helga staði, halda upp á sérstök tilefni eða
til stuðnings ákveðnum aðilum.
Ferðin á harmonikuhátíðina í Castelfidardo var farin til að uppfylla
að minnsta kosti þrjú þessara skilyrða. Við ferðafélagarnir Guðmundur
Samúelsson, Sigurður Alfonsson, Flemming Viðar Valmundsson og
Bjarni Gunnarsson erum allir áhugamenn um harmonikuna sem
kennarar, nemendur og stuðningsmenn íslenska landsliðsins í
harmonikuleik sem keppti þarna í fyrsta skipti og síðast en ekki síst
höfðum við áhuga á að kynna okkur það allra nýjasta sem var að gerast
í harmonikuheiminum.
Þetta var í 41. skipti sem þessi keppni var haldin og einkenni hennar
er að í henni eru fjölmargir flokkar og voru keppendur alls hátt á þriðja
hundrað. Keppt var m.a. í jass-harmonikuleik, þjóðlegri tónlist,
klassískri tónlist, bæði einleik og samleik og harmoniku með öðrum
hljóðfærum. Keppt var í mörgum aldursflokkum og var gaman að sjá
hvað margir ungir keppendur komu fram í hinum ólíku keppnisgreinum
og hve gæði spilamennskunnar voru mikil.
Haldnir voru fjölmargir tónleikar meðan á keppninni stóð og einnig
voru keppnisatriðin opin áheyrendum. Spilað var frá eldsnemma á
morgnana langt fram á kvöld og þá tóku við uppákomur á hinum
ýmsu skemmtistöðum þar sem var „jammað“ og spilað af hjartans lyst.
Nokkrir Italíufarar í heimsókn í harmonikuverksmiðjunni
Flogið var þann 20. september til Mílanó og síðan ekið suður til
Castelfidardo daginn eftir. Þessi litli bær er í héraðinu Marche,
örskammt frá hinni fornfrægu hafnarborg Ancona. Bærinn stendur á
hæð og var reyndar kastalabær eitt sinn, eins og nafnið bendir til en
nú er sá kastali að mestu horfinn. Gamli bærinn er þó enn til staðar
og fór þetta harmonikumót fram aðallega í húsakynnum innan hans
þar sem göngufæri er á milli.
Við félagarnir gistum annars vegar í Castelfidardo og hins vegar í næsta
bæ á litlu sveitahóteli. Fór í alla staði vel um okkur og allt viðmót
heimamanna var einstaklega vinsamlegt og hjálplegt.
Einn megintilgangur ferðarinnar eins og áður sagði var að fylgjast með
íslenska harmonikutríóinu Itríó sem keppti í flokki harmonikuhópa
í klassískri tónlist en það skipuðu þau Jón Þorsteinn Reynisson, Helga
Kristbjörg Guðmundsdóttir og Jónas Asgeir Asgeirsson. Einnig tók
Jónas Asgeir þátt keppni 18 ára og eldri í einleik á harmoniku.
Að öðru leyti var tilgangurinn með þessari keppni að kynna
harmonikuna í öllum sínum myndum og var hægt að skoða fjölbreytt
úrval af hljóðfærum, nótum og öðrum búnaði sem vakti áhuga og
sýndi að þetta hljóðfæri er í mikilli þróun.
Til gamans má geta að í Victoria versluninni skoðuðum við safn af
um 200 bandoneon-harmonikum sem þýskur vinur Argentínumannsins
Astor Piazzolla hafði safnað. Þar gafst Flemming einnig tækifæri til að
spila á stærstu harmoniku í heimi við ágætar undirtektir (hún er vel
yfir 3 m á hæð - ekki til að setja framan á sig!).
18
Fyrsta daginn hélt Itríóið tónleika og kom þar einnig fram portúgalskur
piltur sem átti eftir að koma við sögu síðar. Reyndar voru þetta allt
nemendur Norðmannsins Geirs Draugsvoll, prófessors í harmonikuleik
við konunglega danska tónlistarháskólann. Fóru þessir tónleikar vel
í menn og gáfu góða vísbendingu um hver árangur hópsins yrði þegar
á hólminn væri komið.
Margvíslegir tónleikar voru í boði og einna minnisstæðastir voru
tvennir þar sem annars vegar voru flutt verk fyrir harmonikukvintett,
rafmagnsgítar og blandaðan kór og hins vegar var leikinn jass/fusion
á harmoniku og trompet. Þetta voru með eftirminnilegri tónleikum
sem undirritaður hefur yfirleitt verið á.
Leikar fóru svo þegar upp var staðið að í keppninni þar sem Itríóið
tók þátt hlutu þau annað sæti - sem er ekki lítið þar sem keppinautarnir
voru frá helstu harmonikulöndum heims, Rússlandi og Italíu.
Sigurvegararnir voru „náttúrlega“ ítalski hópurinn, þrír glæsilegir
ungir menn sem reyndar spiluðu sama verk og Itríóið - en þeir studdust
við nótur en Itríóið kunni aftur á móti verkið utanbókar. Þarna mátti
sennilega skrifa sigurinn á dómarann.
Jónas Asgeir hafði verið örlítið meiddur og var ekki meðal þriggja efstu
í sínum keppnisflokki en það var sárabót að samnemandi hans, Jose
BeSií eflir niðurstöSum. Jánas Ásgeir, Helga Kristbjörg og Jón Þorsteinn d bekknum
Valente frá Portúgal, sá sem áður var getið, fékk fyrstu verðlaun í
aðalkeppninni um „41. alþjóðlegu harmonikuverðlaunin í
Castelfidardo“. Þetta gefur góða vísbendingu um að gott sé að borða
íslenskan fisk til að ná árangri í harmonikuleik (það þarf ekki að taka
fram að saltfiskur er þjóðarréttur Portúgala).
Ollu þessu var haldið til haga á stórri lokahátíð í bíósalnum í
Castelfidardo sunnudaginn 25. september og fengu sigurvegararnir