Fréttablaðið - 01.12.2020, Side 14

Fréttablaðið - 01.12.2020, Side 14
FÓTBOLTI Það gæti ráðist í kvöld hvort íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggir sér þátttöku- rétt í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Englandi sumarið 2022. Örlög íslenska liðsins ráðast bæði af úrslitum í leik liðsins gegn Ungverjalandi í lokaumferð F-rið- ils sem og úrslitum í öðrum riðlum undankeppninnar. Ísland hefur nú þegar tryggt sér annað sæti í riðli sínum og þar af leiðandi mun liðið fá tækifæri til þess að komast í lokakeppnina í gegnum umspil. Þá gæti sigur í leiknum gegn Ungverjalandi í Búda- pest í dag f leytt liðinu beint áfram til Englands. Dagný Brynjarsdóttir sem skor- aði eitt marka Íslands í 4-1 sigri liðsins gegn Ungverjum í fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum í ágúst árið 2019 segir að það gæti orðið þolinmæðisverk að brjóta ungverska liðið á bak aftur í þess- um leik. Dagný glímir við meiðsli og getur þar af leiðandi ekki leikið með íslenska liðinu að þessu sinni. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að spennustigið hjá leikmönnum liðs- ins sé mjög gott líka. Við verðum hins vegar að muna að við vorum í vandræðum með að finna glufur á þéttum varnarleik þeirra í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum,“ segir Dagný um leik liðanna í dag í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst við því að Jón Þór [Hauksson] haldi sig áfram við það að vera með Berglindi Björgu [Þor- valdsdóttur] og Elínu Mettu [Jen- sen] í framlínunni og spili leikkerf- ið 4-4-2. Þegar taktur komst í leik liðsins í seinni hálf leik þá fannst mér það virka vel að spila það kerfi. Við munum líklega herja á þær af köntunum og markmiðið verður að Agla María [Albertsdóttir] og Hall- bera Guðný [Gísladóttir] annars vegar og svo Gunnhildur Yrsa [Jóns- dóttir] og Sveindís Jane [Jónsdóttir] hins vegar tvöfaldi á köntunum og dæli boltanum inn í teig,“ segir sóknartengiliðurinn enn fremur. „Þá er gott að hafa öf luga fram- herja eins og Berglindi Björgu og Elínu Mettu inni í vítateig Ungverja til þess að klára sóknirnar. Við skor- uðum þrjú af fjórum mörkum okkar í fyrri leiknum eftir fyrirgjafir og ég held að það verði leiðin sem verður farin í sóknaraðgerðum liðsins að þessu sinni. Leikmenn liðsins þurfa að sýna þolinmæði í aðgerðum sínum og passa sig að það komi ekki pirringur þó að mörkin láti á sér standa,“ segir hún aðspurð um líklega leikmynd þessa leiks. „Mér fannst aðalmunurinn á fyrri og seinni hálfleik í leiknum gegn Sló- vökum hvað íslenska liðið var sam- stilltara í pressu sinni í þeim seinni. Kannski var spennustigið ekki rétt stillt í þeim fyrri en það sem gekk ekki vel var lagað í hálfleik og ég er viss um að það hafi verið farið vel yfir þessi atriði á æfingunum milli leikjanna. Liðið sýndi svo þann karakter og yfirvegun að örvænta ekki þrátt fyrir að hafa lent undir í leiknum við Slóvakíu. Það var meiri ró í spil- inu þegar líða tók á leikinn og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég hef ekki áhyggjur af því að spennu- stigið verði of hátt hjá leikmönnum liðsins, ég hef meiri áhyggjur af því hvernig ég verði stillt heima í sófa,“ segir Dagný um hvað íslenska liðið getur tekið með sér úr sigrinum í síðasta leik í undankeppninni. „Það má svo ekki gleyma því að fjölmargir leikmenn liðsins eru ekki í leikformi og það er ekkert óeðlilegt að það hafi verið ryð í leikmönnum fyrstu mínútur leiksins. Það sást til dæmis á leikmönnum eins og Öglu Maríu hvað henni óx ásmegin eftir því sem líða tók á leik- inn. Sama á við um fleiri leikmenn. Nú eru leikmenn komnir með einn leik undir beltið og það skiptir miklu máli. Ég held að þær klári þennan leik og vonandi dugar það til þess að komast beint á EM,“ segir Dagný sem er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu kvennalandsliðsins með 29 mörk í þeim 90 leikjum sem hún hefur spilað. hjorvaro@frettabladid.is Gæti siglt sætinu á EM í örugga höfn Ísland mætir Ungverjalandi í lokaumferð F-riðils í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Búdapest klukkan 14.30 í dag. Sigur gæti dugað til þess að tryggja íslenska liðinu öruggt sæti í lokakeppni mótsins sem haldið verður í Englandi sumarið 2022.   Leikmenn íslenska liðsins fagna marki gegn Ungverjalandi í leik liðanna í ágúst í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að spennustigið hjá leikmönn- um liðsins sé mjög gott líka. Dagný Brynjarsdóttir Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.