Fréttablaðið - 01.12.2020, Side 16

Fréttablaðið - 01.12.2020, Side 16
Baldvin, frændi minn, Jónsson umboðsmaður flutti Kinks inn og ég sagði honum ekki fyrr en í fyrra að ég teiknaði þrjá miða á Kinks-tónleikana. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Steinunn Gísladóttir frá Skáleyjum, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Seljakirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 13 að viðstöddum nánustu ættingjum. Athöfninni verður streymt frá vef Seljakirkju, seljakirkja.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Flateyjarkirkju, reikningur 0309-26-012652, kt. 550169-5179. Leifur Kr. Jóhannesson Jóhanna Rún Leifsdóttir Kristján Á. Bjartmars Sigurborg Leifsdóttir Hörður Karlsson Heiðrún Leifsdóttir Lárentsínus Ágústsson Eysteinn Leifsson Guðleif B. Leifsdóttir Jófríður Leifsdóttir Ingimundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, amma og systir, Sólrún Helgadóttir lést þann 19. nóvember. Sólrún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 13.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni „Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar“. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynninguna á Akureyri eða Krabbameinsfélag Akureyrar. Tómas Helgi, Jón Birkir, Andri Már og Alda Ósk, barnabörn og systkini hinnar látnu. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðjón Tómas Brewer fæddur í Reykjavík 10. apríl 1944, lést á heimili sínu að Hamrahlíð 17 mánudaginn 26. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Jarðsett var í Kópavogskirkjugarði. Kolbrún Fjóla Kristensen Guðmundur Rúnar Rúnarsson Róbert Þór Guðjónsson María Kristiansdóttir Tómas Guðbrandur Guðjónsson Edvard Kristinn Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Sem gamall fréttarefur hlustaði ég lengi á alla íslenska frétta-tíma, þannig er það nú ekki lengur en auðvitað fylgist ég með þeim,“ segir hinn sjö-tugi Sigurður G. Tómasson sem vann í áratugi í útvarpi, allt frá því Bylgjan fór í loftið 1986. „Enn eru á Bylgj- unni menn sem ég vann með, Kristófer og Þorgeir Ástvalds. Sá síðarnefndi kom til mín í sumar. Við erum gamlir vinir. Ég sá hann þegar hann spilaði fyrst í Tempó þegar Kinks kom hingað til lands, það var hans fyrsta gigg. Baldvin, frændi minn, Jónsson umboðsmaður f lutti Kinks inn og ég sagði honum ekki fyrr en í fyrra að ég teiknaði þrjá miða á Kinks- tónleikana. Það mál var fyrnt!“ Af Bylgjunni fór Sigurður á Ríkisút- varpið, þar var hann þegar Dægurmála- útvarpið og Þjóðarsálin á Rás 2 voru og hétu og var ráðinn dagskrárstjóri, því embætti gegndi hann svo á Útvarpi Sögu um tíma. Síðar varð eitt af afrekum hans að hanna Tímamótasíðu Fréttablaðsins. „Það var Kári Jónasson ritstjóri sem bað mig að forma þennan þátt í blaðinu. Ég reyndi að finna eitthvað sem tilheyrði hverjum útgáfudegi og tíunda það. Var með bókastafla í kringum mig og netið í tölvunni.“ Er lögblindur Nú á Sigurður ekki jafn auðvelt með að lesa og áður, hann fékk augnbotnahrörn- un af völdum sykursýki og er lögblindur en hefur ratsjón og kveðst geta lesið fyrirsagnir í blöðum og á netinu, það sem hann stækkar upp. „Þetta er mikil fötlun fyrir mann sem hefur verið lesandi síðan hann lærði það,“ viðurkennir hann. Jarðfræði og íslenska urðu fyrir valinu af hlaðborði háskólans hjá Sigurði og eitthvað kveðst hann hafa lært í sögu. Fróðleiksþorsti er honum í blóð borinn og honum svalar hann með ýmsu móti þrátt fyrir allt. „Ég er í Blindrafélaginu og hef því aðgang að Hljóðbókasafninu, hlusta líka stundum á hljóðbækur í sím- anum gegnum Storytel, því sonur minn nýtir ekki allan rétt sinn þar. Svo fylgist ég með erlendum útvarpsstöðvum, til dæmis BBC og stundum NPR (National Public Radio) í Bandaríkjunum og skoða fyrirsagnir á New York Times og fleiri stórblöðum.“ Réð reykmeistara Sigurður G. býr á fögrum stað í Mos- fellsbæ með frúnni sinni, Steinunni Berg- steinsdóttur listakonu, og á þessum árs- tíma er einkar búsældarlegt hjá þeim því þau eru með eigin reykkofa. „Ég þurrsalta kjöt fyrir reykinguna og Steinunn býr til bjúgu,“ lýsir Sigurður. „En félagi minn Ævar Örn Jósepsson sér um að kveikja upp. Hann byrjaði sem lærlingur en er orðinn reykmeistari.“ gun@frettabladid.is Nýtir sér marga miðla Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður er sjötugur í dag. Flestir landsmenn þekkja hann af Bylgjunni og Rás 2. Hitt vita færri að hann formaði Tímamótasíðu Fréttablaðsins. „Ég reyndi að finna eitthvað sem tilheyrði hverjum útgáfudegi,“ segir Sigurður um Tímamótasíðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1974 Hús Jóns Sigurðssonar er formlega vígt í Kaup- mannahöfn. 1983 Ríkisútvarpið byrjar útsendingar á FM-bylgju sem Rás 2. 1986 Bylgjan byrjar að senda út stöðugt allan sólar- hringinn, fyrst íslenskra útvarpsstöðva. 1990 Verkamenn í Ermarsundsgöngunum slá í gegn. 1991 Hilmar Örn Hilmarsson hlýtur Felix-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar. Merkisatburðir 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.