Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2020, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 01.12.2020, Qupperneq 33
Miðjusætaröðin er á sleða til að auðvelda aðgengi sem er mun betra þegar stigið er hægra megin inn í öftustu sætaröðina. Höfuðrými bílsins hæfir stærstu mönnum en eins og sjá má er meira en nóg eftir þótt fyrirsætan sé rúmir 180 sentimetrar á hæð. Felling sæta í miðjusætaröð mætti vera betri en fyrirferðarmikil sætin falla ekki nógu vel niður. Bíllinn kemur á 17 tommu felgum og hjólbörðum sem gera hann mýkri í akstri en búast má við af rafbíl. Það er langt síðan greinarhöfundur hefur séð sígarettu- kveikjara í nýjum bíl sem hafður er til prófunar. Innréttingin er smekkleg og útsýni svo gott að manni líður vel undir stýri. yfirdrifið í þessum bíl. Meira að segja er gott pláss til hliðanna í öftustu sætaröð sem er sjaldnast raunin. Fótarými er gott í bílnum og aðgengi í miðjusætaröð, enda er hurðir eins og áður sagði í yfir- stærðum. Farangursrými er mjög gott með sætin niðri en miðjusæta- röð mætti falla betur niður, því að fyrirferðarmikil miðjusætin falla ekki nógu vel niður í gólfið. Aðgengi í öftustu sætaröð er ekki nógu gott ef komið er vinstra megin inn í bílinn. Það kemur til þar sem ekki er hægt að velta tveimur vinstri sætunum fram og þau renna ekki nógu mikið fram heldur. Aðgengi vinstra megin þar sem er aðeins eitt sæti er mun betra og auðveldara að færa sætið fram. Virkar ekki stór í akstri Akstur Maxus Euniq MPV er nokkuð sem kemur á óvart og hann er mjög hljóðlátur. Þrátt fyrir hefðbundna MacPherson- fjöðrun að framan og sneril- fjöðrun að aftan er fjöðrunin góð og laus við að virka þvinguð af þeim tæpu tveimur tonnum sem hann var að burðast með. Stýrið er létt og leggur vel á svo að auðvelt er að snúa honum þrátt fyrir stærðina. Það er ekki hægt að segja að stærðin hamli honum í akstri og ef einhver er ragur við stærðina eru alltaf fjar- lægðarskynjarar. Gallinn við þá er að ekki er hægt að slökkva á frekar leiðinlegu píp-hljóði frá fjarlægðarskynjara. Af lið er gott fyrir bíl í þessum f lokki enda ekki á hverjum degi sem prófaður er sjö sæta fjölnotabíll með upptak undir 10 sekúndum Drægið með minni raf hlöðunni er viðunandi eða 325 km en hægt er að fá bílinn með 71 kWst raf hlöðu og er þá drægið 420 km. Lítil samkeppni Einu sjö sæta raf bílarnir fyrir utan Maxus Euniq MPV eru Mercedes-Benz EQV og Tesla Model X. EQV er talsvert lengri eða 5.140 mm, allt að 8 manna og töluvert dýrari eða frá 11.950.000 kr. svo að samanburður við hann er frekar ósanngjarn. Það sama má segja um Tesla Model X sem kostar 11.672.000 í Long Range útgáfu. Að sögn Úlfars Hinriks- sonar hjá Suzuki er endanlegt verð ekki komið á bílinn en það verður þó undir sjö milljónum sem verður að teljast ansi gott verð fyrir raf bíl í þessari stærð, og gerir almenningi kleift að eignast rafdrifinn, sjö sæta bíl. Sjaldan hefur bíla- prófari Fréttablaðs- ins reynt bíl með jafn mikið höfuðrými og Maxus Euniq MPV. BÍLAR 7 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.