Fréttablaðið - 01.12.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 01.12.2020, Síða 38
Eftir að gagnrýni á mynda-bandsupptökur af hraðameti SSC Tuatara bílsins komu fram hefur verið ákveðið að endur- taka leikinn. Spurningar vöknuðu eftir stærðfræðingur sem skoðaði myndbandið og beitti reikniað- ferðum á tækniupplýsingar bílsins, sagði að bíllinn hefði verið á nær 400 km hraða í stað 533 km á klst. Forstjóri SSC, Jerod Shelby lét hafa eftir sér í yfirlýsingu að mistök hefðu orðið við klippingu myndbandsins og þess vegna hefðu GPS-tölur ekki passað við klippingarnar. Til að bregðast við þessari gagnrýni var því ákveðið að bíllinn myndi reyna aftur við metið í náinni framtíð. Hvenær það verður nákvæmlega er þó ekki ákveðið og því er það spurning hvort Heimsmetabók Guinness viðurkenni metið endanlega fyrr en að seinni tilraun við það verði lokið. SSC Tuatara ætlar að endurtaka hraðamet SSC Tuatara reynir hér við heims- metið á dögunum. Guðmundur Jóhann Gíslason, leigubílstjóri hjá Hreyf li, fékk af hentan nýjan, 100% rafmagn- aðan Volkswagen ID.3 fyrir nokkrum vikum og varð þar með fyrsti leigubílstjórinn á Íslandi sem ekur um á þessari nýju tegund raf bíla. Ekki hafa borist sögur af ID.3-leigubílum úti í heimi og því líklegt að hann hafi einnig verið sá fyrsti í heimi til að fá sinn af hentan. Guðmundur hefur verið leigu- bílstjóri í 30 ár og ber Volkswagen vel söguna. „Þau hjá Heklu hafa aðstoðað mig með mikilli prýði í mörg ár en þetta er sjötti Heklu- bíllinn frá árinu 2011. Ég ákvað strax og sögur fóru að berast af ID.3 að ég myndi panta einn slíkan enda rafmagnsdrægið orðin nægt fyrir mig. Hingað til hefur nægt mér að hlaða bílinn bara heima hjá mér á nóttunni og hef ég í raun bara einu sinni verið að því kominn að klára rafmagnið en þá kom ég heim með um 20 kílómetra drægi eftir. Rekstrarkostnaðurinn á rafmagnsbílum er hverfandi og sparnaðurinn mikill en á venju- legum mánuði geri ég ráð fyrir að spara allt að 90.000 krónur í rekstrarkostnað. Svo er líka afar gott að þurfa ekki að hafa bílinn í lausagangi á meðan maður bíður á milli ferða. Umhverfið græðir,“ segir Guðmundur og bætir við að plássið í bílnum komi viðskipta- vinum einstaklega skemmtilega á óvart enda er hann mun pláss- meiri að innan en ytra rýmið gefur til kynna. Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi, segir nýjungarnar spennandi og að gaman hafi verið hversu mikla athygli bíllinn hans Guðmundar vakti í höfuðstöðv- um Volkswagen í Þýskalandi. „Þetta eru spennandi tímar og þróunin hröð. Í dag er rafdrifinn leigubíll orðinn raunhæfur kostur og gaman að sjá leigubílstjóra nýta sér vistvænar lausnir sem fer fjölgandi.“ Fyrsti ID.3-leigubíllinn í heiminum Guðmundur Jóhann Gíslason við sérmerktan ID.3-leigubílinn sem er áberandi í borgarumferðinni. Umferðaröryggisstofnun Banda- ríkjanna NHTSA rannsakar nú ört vaxandi tilkynningar um galla í fjöðrunarkerfum Model S- og Model X-bílanna. Með auknum aldri bílanna hefur tilkynningum vegna þess fjölgað að undan- förnu og að sögn stofnunarinnar eru nú 43 tilkynningar á borði hennar. Gallinn lýsir sér þannig að dekkið nær að skrapast upp í innra bretti bílanna sem getur haft áhrif á öryggi þeirra í akstri. Flestar bilanirnar áttu sér stað á lítilli ferð eða 32 talsins, en sumar þeirra á vegum úti og fjórar á hraðbrautum. Engin óhöpp hafa samt orðið í þessum tilfellum sem eru til rannsóknar. Meira álag er á fjöðrunarkerfi rafmagnsbíla vegna aukins þunga þeirra. Rann- sóknin nær til 2015-2017 árgerða Model S og 2016-2017 árgerða Model X. Ef rannsóknin leiðir til innköllunar mun hún því geta náð til allt að 115.000 Tesla bíla á heimsvísu. NHTSA rannsakar galla í fjöðrunarkerfi Tesla Það eru Tesla Model X og Model S sem eru til rannsóknar hjá NHTSA. Nýlegt myndband af hraðameti SSC Tuatara hefur verið gagnrýnt að undanförnu. JEPPADEKK OG FELGUR DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29 - 44”. KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is 12 BÍLAR 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.